Bæjarins besta - 13.03.2002, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 13. MARS 2002
LEIÐARI
Frá Hrossataðsvöllum að Torfnesi
Umboðs-
aðilar BB
Eftirtaldir einstaklingar sjá um
sölu og dreifingu á BB á þétt-
býlisstöðum utan Ísafjarðar:
Bolungarvík: Nikólína Þor-
valdsdóttir, Hjallastræti 38,
sími 456 7441. Súðavík: Sindri
V. Gunnarsson, Holtagötu 11,
sími 456 4982. Suðureyri:
Deborah Anne Ólafsson, Aðal-
götu 20, sími 891 7738. Flat-
eyri: Gunnhildur Brynjólfsdótt-
ir, Brimnesvegi 12a, sími 456
7752. Þingeyri: Selma Rut
Sófusdóttir, Hlíðargötu 40, sími
456 8269.
Frá útgefendum:
Útgefandi: H-prent ehf. Sólgötu 9, 400 Ísafjörður, sími 456 4560, fax 456 4564 • Netfang prentsmiðju: hprent@bb.is • Ritstjóri: Sigurjón J. Sigurðsson, sími 892 5362, netfang:
bb@bb.is• Ritstjóri netútgáfu: Sigurjón J. Sigurðsson • Fréttastjóri: Guðfinna M. Hreiðarsdóttir, sími 456 4448, netfang: gudfinna@bb.is. Blaðamenn: Haukur Magnússon, sími 695
8158, netfang: haukur@bb.is, Kristinn Jónsson, sími 895 3068, netfang: blm@bb.is• Ljósmyndari: Halldór Sveinbjörnsson, sími 894 6125, netfang: halldor@bb.is • Fréttavefur:
www.bb.is • Lausasöluverð er kr. 200 eintakið m. vsk. • Áskriftarverð er kr. 170 eintakið • Veittur er afsláttur til elli- og örorkulífeyrisþega. Einnig sé greitt með greiðslukorti
Frá Hrossataðsvöllum að Torfnesi
Það er langur vegur í árum talið frá því menn hófu að sparka ,,fótknetti“ sér til
gamans á Hrossataðsvöllum og ungar stúlkur stofnuðu Fótboltafélagið Hvöt
vegna þess að þeim var meinaður aðgangur að Fótboltafélagi Ísfirðinga, sem
karlar einir áttu aðgang að, til dagsins í dag.
Ef frá eru taldir sparkleikir krakka á Riistúni (og fáförnum götum á
þeim árum þegar bílaeign Ísfirðinga var fárra fingra í talningu) hefur
samastaður knattspyrnumanna á Ísafirði verið á tveimur stöðum í hart
nær heila öld. Eftir margra áratuga vissu um ófullnægjandi aðstöðu til íþrótta
æfinga á mal-arvellinum á Grund litu margir björtum augum fram á veginn þegar
íþróttasvæðið á Torfnesi var tekið í notkun. Ekki síst vegna þess að samhliða
þeim áfanga voru uppi talsverðar væntingar (og fyrirheit bæjaryfirvalda, að
margra mati) um áframhaldandi framkvæmdir þar til íþróttasvæðið væri að fullu
byggt með að-stöðu fyrir frjálar íþróttir og knattspyrnu.
Þótt BB hafi margsinnis vakið athygli á þeirri vafasömu stöðu sem íþróttir eru
komnar í, þegar æfingar, keppni og árangur ,,fyrirmyndanna“, sem ungdómurinn
dregur dám af snýst um peninga frá a til ö,dylst engum að fátt er betra veganesti
ungu fólki en hollar íþróttir þar sem hið gullna kjörorð ,,að vera með“ er í háveg-
um. Í nútíma bæjarfélögum er litið á aðstöðu til íþróttaiðkunar jafn sjálfsagða og
skóla.
Gagnstætt því sem upphaflega var talið virðist nú sem ekki sé rými fyrir frjáls-
ar íþróttir á Torfnesinu. Væntanlega er það í ljósi þessa nýja viðhorfs sem gamlar
hugmyndir um Tungudalinn, sem alhliða útivistar og íþróttasvæði hafa
skotið upp kollinum á ný. Áreiðanlega yrði fullbúið íþróttasvæði í
Tungudal glæsilegt mannvirki. Hætt er þó við að biðin eftir að gamli
draumurinn rætist verði of dýru verði keypt, fjárhagslega og ekki síður
fé-lagslega, hvort heldur er fyrir unnendur knattspyrnu eða frjálsra íþrótta.
Teikni-vinna og margþættur undirbúningur að slíku mannvirki spannar mörg ár,
að ekki sé minnst á mögulegan framkvæmda hraða hjá bæjarfélagi með takmarkaða
getu. Úrræðin til að bæta úr aðstöðuleysi frjálsíþróttafólks einskorðast varla við
Tungudalinn.
Fullbyggt með tveimur knattspyrnuvöllum, áhorfendastúku, vallar húsi,
glæsilegu íþróttahúsi og sundlaug myndi íþróttasvæðið á Torfnesi óefað setja
svip á bæinn. Tungudalsdraumurinn er skemmtilegur. Kannski rætist hann eftir
að draumur Hannibals um 15 þúsund manna byggð á Ísafirði, með úthverfi í
Arnardal og lyftu upp á Gleiðarhjalla sem útsýnispall, er kominn fram.
s.h.
VoiceEra í Bolungarvík og Póls hf á Ísafirði
Samstarf um þróun radd-
tæknilausna í fiskiðnaði
VoiceEra í Bolungarvík og
Póls hf. á Ísafirði hafa gert
með sér samning um samstarf
varðandi þróun á raddtækni-
lausnum í fiskiðnaðinum.
Fyrirhugað er að nota bæði
ISR og Raddþekkir frá Voice-
Era til að raddstýra vélum
ásamt því að kanna frekar
notagildi íslenskrar raddþekk-
ingar á sviði fiskiðnaðar.
Samningurinn var undirritað-
ur í Bolungarvík þegar Voice-
Era var með opið hús í tilefni
af eins árs starfsafmæli sínu.
Þetta er fyrsti samstarfssamn-
ingur VoiceEra við fyrirtæki á
Vestfjörðum og hafa forsvars-
menn fyrirtækisins fagnað því
sérstaklega.
Ómar Örn Jónsson, fram-
kvæmdastjóri VoiceEra, segir
að með samstarfinu sé verið
að tengja saman þá tækni sem
VoiceEra og Póls hafa verið
að þróa hvort um sig þannig
að hægt verði að nýta radd-
skipanir í fiskvinnslu. Í fyrstu
verður skoðað hvernig nýta
megi þessa tækni um borð í
skipum þar sem sjómenn
þurfa að slá talsvert af upplýs-
ingum inn á lyklaborð en gætu
mögulega sinnt því með rödd-
inni.
Að sögn Ómars Arnar er
sambærileg tækni ekki með
öllu óþekkt erlendis en fyrir-
tækið hefur skapað sér sér-
stöðu með því að þróa íslensk-
an hugbúnað sem greinir ís-
lensk hljóð og er nokkurs kon-
ar íslensk hljóðorðabók. Því
mun þróunarverkefnið fyrst
og fremst beinast að því að
hanna búnað fyrir íslenska að-
ila. Þar sem grunnkerfi radd-
þekkisins frá VoiceEra er unn-
ið í samstarfi við belgískt fyr-
irtæki sem náð hefur langt í
þróun á raddtæknilausnum,
ætti hins vegar að vera auðvelt
að heimfæra tæknina fyrir er-
lenda markaði ef verkefnið
gengur vel.
Segir Ómar Örn að nokkur
aðdragandi hafi verið að und-
irritun samningsins þar sem
menn hafi tekið sér góðan tíma
til að ræða málin. Nú væri
hins vegar sjálf vinnan að fara
af stað og væri verið að skipa
vinnuhóp sem kæmi til með
að vinna að þessu tilrauna-
verkefni.
Örn Ingólfsson, fram-
kvæmdastjóri hjá Póls, segir
að fyrirtækið hafi lengi þurft
á tækni sem þessari að halda
enda auki það afköst ef menn
geta notað hendurnar í annað
en að mata tæknibúnað á upp-
lýsingum. Hann segir að
fyrirtækið hafi fyrir nokkrum
árum verið í samstarfi við Há-
skóla Íslands um sambærileg-
ar lausnir en tæknin hafi þá
verið komin of skammt á veg.
Hún hafi hins vegar þróast
mikið síðan og allar forsendur
séu fyrir því að hægt sé að
þróa þann búnað sem þarf.
Að sögn Arnar þarf um-
ræddur búnaður að vera fyrir-
ferðarlítill, léttur og umfram
allt sterkur þannig að hann
henti þeim markaði sem fyrir-
tækið sérhæfi sig fyrir. Hann
þurfi t.d. að þola hávaða og
öll þau aukahljóð sem fylgja
vélum í skipum og fiskvinnsl-
um. Segir Örn að unnið verði
að verkefninu á þessu ári og
vonast til þess að á þriðja árs-
fjórðungi verði það komið í
það horf að hægt verði að meta
árangurinn og ákveða fram-
haldið. Örn Ingólfsson, framkvæmdastjóri Póls, og Hallur Hallsson,
forstjóri VoiceEra, undirrita samstarfssamninginn.
Forvarnarátak Menntaskólans á Ísafirði
„Heilbrigður mennta-
skóli fyrir vestan“
Nemendur og starfsfólk
Menntaskólans á Ísafirði und-
irbúa nú átak í forvarnarmál-
um sem tengjast mun lífshátt-
um ungs fólks í bæjarfélaginu
og víðar undir heitinu „Heil-
brigður menntaskóli fyrir
vestan“.
Að sögn Hermanns Níels-
sonar, forvarnarfulltrúa
Menntaskólans á Ísafirði, mun
verkefnið einkum byggjast á
verkefnavinnu starfshópa og
viðburðum yfir skólaárið
2002-2003 sem margir utan-
aðkomandi aðilar munu koma
að með ýmiss konar ráðgjöf
og aðstoð.
næsta haust þegar nýtt skólaár
hefst.
Segir Hermann ljóst að fari
verkefnið af stað með fullum
þunga, muni það hafa marg-
vísleg áhrif á umræðu og fræð-
slu um þessi málefni meðal
bæjarbúa.Verkefnið byggist
hins vegar að nokkru leyti á
því að styrkir fáist til fram-
kvæmda þess og því hefur
verið leitað eftir stuðningi hjá
ýmsum aðilum, m.a. Forvarn-
arsjóði og Ísafjarðarbæ sem
hefur samþykkt að veita 100
þúsund króna styrk til verk-
efnisins.
Verkefnið var formlega sett
af stað með kynningu og um-
ræðu á sal skólans 28. febrúar
sl. og var þá skipað í umræðu-
hópa og vinna hafin. Er ætlun-
in að undirbúa starfið fram á
vor en átakið hefst fyrir alvöru
Menntaskólinn á Ísafirði.
Hæstiréttur
Kröfu kenn-
ara hafnað
Hæstiréttur hafnaði í síð-
ustu viku kröfu kennara við
Grunnskólann á Ísafirði sem
krafði sveitarfélagið um um
fæðispeninga vegna þátttöku
sinnar í ferð 10. bekkjar
Grunnskólans á Ísafirði til
Danmerkur vorið 1999.
Hæstiréttur staðfesti dóm
héraðsdóms á þeirri forsendu
að skólastjóri grunnskólans
hafi ekki falið áfrýjanda að
fara í umrædda ferð. Þá segir
í dómnum að ekki verði litið
öðruvísi á en að nemendurnir
hafi sjálfir, í skjóli lögráða-
manna sinna, átt að bera alla
fjárhagslega ábyrgð af ferða-
kostnaði en sveitarfélagið
greiddi tveimur kennurum
laun á meðan á ferðinni stóð.
Hjólbarðaverkstæði Ísa-
fjarðar hefur flutt sig um set
og er nú til húsa að Sindragötu
14 á Ísafirði. Að sögn Jónasar
Björnssonar, eiganda verk-
stæðisins, var hann með
starfsemina í eigin húsnæði
að Njarðarsundi 2 í átján ár,
en hefur nú selt Póls hf. hús-
eignina.
Segir Jónas nýju aðstöðuna
álíka stóra og þá gömlu og
telur hið besta mál að flytja
öðru hvoru til að losna við
það drasl sem safnast saman
yfir árin.
Ísafjörður
Hjólbarða-
verstæði Ísa-
fjarðar flytur
Nýtt aðsetur Hjólbarðaverk-
stæðis Ísafjarðar er að Sindra-
götu 14.