Bæjarins besta


Bæjarins besta - 10.07.2002, Qupperneq 4

Bæjarins besta - 10.07.2002, Qupperneq 4
4 MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 2002 Fjölmargir gestir á landsmóti harmonikkuunnenda gistu á túninu fyrir framan gamla sjúkrahúsið á Ísafirði og myndaðist þar skemmtileg „bæjar-stemmning“ alla mótsdagana. Vel heppnuðu landsmóti harmonikkuunnenda lokið Rúmlega 1000 manns á dansleik í íþróttahúsinu Landsmóti harmonikku- unnenda lauk með stór- dansleik í íþróttahúsinu á Torfnesi á laugardagskvöld. Varla fór fram hjá nokkrum Ísfirðingi hvar mótið var haldið, en alla síðustu viku bergmáluðu harmonikkutón- ar í fjöllunum við Skutuls- fjörð. Ásgeir S. Sigurðsson, formaður Harmonikkufélags Vestfjarða, segir mótið hafa verið vel heppnað í alla staði. „Það eru allir ánægðir með hvernig til tókst, bæði mótshaldarar og gestir. Veð- ursældin spillti ekki fyrir og gerði gott mót enn betra“, segir Ásgeir. Aðspurður um fjölda gesta segir Ásgeir erfitt að nefna ákveðna tölu. „Það er frekar erfitt að átta sig á því vegna þess að margir fengu gistingu í heimahúsum og lágu því illa við talningu, en við teljum að um 1.000 manns hafi verið á lokadansleik í íþróttahúsinu á Torfnesi, þar af um 800 aðkomumenn“, segir Ásgeir. „Margir mótsgesta höfðu aldrei áður á Vestfirði komið og höfðu orð á því hversu fallegt umhverfið væri. Margir töluðu líka um að vegir á Vestfjörðum væru miklu betri en þeir hefðu þorað að vona. Þá voru þeir erlendu gestir sem sóttu mótið mjög ánægðir með móttökur Ís- lendinga“, segir Ásgeir S. Sigurðsson, formaður Harmonikkufélags Vest- fjarða og einn skipuleggj- enda landsmótsins. Með- fylgjandi myndir tóku ljósmyndarar blaðsins á meðan á mótinu stóð. Fleiri myndir frá mótinu munu birtast á svipmyndum á bb.is í vikunni. Rúmlega eitt þúsund manns voru samankomin á dansleik í íþróttahúsinu á Torfnesi á laugardagskvöld. Nikkurnar þandar af snilld í íþróttahúsinu á Torfnesi. Fjölmenni var við setningarathöfn harmonikkumótsins sem fram fór á Silfurtorgi. Nikkurnar þandar á tjaldstæðinu við gamla sjúkrahúsið... ... sem og á dansleik á veitingastaðnum Á Eyrinni.

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.