Bæjarins besta


Bæjarins besta - 27.11.2002, Page 4

Bæjarins besta - 27.11.2002, Page 4
4 MIÐVIKUDAGUR 27. NÓVEMBER 2002 Fræðsluáætlun fyrir bolfiskvinnsluna hjá HG kynnt undir hádegisverði Gómsætur hokinhali og leirgedda á borðum Stjórnendur Hraðfrysti- hússins – Gunnvarar hf. í Hnífsdal kynntu í hádeg- inu sl. föstudag fræðslu- áætlun fyrir bolfiskvinnsl- una, sem þeir hafa að und- anförnu unnið að í sam- starfi við Fræðslumiðstöð Vestfjarða. „Hingað til hefur endurmenntun starfsfólks verið tilviljun- arkennd en nú er komin áætlun fyrir bolfisk- vinnsludeildina. Á næstunni verða gerðar sambærilegar áætlanir fyrir aðrar deildir“, segir Kristján G. Jóakimsson, framkvæmdastjóri vinnslu- og markaðsmála hjá HG. Kynningin fór fram í kaffistofu fyrirtækisins í Hnífsdal. Tækifærið var notað til að bjóða starfs- fólki og gestum upp á vatnasteinbít (leirgeddu) og hokinhala, en báðar tegundirnar eru miklir „samkeppnisaðilar“ íslenska þorsksins á erlendum mörkuðum. „Hokinhalinn bragðaðist mjög vel. Það er augljóst að við munum eiga fullt í fangi með að keppa við hann á mörkuðum“, segir Kristján. Starfsfólk bolfiskvinnslu HG gæðir sér á leirgeddu og hokinhala. Starfsfólkið fylgdist af áhuga með kynningunni.

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.