Bæjarins besta


Bæjarins besta - 10.07.2002, Side 12

Bæjarins besta - 10.07.2002, Side 12
ÓHÁÐ Á VESTFJÖRÐUMFRÉTTABLAÐ Stofnað 14. nóvember 1984• Sími 456 4560 •Fax 456 4564 • Netfang: bb@bb.is • Verð kr. 200 m/vsk bb.is – öflugur frétta- og upplýsingamiðill! Ingólfur Ragnarsson. Ljósmynd: varden.no. Noregur Vildu 14 ára Ísfirðing í landsliðið Ísfirðingurinn Ingólfur Ragnarsson, sonur Ragn- ars Haraldssonar og Sig- ríðar Þórðardóttur, hefur verið kallaður til æfinga með U-16 ára unglinga- landsliði Íslands í knatt- spyrnu. Ingólfur, sem varð 14 ára í apríl, hefur leikið sem framherji hjá norska liðinu Siljan að undanförnu. Fréttir herma að Ingólfur hafi staðið sig svo vel ytra að menn hafi viljað fá hann í norska unglingalandslið- ið, en þá hafi komið í ljós að Ingólfur er borinn og barnfæddur Ísfirðingur og vart gjaldgengur í landslið norskra. Þjónustuhópur aldraðra hjá Ísafjarðarbæ Vill fá greidd laun í sam- ræmi við aðrar nefndir Félagsmálanefnd Ísafjarð- arbæjar hefur ítrekað til bæjar- yfirvalda þá afstöðu sína að störf í þjónustuhópi aldraðra ættu að vera launuð til sam- ræmis við það sem gerist í öðrum fastanefndum sem starfa á vegum bæjarins. Í lögum um málefni aldr- aðra segir að sveitarfélögum sé skylt að starfrækja og fjár- magna þjónustuhóp aldraðra, en starfsemi þeirra miðast við heilsugæsluumdæmi og ber því Súðavíkurhreppur kostn- að af þjónustuhópnum ásamt Ísafjarðarbæ. Hópurinn er skipaður öldrunarlækni, hjúkrunarfræðingi, fulltrúa Félags eldri borgara og tveim- ur fulltrúum sveitarfélagsins. „Í þeim sveitarfélögum sem ég þekki til eru greidd fundar- setulaun fyrir störf þjónustu- hópa aldraðra“, segir Laufey Jónsdóttir, formaður félags- málanefndar Ísafjarðarbæjar. „Hlutverk þjónustuhópsins er mjög yfirgripsmikið og hann fundar að meðaltali einu sinni í mánuði. Það er því skoðun mín að bæjarfélagið eigi að greiða laun til nefndar- manna til samræmis við það sem gerist í öðrum sveitarfé- lögum.“ Í erindisbréfi félagsmála- nefndar kemur fram að for- maður nefndarinnar eigi jafn- framt að gegna formennsku þjónustuhóps aldraðra. Hins- vegar ákvað nefndin á síðasta fundi sínum að Hörður Högnason, sem jafnframt situr í félagsmálanefnd, tæki við formennskunni í stað Lauf- eyjar. „Þetta er liður í því að dreifa verkefnum milli nefnd- armanna í félagsmálanefnd- inni. Auk þess gjörþekkir Hörður þennan málaflokk og hefur mjög mikla reynslu í þessum efnum, sem án efa verður starfi þjónustuhópsins til mikils gagns,“ segir Laufey Jónsdóttir. Sex sænsk loðnuskip komu til hafnar á Ísafirði Ísafjarðarhöfn var þétt setin um helgina er sex sænsk loðnuskip komu til hafnar. Þetta voru skipin Ganthi, Ginneton, Polar, Tor-Ön, Torland og Bristol. Skipin verða send á loðnuveiðar í grænlenskri lögsögu eins fljótt og auðið er, en ís hamlaði siglingum á veiðislóð um helgina. Að auki lá rækjuskipið Ýmir við bryggju á Ísafirði og togarinn Páll Pálsson inn á sunnudag. S j á v a r ú t v e g s r á ð u - neytið hefur úthlutað Hraðfrystihúsinu – Gunn- vöru hf., 90 tonnum vegna tilrauna til áframeldis þorsks í kvíum. Alls var 385 tonnum út- hlutað og fékk Útgerðar- félag Akureyrar hf. jafn- stóran hlut og HG. Hraðfrystihúsið – Gunnvör hf. hefur stundað tilraunir með áframeldi þorsks í tveimur kvíum í Álftafirði og réði í vor sér- stakan starfsmann til að hafa umsjón með verkinu. Það er Þórarinn Ólafsson, sjávarútvegsfræðingur frá Háskólanum á Akureyri. HG fær 90 tonna kvóta til áfram- eldis þorsks Hnífsdalur Íþróttakennari á fertugsaldri dæmdur í Héraðsdómi Vestfjarða Héraðsdómur Vestfjarða hefur dæmt karlmann á fer- tugsaldri í 5 mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn tveimur 13 ára stúlkum og brot gegn barnaverndarlögum. Þá var hann dæmdur til að greiða hvorri stúlkunni um sig 250 þúsund krónur í miska- bætur. Maðurinn var íþrótta- þjálfari og íþróttakennari stúlknanna. Maðurinn var sakfelldur fyrir að hafa í nokkur skipti á heimili sínu strokið stúlkun- um innan og utan klæða undir því yfirskyni að um væri að ræða íþrótta- og slökunar- nudd. Þetta gerðist síðla árs annars um sjálfsvígstilraun sína og tengdi hana sakargift- um stúlknanna á hendur hon- um. Í niðurstöðu dómsins segir, að fyrir liggi vottorð um að maðurinn hafi átt við geðhvörf og þunglyndi að stríða, en dómurinn telji engan vafa leika á sakhæfi hans. Með háttsemi sinni hafi hann framið alvarlegt trúnaðarbrot gagnvart stúlkunum með því að misnota sterkt trúnaðar- traust þeirra og hrifningu, sem hann hafði öðlast í krafti stöðu sinnar sem kennari þeirra og þjálfari en þær lýstu því m.a. að maðurinn hafi verið besti vinur þeirra. Þá segir í dómnum að hátt- semi mannsins með því að senda stúlkunum SMS-skila- boð og tölvupóst hafi verið gróf og særandi í garð þeirra og til þess fallin að vekja með þeim samviskubit að ósekju. Maðurinn, sem ekki hafi sýnt merki þess að hann iðrist hátt- semi sinnar, hafi síðast angrað aðra stúlkuna með SMS-skila- boðum símleiðis í febrúar sl. Segir dómurinn að þetta horfi allt til refsiþyngingar og ekki þyki sérstakar málsbætur fel- ast í því að hann missti starfa sinn eftir að rannsókn lög- reglu hófst. Fimm mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn stúlkum 2000 og í byrjun ársins 2001 þegar stúlkurnar voru 13 ára. Þá var hann sakfelldur fyrir að hafa í apríl árið 2001 tælt aðra stúlkuna, þá 14 ára, til annarra kynferðismaka en samræðis með því að nýta sér yfirburðastöðu sína vegna aldurs- og þroskamunar. Loks var hann fundinn sek- ur fyrir brot gegn barnavernd- arlögum með því að sýna stúlkunum ruddalegt athæfi og særa þær en hann sendi annarri stúlkunni SMS-skila- boð, þess efnis meðal annars að hann væri að hugleiða sjálfsvíg, og hinni tölvupóst þar sem hann fjallaði meðal

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.