Bæjarins besta - 10.07.2002, Qupperneq 5
MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 2002 5
smáar
Tvær kanínur, karl og kerling,
fást gefins. Uppl. gefur Bjarni í
síma 456 4380.
Til sölu eru California línuskaut-
ar með plastdekkjum. Nýir og
lítið notaðir. Verð kr. 2.500.-
Uppl. í síma 456 4428.
Til sölu er píanó. Uppl. í síma
456 4413 eftir kl. 18.
KFÍ óskar eftir tilboði í gangfær-
ann Mazda 323 árg. 1982 á
vetrardekkjum. Upplýsingar í
síma 892 4896.
Til sölu er Sega Mega tölva með
18 leikjum á kr. 2.500. Uppl.
í síma 456 4428.
Einbýlishús í Bolungarvík er til
sölu eða leigu. Skipti á íbúð á
Ísafirði kemur til greina. Upp-
lýsingar í símum 456 7221 og
866 0223.
Ásta R! Þú gleymdir Speedo
bakpokanum þínum í Snyrtihús-
inu. Hafðu samband.
Til sölu er Fella 166, sláttuþyrla,
dragtengd rekstrarvél og keðju-
sög (rafmagns). Uppl. í símum
456 7783 og 456 7740.
Til leigu eða sölu eru tvær nýleg-
ar 2ja og 3ja herb. íbúðir á eyr-
inni. Uppl. í síma 894 6666.
Til sölu er húsnæði Baðstofunn-
ar að Silfurgötu 9. Upplýsingar
í síma 456 4229.
Til sölu er nýleg Brio barnakerra.
Uppl. í síma 861 4654.
Til sölu er Subaru Impresa, rauð
að lit, ekinn 100 þús. km., árg.
1996. Vetrardekk fylgja. Ásett
verð er kr. 500 þúsund. Uppl.
í síma 898 7698.
Fjögurra manna fjölskyldu vant-
ar 4ra herb. íbúð til leigu á Ísa-
firði frá 30. ágúst. Uppl. í síma
477 1927 og 698 2227.
Til sölu eru tvö ný silunganet
og AEG eldavél. Á sama stað
fæst borðstofuborð og sex stól-
ar. Uppl. í síma 456 3976.
Vegna flutnings er til sölu King
Size, amerískt rúm, sófasett, ís-
skápur, þvottavél og þurrkari.
Uppl. í síma 456 3115.
Ungt, reyklaust og reglusamt
par óskar eftir að leigja íbúð á
Ísafirði. Erum bíllaus. Hringið í
síma 866 9870 eftir kl. 17.
Töku að okkur hvers konar þrif
á bílum. Upplýsingar í síma 896
0542.
Til sölu er Zetor traktor, 4x4,
ásamt góðum vagni. Ámokst-
urstæki fylgja, árg. 1999. Uppl.
í s. 456 7398 og 892 3652.
Til leigu er lítil íbúð á eyrinni á
Ísafirði. Laus frá og með 15.
júlí. Uppl. í síma 896 0542.
Framkvæmdir við frágang
lóðar á hinni nýju þjónustu-
miðstöð Súðavíkurhrepps
hefjast innan tíðar, en eins og
komið hefur fram hér í blaðinu
var ágreiningur varðandi út-
boð á verkinu. Ásel ehf. átti
lægsta boð í verkið, sem hljóð-
aði upp á kr. 15.359.310, en
BJ-verktakar buðu tæplega
50.000 krónum hærra og vildu
forsvarsmenn fyrirtækisins
meina að galli hefði verið á
útboðinu.
Í kjölfar kvartana frá BJ-
verktökum leitaði Súðavíkur-
hreppur álits lögfræðings á
málinu, en því hefur nú lyktað
með þeim hætti að tilboði
Ásels var tekið, enda telur
Súðavíkurhreppur sig í fullum
rétti til þess að velja og hafna
tilboðum að vild. Munu því
framkvæmdir við þjónustu-
miðstöðina hefjast innan tíðar.
Verkið felst í frágangi á lóð
þjónustumiðstöðvar Súðavík-
ur, hellulagningu, steypu-
vinnu, raflögnum og gerð
gróðursvæða. Einnig mun
verktakinn sjá um að útbúa
plan fyrir bensínstöð Skelj-
ungs, sem flyst fljótlega í
þjónustumiðstöðina.
Þjónustumiðstöð Súðavíkurhrepps
Ásel ehf. sér um
frágang lóðar
Hin árlega Sæluhelgi á Suð-
ureyri hefst á morgun og sem
fyrr mun vera ætlunin að gera
Sæluhelgi þessa árs að þeirri
glæsilegustu sem haldin hefur
verið. Fyrsti dagskrárliðurinn
verður kl. 13 á morgun á Ís-
versplaninu á Suðureyri, en
þar geta Sæluhelgargestir leigt
sér rafmagnsbíla á sérstöku
sæluverði sér til skemmtunar.
Þá um kvöldið frumsýnir svo
leikfélagið súgfirska Hall-
varður súgandi Sæluhelgar-
stykki ársins. „Draumur í dós“
nefnist leikrit þessa árs og er
það Súgfirðingurinn Unnar
Þór Reynisson sem fer með
leikstjórn, en hann er jafn-
framt formaður leikfélagsins.
Á föstudaginn verður einn-
ig margt um dýrðir og má þar
nefna Skothólsgöngu 11 ára
og yngri með tilheyrandi leikj-
um og fjöri og fjölskylduferð
í Staðardal þar sem ýmislegt
verður gert til skemmtunar
fram eftir kvöldi. Þá fer hin
sívinsæla Mansakeppni fram
á laugardaginn, en segja má
að Sæluhelgarhátíðin sé að
ákveðnu leyti sniðin í kringum
hana. Sem fyrr snýst hún um
að veiða sem flesta marhnúta
úr Suðureyrarhöfn á sem
skemmstum tíma. Skagfirski
sveiflukóngurinn Geirmundur
Valtýsson sér svo um fjörið á
Sæluhelgardansleiknum, sem
verður að þessu sinni með
átján ára aldurstakmarki.
Ítarlega dagskrá Sæluhelg-
arinnar má nálgast Suðureyr-
arvefnum (www.sudureyri.
is), en hér hefur aðeins verið
nefnt lítið brot af þeim fjölda
dagskrárliða sem verða í boði
á Sæluhelgi þessa árs. Sem
fyrr eru það Mansavinir sem
bera mesta ábyrgð á hátíðar-
höldunum og dagskrá þeirra.
Til þess að geta gert hátíðina
sem veglegasta verða yfir
helgina seld sérstök merki
Sæluhelgarinnar á afar vægu
verði. Auk þess að vera mikil
barmprýði veita Sæluhelgar-
merkin aðgang að öllum
dagskrárliðum helgarinnar,
utan dansleiks á laugardags-
kvöldið og leiksýninga Hall-
varðar Súganda.
Stefnt að því að hátíðin verði
sú glæsilegasta til þessa
Sæluhelgin á Suðureyri hefst á morgun
Bolungarvík
Leitað álits
sérfróðra
aðila
Bæjaryfirvöldum í Bol-
ungarvík hefur borist bréf
frá Ofanflóðanefnd þess
efnis að leitað verði álits
sérfróðra aðila á því mati
sem matsnefnd eignar-
námsbóta gerði í liðnum
mánuði. Eins og kunnugt
er ákvað bæjarstjórn Bol-
ungarvíkur að bíða við-
bragða Ofanflóðanefndar
áður en ákveðið yrði
hvernig brugðist yrði við.
„Þegar álitið liggur fyrir
mun Ofanflóðanefnd
senda okkur umsögn sem
lögð verður til umræðu í
bæjarstjórn og framhaldið
þá ákveðið“, segir Ólafur
Kristjánsson, bæjarstjóri
í Bolungarvík.
Fjölmargir gestir heimsóttu harmonikkusafn Ásgeirs Sigurðssonar um helgina
Framtíðarhúsnæði safnsins ekki fundið
Harmonikkusafn Ásgeirs S.
Sigurðssonar var opnað í
Gamla sjúkrahúsinu á Ísafirði
síðdegis á föstudag.
Fjölmenni var við opnun-
ina, enda var hún liður í dag-
skrá fjölsótts landsmóts har-
monikkuunnenda er fram fór
um helgina. Safn Ásgeirs er
nokkuð stórt, en við opnunina
bættist við 62. nikkan. Hljóð-
færið gaf Þorsteinn Þorsteins-
son úr Reykjavík. Í tölu sem
Ásgeir S. hélt við opnun safns-
ins sagði hann að sér væri efst
í huga þakklæti til þeirra fjöl-
mörgu sem hefðu aðstoðað
hann við að koma upp safninu.
Nefndi hann þar helst konu
sína, Messíönu Marzellíusar-
dóttur og Pétur Bjarnason.
Við opnunina léku þeir
Vilberg Vilbergsson og Magn-
ús Reynir Guðmundsson lag
eftir Vilberg sem bar heitið
„Vals fyrir Ásgeir“ sem var,
eins og nafnið gefur til kynna,
samið fyrir Ásgeir sjálfan.
Þess má geta að harmonikku-
safn Ásgeirs hefur fengið vil-
yrði fyrir 300.000 króna styrk
frá ríkissjóði og á hann eflaust
eftir að renna nýjum stoðum
undir rekstur safnsins.
Á sama tíma og harmo-
nikkusafnið var opnað, sýndi
Sigurjón Samúelsson frá
Hrafnabjörgum hljómplötu-
safn sitt, sem er eitt það stær-
sta á landinu. Sigurjóni þótti
vel við hæfi að leggja áherslu
á að leika harmonikkutónlist
undir það hefur enn ekki
fundist. Ásgeir segir að safnið
fari nú aftur í geymslu á heim-
ili hans þar til varanlegt hús-
næði undir það hefur fundist.
„Ég vona að bæjarfulltrúar
og -yfirvöld geti aðstoðað mig
við að finna því samastað í
bænum,“ segir Ásgeir.
frá ýmsum tímum og virtist
músíkin leggjast vel í safn-
gesti.
Aðsókn á safnið var ákaf-
lega góð alla helgina og segir
Ásgeir að viðtökurnar hafi
komið á óvart.„Safnið hlaut
stórkostlegar viðtökur,“ segir
Ásgeir. „Ég var mjög snortinn
af því hve margir Ísfirðingar
og nærsveitungar mínir komu
til þess að líta safnið augum
og það gladdi mig meira en
flest annað á helginni hvað
hinn almenni borgari sýndi
þessu tiltæki mikinn áhuga.“
Ekki er víst hvenær hinn
almenni borgari fær næst að
líta harmonikkusafnið augum,
þar sem varanlegt húsnæði
Ásgeir S. og Messíana við opnun safnsins.
Bolungarvík
4.400 tonn á
land í júní
Alls komu rúmlega
4.400 tonn af sjávarfangi
á land í Bolungarvík í
júní. Þar af var landað
rétt tæpum 3.400 tonnum
af loðnu til bræðslu og
rúmum 270 tonnum af
iðnaðarrækju. Þá komu á
land um 77 tonn af stein-
bít, 89 tonn af ýsu, 9 tonn
af ufsa og 556 tonn af
þorski. Að sögn kunnugra
er veiðin þokkaleg þegar
gefur, en bræla hefur háð
bolvískum sjómönnum
nokkuð.
Eins og svo oft áður er
Guðmundur Einarsson
aflahæstur línubáta, en
áhöfn hans veiddi alls tæp
58 tonn í júní, þar af tæp
25,5 tonn. Þá var Bernsk-
an aflahæst handfærabáta.
25% afsláttur af öll-um fatnaði fráfimmtudeginum11. júlí til laugar-dagsins 13. júlí!
40-60%
Útsalan
hefst
mánu-
daginn
15. júlí!