Bæjarins besta


Bæjarins besta - 13.03.2002, Page 6

Bæjarins besta - 13.03.2002, Page 6
6 MIÐVIKUDAGUR 13. MARS 2002 Færeyskur þunglyndissjúklin lausgirtur Ameríkani og tantr Ísfirðingurinn Eiríkur Örn Norðdahl hefur undanfarin ár varið megninu af sínum tíma í útlöndum. Á flakki sínu um meginland Evrópu og Skandinavíu hefur hans kynnst mörgum áhugaverðum og á köflum vafasömum persónum, þar á meðal færeyska verðlaunaskáldinu og þung- lyndissjúklingnum Petur Jensen og hinum lausgirta ameríkana Amanda Lee, sem trúði því að tilgangur jarðvistarinnar væri að dreifa ástum sínum sem víðast. Ytra hefur Eiríkur unnið við skipasmíðar í Þórs- höfn í Færeyjum, ræstingar um borð í drykkjupramma sem sigldi um Eystrasalt og sem matsveinn í tantra-leikskóla í Hels- inki í Finnlandi. Þegar lítið hefur verið að gera hefur Eiríkur varið tíma sínum í rit- störf og gaf hann út smásögur fyrir þar- síðustu jól. Hann er nú langt kominn með sína fyrstu skáldsögu, en útgáfudagur hefur þó ekki enn verið ákveðinn. „Ég hef verið að vinna að þessari skáldsögu í rúm tvö ár og er nú á þriðja uppkasti. Sagan er mjög lauslega byggð á ferðalagi sem ég fór og eftir því sem ég vinn bókina meira, því fjær færist hún sannleikan- um. Þar að auki er ég að vinna að ljóðabókinni Heimsenda- pestir sem ég ætla að gefa út sjálfur. Mig langar að hafa hana í vönduðum umbúðum en ekki bæklingaumbroti, því þá er hætt við að fólk hendi bókinni eftir að hafa lesið hana.” Afi barðist með nasistum í stríðinu Eiríkur fæddist á Ísafirði fyrir tæpum 24 árum. „Ég er sonur Hrafns Norðdahl verk- stjóra í Básafelli, eða Miðfelli eins og það heitir núna, og Herdísar Hübner grunnskóla- kennara. Afi minn í móðurætt var Erich Hübner. Sá var þýsk- ur og barðist með nasistum í síðari heimstyrjöldinni. Á endanum var hann tekinn til fanga af Bretum og gerður að kokki á breskum herdalli. Til er saga af því þegar breskur generáll kom eitt sinn um borð í skipið og heimtaði að fá Yorkshire búðing. Afa vantaði mót til að búa til búðinginn en dó ekki ráðalaus, heldur fór upp á dekk þar sem stóð Rolls Royce bifreið. Hann logskar eitt brettið af bílnum, skóf inn- an úr því og þreif það duglega og lagaði eftirmatinn fyrir generálinn sem var víst hæst- ánægður með árangurinn. Eftir stríð flutti hann til Ís- lands og kynntist ömmu minni, Halldóru Finnbjörns- dóttur, dóttur Finnbjörns mál- ara á Ísafirði. Eftir að Erich afi flutti til Ísafjarðar spilaði hann oft djass með Villa Valla, lék þar á trommur og þótti víst feikna góður. Afi minn í föðurætt var Magnús Norðdahl. Hann var einn af stofnmeðlimum kommúnistaflokksins á Siglu- firði sem vann sér það til frægðar á upphafsdögum sínum að efna til samskota og safna þannig fyrir traktor sem síðan var sendur Stalín. Þann- ig lagði afi sitt af mörkum í byltingunni.” Arfgeng vinstrivilla Félagshyggjumennska Magnúsar Norðdahl virðist hafa gengið í erfðir niður karl- legginn, því bæði Eiríkur og faðir hans hafa haldið sig á vinstri kanti stjórnmálanna. Þó segir Eíríkur að oft sé erfitt að átta sig á því hvar pabbi sinn sé staddur í hinu pólitíska litrófi. „Pabbi er hálfgerð flökkukind í stjórnmálum og passar illa inn í allar skilgrein- ingar. Hann var harður komm- únisti á sínum tíma en virðist hafa færst örlítið frá hugsjón- inni.” Er hann þá orðinn mjúkur krati í dag? „Það er kannski ekki bein- línis hægt að segja að hann sé mjúkur. Pabbi hefur vissulega skoðanir á hlutunum og er ekki orðinn lágróma þegar hann talar um stjórnmál, síður en svo.” Oftrú á frjálsar ástir Eiríkur hóf sitt flakk í út- löndum fyrir um þremur árum síðan. Fyrst fór hann til Dan- merkur og gekk í kennara- skóla. „Þetta var einn af hinum alræmdu Tvind háskólum sem hafa verið mikið í fréttum að undanförnu vegna gruns um gífurleg skattsvik, heilaþvott og annað miður skemmtilegt. Ég var sem betur fer ekki nema tvær eða þrjár vikur í þessum skóla. Þá var mér farið að finnast starfsemin meira en lítið vafasöm og ákvað að stinga af ásamt stelpu sem ég kynntist í skólanum. Sú heitir Amanda Lee og var Poly- amorísk, eða fjölásta, og trúði því að það væri heilög skylda manna að dreifa ástum sínum eins víða og hægt væri og naut ég að vissu leyti góðs af því. Í samræmi við þessa sannfæringu sína var hún tví- kynhneigð og ansi lausgirt. Fyrst eftir strokið héldum við Amanda til í tjöldum í skógi rétt utan við Silkeborg, en húkkuðum okkur svo far niður til Strasbourg í Frakk- landi og þaðan til Parísar, Barcelona og víðar. Við flökk- uðum um Evrópu í um tvo mánuði, en í Genf í Sviss hætt- um við saman. Þá hafði oftrú Amöndu á frjálsar ástir valdið því að brestir voru komir í sambandið og skildu leiðir okkar og ég hélt til Berlínar.” Ósniðugt að skrifa fullur Í Berlín var Eiríkur í aðra tvo mánuði. „Í Berlín var ég að skrifa, eða þóttist vera að skrifa. Ég held að ég hafi lifað mig aðeins of mikið inn í bó- hem-móralinn og drakk meira en góðu hófi gegndi og fór ekkert voðalega vel með sjálf- an mig. Ég húkti í einhverri kytru með ritvélina mína og viskíflöskuna til hliðar og fannst ég vera orðinn sam- blanda af Ernest Hemingway og Charles Bukowski. Það var yfirleitt mjög gaman að skrifa á þennan máta og mér fannst allt voðalega sniðugt sem kom úr ritvélinni. Daginn eftir komst ég hins vegar oftast að því að ég hafði skrifað ein- tóma þvælu.” Heyrst hefur af smásögum sem þú gafst út fyrir þarsíð- ustu jól sem byggðar eru á persónum úr þínu lífi. Skrif- aðirðu einhverjar slíkar í Ber- lín? „Nei, ég held að það hafi voðalega lítið orðið úr því sem ég skrifaði í Berlín. Þessar smásögur sem ég seldi fyrir jólin 2000 skrifaði ég flestar í ritlistarkúrsi hjá Nirði P. Njarðvík í Háskólanum.” Lærði að „tosa føroyskt” Eiríkur kom heim frá Berlín síðla árs 1999 og fór að vinna við afleysingakennslu í Grunnskólanum á Ísafirði og um helgar í sambýlinu Bræð- ratungu. Ekki entist hann lengi á Íslandi í það skiptið. „Strax í mars var útþráin komin í mig aftur og stakk ég þá af til Færeyja. Fyrst um sinn var ég atvinnulaus og dundaði mér við að skrifa, en fékk svo vinnu í Tórshavnar Skipasmiðja, eða Skipa- smíðastöð Þórshafnar. Þar lærði ég að „tosa føroyskt”, eða tala færeysku og hætti að lokum að kippa mér upp við áletranir eins og „Frelsunar- herurinn” og „Bert starfsfólk.” Þunglynt verð- launaskáld og ofdrykkjumaður Ein ástæða þess að Eiríkur fór til Færeyja var sú að fyrir nokkrum árum, þegar hann var að tína appelsínur á Kúbu í þágu byltingarinnar, kynntist hann fáeinum færeyskum stelpum. „Strax eftir að ég lenti á flugvellinum í Vágar fór ég til bæjarins Sörvágur. Af ein- skærri tilviljun hitti ég þar tvær vinkonur mínar sem voru hvor á sinni ráðstefnunni sem haldin var í sömu götunni. Önnur var á vegum Þjóð- veldisflokksins sem vill sjálf- stæði Færeyja, en hin á vegum jafnaðarmanna sem eru á móti sjálfstæði. Ég fékk að gista hjá þjóðveldisfólkinu og um leið og ég gekk inn í þeirra búðir sá ég fólk sitja hugsi á svip, skrifandi eitthvað niður og hlustandi á Bob Marley. Ég skynjaði strax að þarna var eitthvað mikið að gerast, eða í það minnsta átti greini- lega að líta út fyrir að eitthvað mikilvægt væri í gangi. Þetta kvöld kynntist ég því þunglyndasta gerpi sem ég hefi nokkurn tímann hitt. Sá heitir Petur Jensen og hafði fengið æðstu bókmenntaverð- laun Færeyja fyrir ljóðabókina „Ongin sól er til”, en titill bókarinnar lýsir sálarástandi mannsins mjög vel. Petur var mikill drykkjurútur og hitti ég hann sjaldan eða aldrei ófull- an. Annar dagur minn í Færeyj- um byrjaði á því að Petur Jen- sen tilkynnti mér að hann langaði mikið að deyja. Einn- ig lét hann mig vita af því að hann hafi alltaf langað til að leika í Baywatch þáttunum, en eftir þá opinberun strunsaði hann út og hljóp í sjóinn. Þeg- ar hann hafði vaðið upp að mitti snéri hann við, kom inn og sagði „Eiríkur, mér er kalt”. Nú er þessi maður hættur að skrifa ljóð og er farinn að syngja með rokksveitinni Clickhaze.” Vafasamur leigusali Þegar Eiríkur kom til Þórs- hafnar fór hann að leita sér að íbúð. „Ég fékk loks inni hjá mjög vafasömum einstakl- ingi. Sá er helsti eiturlyfjasal- inn í Færeyjum og er mjög skuggalegur náungi. Af ýms- um ástæðum var mjög skraut- legt að búa með þessum manni, meðal annars vegna þess að hann stundaði sadó- masókíst kynlíf í herberginu við hliðina og heyrðust þaðan iðulega flengingasmellir og óp sem ég skemmti mér kon- unglega við að hlusta á. Ekki voru þó allir jafn ánægðir með þessar aðfarir stráksa. Einn föstudaginn flutti kona í næstu íbúð. Þá um kvöldið var kátt í dýflissunni og einnig á laug- ardagskvöld. Lætin hafa ef- laust sært blygðunarkennd konunnar, því á sunnudegi sagði hún upp íbúðinni.” Allt varð að vera í röð og reglu „Þegar þessi vandaði leigu- sali minn var í rúskasti, eins og hann yfirleitt var, stóð stöð- ugur straumur fólks í fíkni- efnaleit heim til okkar. Stund- um hvarf maðurinn í einhvern tíma, en það þýddi ekkert endilega að fólkið hætti að koma. Það kom svo reglulega fyrir að hann ætlaði að taka sig á og hætta í ruglinu. Þegar svo- leiðis stóð á, varð hann voða- lega smámunasamur og hund-

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.