Bæjarins besta


Bæjarins besta - 13.03.2002, Page 12

Bæjarins besta - 13.03.2002, Page 12
bb.is ÓHÁÐ Á VESTFJÖRÐUMFRÉTTABLAÐ Stofnað 14. nóvember 1984• Sími 456 4560 •Fax 456 4564 • Netfang: bb@bb.is • Verð kr. 200 m/vsk – öflugur frétta- og upplýsingamiðill! Menntaskólinn á Ísafirði Fær umbun vegna bættrar rekstrarstöðu Menntaskólinn á Ísafirði skilaði fjögurra milljóna króna rekstrarafgangi um síðustu áramót í stað átta milljón króna halla árið áður samkvæmt ársuppgjöri rík- isbókhalds. Þetta kom fram á fundi skólanefndar Menntaskól- ans á Ísafirði sem haldinn var 4. mars sl. þar sem ársskýrsla skólans og áætlun fyrir næsta ár voru lagðar fram. Skýrði Ólína Þorvarðardóttir, skóla- meistari, frá því að mennta- málaráðuneytið hefði af þessu tilefni bætt tveimur milljónum króna við fjárveitingar skól- ans í ár sem uppbót og umbun vegna bættrar rekstrarstöðu. Mun skólinn því byrja fjár- lagaárið með sex milljónir í forgjöf sem þýðir að staðan hefur vænkast um 14 milljónir frá því sem var um þarsíðustu áramót. Menntaskólinn á Ísafirði. Þeir kalla ekki allt ömmu sína, ræðararnir í kajakklúbbi Ísfirðinga, og láta ekki smávegis íshröngl aftra sér frá því að sigla á Pollinum í Skutulsfirði. Í byrjun síðustu viku var átta stiga frost á Ísafirði en bjart og stillt veður. Ræðarinn á myndinni var ekki á því að leggja árar í bát nema síður væri, þótt frostið biti kinnar. Vestfirskir ræðarar bíða sumarsins og er ljóst að þeir ætla ekki að heilsa sumri nema í toppþjálfun, sem fæst víst ekki án þess að róa sem ákafast hvenær sem færi gefst. Róið í ís- hröngli á Pollinum í Skutulsfirði Í síðustu viku stóðu yfir upptökur á barnaefni fyrir sjónvarpsþáttinn „Stund- ina okkar“ á Ísafirði. Í samtali við blaðið sagði Hlíf Ingibjarnar- dóttir, skrifta hjá Ríkis- sjónvarpinu, að hópurinn hefði komið til Ísafjarðar að morgni þriðjudags og yrði við tökur á Ísafirði og nágrenni fram eftir vikunni. Voru bæði Ásta og Keli með í för því verið var að taka upp heilan þátt sem sýndur verður í Ríkis- sjónvarpinu 24. mars nk. Ásta og Keli á Ísafirði Tveir knattspyrnumenn úr Boltafélagi Ísafjarðar hafa verið valdir til æfinga með landsliði Íslands. Halldór Ingi Skarphéðins- son, markvörður, er valinn til æfinga með 17-19 ára lands- liðinu og Matthías Vilhjálms- son hefur verið valinn til æf- inga með 15-17 ára landslið- inu. Halldór Ingi hefur nú þeg- ar farið á þrjár æfingar með landsliðinu og Matthías tvis- var. Æfa með landsliðinu Tveir leikmenn Boltafélagsins Ný brú byggð yfir Ósá við Bolungarvík Vegagerðin hefur óskað eft- ir tilboðum í gerð steyptra nið- urrekstrarstaura fyrir brú sem byggja á yfir Ósá við Bolung- arvík. Kristján Kristjánsson, deildarstjóri hjá Vegagerðinni á Ísafirði, sagði í samtali við blaðið að framkvæmdir við brúna hæfust í vor. Um er að ræða nýja tví- breiða brú sem verður talsvert neðar en núverandi brú, eða á nesinu neðan við bæinn Neð- ri-Ós. Þá verður lagður nýr vegur í tengingu við brúna,um 1,2 km að lengd, ásamt teng- ingu við Syðridalsveg. Gamla brúin yfir Ósá er einbreið og var byggð árið 1949. Fram- kvæmdin mun stytta vega- lengdina á milli Bolungarvík- ur og Ísafjarðar nokkuð og fjarlægja vinkilbeygju við bæ- inn Efri-Ós. Loftmynd af svæðinu.

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.