Bæjarins besta


Bæjarins besta - 13.03.2002, Qupperneq 3

Bæjarins besta - 13.03.2002, Qupperneq 3
MIÐVIKUDAGUR 13. MARS 2002 3 Orkubúinu linar þjáningar en læknar ekki nema á vanda- málunum sé tekið. Sameining sveitarfélaganna hefur því miður ekki verið kláruð hvað reksturinn varðar. Þjónustan þarf ekki að minnka en hún getur breyst og orðið ódýrari. Þetta vita bæjarbúar í öllum byggðarkjörnum sveitarfé- lagsins. Ungmenna- félagsmótið Á brjóst ber hann sér fyrir það að hafa hætt við ung- mennafélagsmótið og hvað það hafi verið ábyrg ákvörðun. Staðreyndin er sú að öll með- ferð þess máls varð bæjaryfir- völdum til háborinnar skamm- ar. Það var öllum ljóst frá upphafi af hvaða stærðargráðu þetta mótshald yrði peninga- lega séð. Klaufaskapurinn sem einkenndi það mál eftir að- komu bæjaryfirvalda er af- skaplega sorglegur svo ekki sé meira sagt.Við Ísfirðingar verðum lengi að vinna upp þann álitshnekki sem við bið- um vegna málsmeðferðar bæjaryfirvalda í því máli. Vinnu fyrir alla Samkvæmt sveitarstjórnar- lögum skulu sveitarstjórnir vinna að sameiginlegum vel- ferðarmálum íbúanna eftir því sem fært þykir á hverjum tíma. Ein megin stoð velferðar er að íbúarnir hafi trygga atvinnu við sitt hæfi og geti þannig byggt upp líf sitt og fjölskyldu sinnar. „Vinnan göfgar mann- inn” segir máltækið og líf án vinnu er erfitt, óöruggt og niðurdrepandi. Atvinnuleysi er eitt versta vandamálið sem hrjáir samfélög vorra tíma og leiðir oft til upplausnar og ófriðar. Eldra fólk á Íslandi man þá tíma, þegar litla sem enga atvinnu var að fá og kann því að meta vinnuna og það öryggi sem henni fylgir. Við Íslendingar búum sem betur fer við lítið atvinnuleysi ef miðað er við margar nágranna- þjóðir okkar. Hér á landi á að vera vinna fyrir alla, enda verkefnin næg, ef að er gáð. Atvinnurekendur, þ.e. þeir sem þurfa á fólki að halda til að vinna hin ýmsu störf, eru afar mikilvægir hverju sam- félagi, þótt oft séu þeir og sér- staklega ákvarðanir þeirra um- deildar. Það er mikilvægt fyr- ir Ísafjarðarbæ að hafa sterk og öflug fyrirtæki sem veita miðlaheimi. Þar er einnig sagnfræðinni ekki gert hátt undir höfði og var þó stutt að fara til þess að njóta kennslu í þeim fræðum. Af rekstri sveitarfélagsins Bæjarstjórinn fer mörgum orðum um hvað rekstur sveit- arfélagsins hefur batnað og hvað mikil hagræðing hafi átt sér stað. Betur ef satt væri. Engar tölur eru þó nefndar þessu til staðfestingar.Þeir sem lesa reikninga bæjarins vita betur. Því miður er reksturinn á engan hátt í samræmi við tekjur eins og makalaus til- löguflutiningur við umræður um fjárhagsáætlun yfirstand- andi árs staðfesti. Því miður hafa bæjarfulltrúar ekki haft kjark til þess að laga reksturinn að raunveruleikanum. Salan á Halldór Jónsson skrifar ,,Hluti af sjónarspili Sjálfstæðisflokksins þegar koma þurfti nýjum manni í fyrsta sæti“ Sjálfumgleði og sögufölsun Á undanförnum árum hefur fjölmiðlun breyst mjög. Um- fjöllun í fjölmiðlum er orðin gagnrýnni og þar er reynt að kryfja til mergjar hvað raun- verulega gerist hverju sinni. Þessu hefur fylgt að hætt eru að birtast gagnrýnilaus viðtöl við einstakar persónur í ætt við ævisögulist okkar íslend- inga lengst af. Nefnilega að sögumaður er mestur og bestur og allt sem miður fór var öðrum að kenna. Því fannst þeim er þessa grein ritar að hann væri komin mörg ár aftur í tímann er hann fékk í hendur BB þann 27. febrúar s.l. Þar er að finna margra síðna viðtal við Hall- dór Halldórsson bæjarstjóra á Ísafirði. Nú er ritstjórn BB auðvitað í sjálfsvald sett hvernig viðtöl birtast í blaðinu en heldur þótti mér þetta bera blaðinu lélega söguna. Viðtal- ið er í ætt við það versta sem tíðkast hefur í íslenskum fjöl- Atvinnumálin Bæjarstjórinn rekur hvernig bærinn gerði allt sem í hans valdi stóð til þess að bjarga því sem bjargað varð þegar Básafell var að liðast í sundur eins og hann kýs að orða það. Ekkert er fjarri sanni. Það er ekki gaman fyrir mig að fara að rekja þá sorgarsögu en sannleikann veit ég. Því miður gerði bæjarstjórinn og bæjar- stjórnin afskaplega lítið til þess að koma í veg fyrir að Básafell yrði liðað í sundur og flutt úr bænum. Raunar má fullyrða að bæjarstjóri og einstakir bæjarfulltrúar hafi beinlínis ýtt undir þá þróun með gjörðum sínum. Það er hin nöturlega staðreynd. Stöðugleiki Í viðtalinu er rakið hversu mikill stöðugleiki ríki nú í bænum því ekki hafi verið skipt um meirihluta allt þetta kjörtímabil. Þetta er rétt. Meirihluti og minnihluti hafa staðið saman um að horfa á hlutina gerast og staðið að- gerðalaus hjá að mestu. Gagn- rýnin hefur jafnan komið þegar fólk hefur staðið frammi fyrir orðnum hlut. Ef að það er stöðugleiki að þegja þunnu hljóði með hendur í skauti má ég þá frekar biðja um óstöðug- leika. Að vilja ráða einhverju um framtíð sína getur kostað það að hrópa þurfi á torgum. Flokkspólitísk framboð Halldór kemur vel inná þau vandræði og hagsmuna- árekstra sem eru samfara flokkspólitískum framboðum í sveitarfélögum eins og Ísa- firði. Staðreyndin er sú að því miður hefur stjórnmálaflokk- unum ekki tekist að mynda nógu samstæða sveit manna til þess að takast á við málefni sveitarfélagsins með hags- muni heildarinnar að leiðar- ljósi. Hann kýs hinsvegar að halda í flokkslistana í viðtalinu af ástæðum sem öllum eru nú ljósar. Sjónarspil Sjálf- stæðisflokksins Það er öllum ljóst að viðtal BB við Halldór Halldórsson var hluti af sjónarpili Sjálf- stæðisflokksins þegar koma þurfti nýjum manni í fyrsta sæti á lista flokksins. Nefni- lega Halldóri sjálfum. Hvort að blaðið tók þátt í því sjónar- spili verða aðstandendur þess að svara. Ég trúi því nú raunar ekki. Trúlega hafa þeir ekki vitað hvernig var í pottinn búið. En það tókst og þar við situr. Tökumst á við framtíðina Byggð á Vestfjörðum á í vanda. Þeir sem hér vilja og ætla að búa þurfa að takast á við þann vanda. Öðruvísi verður hann ekki leystur. Þar verða að víkja þröngir einka- hagsmunir og þröngir flokks- hagsmunir. Vandinn verður ekki leystur með því að telja sér trú um að hann hverfi af sjálfum sér. Hann verður held- ur ekki leystur með sjálfum- gleði og sjálfshóli. Sjálf- stæðisflokkurinn í Ísafjarðar- bæ hefur ákveðið að leggja allt sitt undir í baráttu um at- vinnuöryggi eins manns. Nefnilega að tryggja atvinnu Halldórs Halldórssonar. Önn- ur framboð verða að huga að öllum hinum. Það verður gert. Magnús Reynir Guðmundsson skrifar ,,Sveitarstjórn, sem gerir ekki allt sem hún megnar til að bregðast við atvinnuleysi, bregst trúnaði fólksins“ „Sveitarfélög skulu vinna að sameiginlegum velferðar- málum íbúanna..“ Augnlæknir verður með móttöku á Ísafirði dagana 18. - 22. mars Háls-, nef- og eyrnalæknir verður með móttöku og aðgerðir á Ísafirði dagana 21. - 23. mars Tímapantanir síma 450 4500, á milli kl. 8,oo - 16,oo alla virka daga. atvinnuöryggi. Bæjarstjórn ber að krefjast réttlætis Á síðustu árum hefur sterk- um og öflugum atvinnufyrir- tækjum í Ísafjarðarbæ fækkað mikið og margir, sem áður störfuðu hjá þessum fyrir- tækjum, hafa misst vinnuna. Þeir eru nú einhverjir atvinnu- lausir eða hafa leitað til ann- arra sveitarfélaga eftir vinnu. Þegar fólk missir vinnuna, margt eftir áratuga starf hjá sama fyrirtækinu, þá er eins og fótum sé kippt undan tilveru þess. Það missir það öryggi sem góð og örugg vinna hefur veitt því í gegnum tíðina. Og ef það fær ekki nýja vinnu í heimabyggðinni og neyðist til að leita í aðra landshluta, þarf það að hrökklast frá húsum sínum, sem oft er ekki hægt að selja, og verður að leigja húsnæði á nýjum stað fyrir háar upphæðir. Það missir tengslin við vini sína og nágr- anna og saknar heimahaganna. Líf þessa fólks er í uppnámi. Og flest af þessu fólki vill helst hvergi annars staðar vera en á þeim stað sem hefur fóstr- að það og látið því líða vel á meðan allt lék í lyndi. Á meðan atvinnan var trygg og örugg. Á meðan réttlæti ríkti í land- inu. Það er beinlínis rangt, sem ýmsir sem ekki þekkja til halda fram, að hér í Ísafjarðarbæ vilji fólk ekki búa, fái það að nýta þá kosti sem landið og sjórinn gefur. Hagsmunir flokkanna víki Því eru nú þessi orð sett á blað, að minna á skyldur sveit- arstjórna til að vinna að sam- eiginlegum velferðarmálum íbúanna. Sveitarstjórn, sem gerir ekki allt sem hún megn- ar til að bregðast við atvinnu- leysi, sem upp kemur, bregst trúnaði fólksins. Hún á að nota alla krafta sína til að krefjast úrbóta og réttlætis. Hún á liðka fyrir þeim góðu fyrirtækjum, sem fyrir eru á svæðinu, til að þau geti fært út kvíar sínar og fjölgað störfum. Hún á að taka undir þær sjálfsögðu kröfur, ábyrgra stjórnmálamanna, sem segja að við eigum að fá að nýta alla möguleika okkar til lands og sjávar og hún á að krefjast breytinga á þeim ólögum, sem hafa heimilað fólki og fyrirtækjum að flytja frá okkur lífsbjörgina, án þess að nokkuð kæmi í staðinn. Sveitarstjórnarfólk á að gæta sjálfsvirðingar sinnar og flytja mál sitt gagnvart ríkisstjórn og ráðherrum með reisn og af einurð og festu, en ekki taka undir með þeim, sem aug- ljóslega vinna gegn hags- munum okkar byggðarlags. Sveitarstjórnarmenn og kon- ur eiga að nýta þá möguleika sem felast í því að eiga valdamikla flokksbræður og flokkssystur á Alþingi. Sjálf- stæðis- og framsóknarfólk í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hefði fyrir löngu átt að láta brjóta á sér þegar ríkisstjórnin hefur hunsað sjálfsagðar kröfur fólksins í hinum dreifðu byggðum Íslands til að fá að lifa af í sinni heimabyggð. Til- lögur um einhverjar milljónir sem dúsu til sjávarbyggða í stað ákvörðunar um að banna sjómönnum og fiskvinnslu- fólki að stunda sína sérgrein áfram, eru einhver grófasta móðgun sem landsbyggðafólk hefur orðið fyrir frá núverandi ríkisstjórn. Sveitarstjórn sem situr und- ir slíkri móðgun er ekki starfi sínu vaxin. Stöndum saman að endurreisn Í okkar bæjarfélagi, Ísa- fjarðarbæ, finnst mörgum að ekki hafi verið nógu vel unnið á líðandi kjörtímabili. Finnst að bæjarstjórnin hafi ekki unnið sem skyldi að málum þeirra, sem misst hafa vinnuna. Finnst að lítið hafi komið í stað þeirra hundruða starfa sem tapast hafa í sjómennsku og fiskvinnslu, svo dæmi séu tekin. Hér þarf að verða breyting á til batnaðar. Við verðum, þótt erfitt kunni að reynast, að byggja upp grunninn, sem til- vera Ísafjarðarbæjar hefur byggst á og kemur til með að byggjast á um ókomin ár. Við verðum að standa saman.

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.