Bæjarins besta


Bæjarins besta - 13.03.2002, Side 5

Bæjarins besta - 13.03.2002, Side 5
MIÐVIKUDAGUR 13. MARS 2002 5 smáar Styrkir til at- vinnumála kvenna Félagsmálaráðuneytið hefur á þessu ári heimild til að úthluta í styrki 20 milljónum króna til atvinnumála kvenna. Tilgangur styrkveitinga er einkum að auka fjölbreytni í atvinnulífi, viðhalda byggð um landið og efla atvinnutækifæri á landsbyggð- inni, auðvelda aðgang kvenna að fjármagni og draga úr atvinnuleysi meðal kvenna. Áhersla er lögð á að greinargóð lýsing á verkefni fylgi umsókn, sundurliðuð kostnað- aráætlun svo og að fram komi hvort leitað hafi verið til annarra um fjárstyrk. Helstu reglur um styrkveitingar eru: · Forgang njóta nýsköpunarverkefni sem þykja líkleg til að fjölga atvinnutækifærum kvenna. Svæði þar sem hlutfall atvinnulausra kvenna er hátt og fábreytni í atvinnulífi eru þar með talin. · Allar konur hvaðanæva af landinu geta sótt um styrk. · Styrkir eru ekki veittir til verkefna þar sem styrkveiting gæti skekkt samkeppn- isstöðu gagnvart aðila í hliðstæðum at- vinnurekstri. · Stofnstyrki er heimilt að veita að hámarki 25% af stofnkostnaði til véla og tækjakaupa og einnig vegna húsnæðis til hópa. · Ekki eru veittir rekstrarstyrkir. · Ekki eru veittir styrkir til listiðnaðar en tekið er tillit til nytjalistar. · Ekki eru veittir styrkir til tímabundinna verkefna sem ekki eru atvinnuskapandi. · Ekki eru veittir styrkir til verkefna sem njóta greiðslna úr almannatryggingakerfinu. · Framlag af hálfu ríkisins fer aldrei yfir 50% af heildarkostnaði við verkefnið. · Hámarksstyrkur á verkefni er 2,5 milljónir króna. · Til að verkefnið sé styrkhæft í annað eða þriðja sinn þarf fyrir að liggja greinargerð vegna fyrri styrkveitinga. · Vegna mikils fjölda umsókna má búast við að styrkveitingar nái hvorki ofangreindum hámarkshlutföllum eða -upphæð. Umsóknareyðublöð fást á Vinnumála- stofnun, Hafnarhúsi við Tryggvagötu, Reykja- vík, sími 515 4800 og á heimasíðu stofnun- arinnar www.vinnumalastofnun.is. Umsókn- areyðublöð er einnig hægt að nálgast hjá Impru, Iðntæknistofnun og hjá atvinnu- og iðnráðgjöfum á landsbyggðinni. Umsóknar- frestur er til 5. apríl 2002. Umsóknir eru metnar af sérstökum ráðgjaf- arhópi sem starfar á vegum Vinnumálastofn- unar. Við mat á einstökum hugmyndum vega nýnæmi og raunhæfni mestu. bb.is Dagblað á netinu! Óska eftir snjóbretti fyrir lítinn pening. Uppl. í síma 456 4428 og 691 4365. Til sölu er Hókus Pókus stóll. Verð kr. 5.000. Uppl. í síma 456 3608. Til sölu er Skoda Favorite árg. 1995 með lokuðum kassa, ekinn 60 þús. km. Uppl. í síma 892 4844. Gullfiskaskál eða lítið fiskabúr óskast (mætti vera með nokkrum fiskum). Uppl. í síma 456 4542. Íbúð eða hús óskast (5 herb.) óskast til leigu í mánuð, frá maí til júní. Upplýsingar í síma 862 0501 og 555 4771. Tveir barnabílstólar (0- 16 kg) til sölu. Upplýsingar í síma 456 3888. Svört Ray-ban sólgleraugu töpuðust í neðri bænum á Ísafirði í síðustu viku. Finnandi hafi samband í síma 690 7172. Til sölu er hvítur Ibanez rafmagnsgítar. Upplýs- ingar í síma 698 5355. Óska eftir að kaupa ódýrt snjóbretti, bindingar og skó. Bretti ca. 150 cm. og skór nr. 41-42. Uppl. í síma 867 4890 (Haukur). Er með til sölu nokkur pör af notuðum skíðakloss- um. Stærðir: 81/2, 7-8, 3-6 og tvenn pör nr. 32. Einnig skíði, 120 cm, með binding- um. Á sama stað óskast keypt 150 cm skíði með beindingum. Uppl. í síma 456 7512 og 849 8697. Til sölu er Volkswagen Golf, 4x4, station, árg. 1997, ekinn 96 þús. km. Fylgihlutir: Sumardekk á álfelgum, dráttarkrókur. Skipti möguleg á ódýrari bíl. Uppl. í síma 892 1688. Óska eftir að leigja í sumar á Ísafirði, júní-sept., 3ja herb íbúð auk stofu, eldh., baði og húsgögnum. Uppl. í síma 893 5414. Til sölu Toyota Corolla á'72, nýskoðaður. Selst ódýrt. Uppl. í síma 456 4028. Málverk 120x150 af bát- um í nausti eftir Veturliða Gunnarsson.Uppl. í síma 456 3068. Til sölu er 4ra herb. íbúð að Túngötu 18 á Ísafirði. Íbúðin er laus. Uppl. í síma 456 4014 e.kl. 20 á kvöldin. Óska eftir að kaupa göngu- skíði fyrir 8 ára krakka ásamt skóm og stöfum. Skóstærð ca. 35. Uppl. í síma 456 7295 e.kl. 17 eða í síma 691 2111. Til leigu lítið einbýlishús á eyrinni með 2 svefnherb. Leiga 35þús. á mán. Uppl. í síma 863 3851. Hundabúr óskast. Uppl. í síma 456 3388. Til sölu Toyota Corolla Touring árg. '99. Kóngabíll. Uppl. í síma 456 7595. Hreindýrakjöt til sölu. Uppl. í síma 456 5484 og 692 3580. Til sölu er rörahilla og lítill glerskápur. Uppl. í síma 456 4681. Óska eftir klósetti, ód. eða gefins. Uppl. í s. 869 4849. Óska eftir einbýlishúsi á einni hæð. Helst inni í firði. Uppl. í síma 456 4088. Meðleigjandi óskast að íbúð í Reykjavík. Uppl. í síma 867 2368 e.kl. 17. Óska eftir hamstrabúri ódýrt eða gefins. Uppl. í síma 456 5250. Til sölu hillusamstæða. Uppl. í síma 456 3014. Til sölu Benefon NMT hand-farsími. Verð 15.000. Uppl. í síma 456 4664. Á miðvikudag í síðustu viku barst Verðbréfaþingi Ís- lands tilkynning þess efnis að Afl fjárfestingafélag hefði keypt hlutabréf í Hraðfrysti- húsinu-Gunnvöru að nafn- verði kr. 915.760. Voru bréfin keypt á genginu 6,13 þannig að félagið greiddi fyrir þau rúmlega 5,6 milljónir króna. Eignarhlutur Afls fjár- festingafélags eftir kaupin nemur kr. 120.207.598,- að nafnverði en var áður kr. 115.861.838. Aðaleigandi Afls og stjórnarformaður er Þorsteinn Vilhelmsson en hann á jafnframt sæti í stjórn Hraðfrystihússins-Gunnvara. Í vikunni þar á undan keypti Afl fjárfestingafélag hlutabréf í fyrirtækinu að nafnvirði kr. 73.520.003. Voru bréfin þá keypt á genginu 4,90 en það hefur hækkað nokkuð síðan og var komið í 6,13 í síðustu viku. Eykur enn hlut sinn í Hrað- frystihúsinu-Gunnvöru hf. Afl fjárfestingarfélag Guðni Geir Jóhannesson, bæjarfulltrúi, skipar efsta sæt- ið á lista Framsóknarflokksins fyrir sveitarstjórnarkosningar- nar í vor. Þetta var ákveðið á fundi stjórnar Framsóknarfé- lags Ísafjarðarbæjar sem hald- inn var á fimmtudagskvöld. Eftirtaldir átján einstakling- ar skipa listann fyrir kosning- arnar í vor: 1. Guðni Geir Jóhannesson, Ísafirði. 2. Svanlaug Guðna- dóttir, Ísafirði. 3. Björgmund- ur Guðmundsson, Flateyri. 4. Jón Reynir Sigurvinsson, Ísa- firði. 5. Guðríður Sigurðar- dóttir, Ísafirði. 6. María Vals- dóttir, Þingeyri. 7. Sigríður Magnúsdóttir, Flateyri. 8. Þor- valdur Þórðarson, Suðureyri. 9. Elías Oddsson, Ísafirði. 10. Hildigunnur Guðmundsdóttir, Bíldudal. 11. Jón Reynir Sig- urðsson, Þingeyri. 12. Ás- valdur Guðmundsson, Þing- eyri. 13. Gréta Gunnarsdóttir, Ísafirði. 14. Bergsveinn Gísla- son, Dýrafirði. 15. Hrafn Guð- mundsson, Ísafirði. 16. Stein- þór Ólafsson, Dýrafirði. 17. Þröstur Óskarsson, Ísafirði. 18. Sigurður Sveinsson. Segir Svanlaug Guðna- dóttir, sem er í öðru sæti list- ans, að mikil samstaða hafi verið um skipan listans og til- laga uppstillingarnefndar ver- ið samþykkt samhljóða. Sjálf segist hún ekki vera alveg ókunn þessum málum því hún hafi átt sæti á framboðslistum flokksins í kosningum síðustu árin, en hins vegar hafi hún aldrei verið í baráttusæti eða mjög ofarlega á lista. Nú væri hún hins vegar að ljúka námi í vor og hefði þar af leiðandi meiri tíma aflögu til að sinna framboðsmálum og bæjarpóli- tík. Telur Svanlaug að flokk- urinn eigi góða möguleika að fá tvo fulltrúa kjörna í kosning- unum í vor. Framboðslisti Framsóknarflokksins Guðni Geir skipar efsta sætið

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.