Bæjarins besta


Bæjarins besta - 24.01.2001, Side 4

Bæjarins besta - 24.01.2001, Side 4
4 MIÐVIKUDAGUR 31. JANÚAR 2001 Jón Steinar Ragnarsson (t.h.) ásamt Gísla Snæ Erlingssyni leikstjóra myndarinnar Ikíngút. Handritshöfundur og leikmyndahönnuður Ikíngut Hefur unnið við kvikmyndir í tólf ár – en fæddist og ólst upp á Ísafirði, slasaðist í þorskastríði og starfaði sem barþjónn í Noregi Um jólin var frumsýnd myndin Ikíngut sem fjallar um sérstaka vináttu ungs græn- lensks drengs og íslensks prestssonar. Handritshöfund- ur og leikmyndahönnuður er Jón Steinar Ragnarsson, sonur Ragnars Áka Jónssonar fyrr- verandi sjómanns á Ísafirði, bróður Gríms Jónssonar sem lengi var í flugturninum á Ísa- firði. Afi Jón Steinars var Jón Grímsson, málafærslumaður á Ísafirði, en faðir hans og föðurbræður voru hinir þekktu Gilsbekkingar sem réðu að heita má öllu á Ísafirði fyrir einni öld. Jón Steinar er fædd- ur og uppalinn á Ísafirði og vann meðal annars við húsa- smíðar. Segja má að Jón hafi byrjað sinn feril sem leik- myndahönnuður hjá Litla leikklúbbnum en þar hann sinnti ýmsum störfum, var leikari, sviðsmaður og fleira. Beðið eftir úthlutun Um þessar mundir er Jón Steinar aðallega að vinna við gerð auglýsinga, innlendra sem erlendra. „Þar að auki hef ég verið að vinna fyrir Stöð 2. Til stendur að fara af stað með næsta skammt af fóstbræðraþáttunum sem not- ið hafa töluverðra vinsælda á landinu. Þar hanna ég og smíða leikmyndina. Annars er ég að bíða eftir úthlutun úr Kvikmyndasjóði. Stjórn sjóðsins mun ákveða sig 26. janúar en ég er með handrit þar í umsókn. Sú saga er gjörólík Ikíngut. Þetta er tragikómísk „fullorðins“ mynd um fólk, sem hefur haft endaskipti á lífsgildum sín- Úr kvimyndinni Ikíngút. um og gildismati. Ég vona náttúrlega það besta en kannski er ekki hægt að ætlast til þess að maður fái úthlutað í hvert skipti sem maður sendir inn handrit.“ Hefur alltaf dundað sér við að skrifa Jón hefur unnið sem svo- kallaður „art director“ við fjölda mynda. Hann hefur hannað og smíðað leikmyndir fyrir myndir eins og Engla alheimsins og Fíaskó en Ikín- gut mun vera fyrsta myndin sem hann skrifar handrit fyrir. „Ég hef alltaf dundað mér við að skrifa handrit og vann eitt sinn samkeppni ungra handritahöfunda sem Ríkis- sjónvarpið stóð fyrir. Sjón- varpsmenn hafa reyndar ekki enn staðið við að gera mynd eftir þeirri sögu frekar en flest- um sem unnið hafa keppnina. Á undanförnum árum hef ég reynt að færa mig meira og meira yfir í handritaskrif. Ikín- gut er afrakstur samkeppni á vegum Kvikmyndasjóðs Ís- lands og Norræna kvik- myndasjóðsins. Keppnin fór þannig fram að menn áttu að skila inn handritum að barna- og fjölskyldumyndum og hlaut hugmynd mín að Ikíngut náð fyrir sjóðunum.“ Gerði allt það sem ekki mátti gera „Mér finnst eiginlega frekar TRYGGVI GUÐMUNDSSON HDL Hafnarstræti 1 – Ísafirði Símar: 456 3940 & 456 3244 Fasteignaviðskipti TRYGGVI GU U SS H LÐ ND ON D Hafnarstr ti 1 – Ísafirði Símar: 456 3940 & 456 3244 Fax: 456 4547 – Netfang: tryggvi@snerpa.is Einbýlishús / raðhús Bakkavegur 6: 179 m² ein- býlishús á tveimur hæðum ásamt bílskúr. Húsið er mikið uppg. Áhv. 3,6 m.kr. Skipti á stærri eign möguleg. Verð 9,9 m.kr. Hjallavegur 4: 242 m² ein- býlishús á tveimur hæðum ásamt bílskúr. Fallegt útsýni. Skipti á minni eign möguleg. Tilboð óskast Hlíðarvegur 14: 170,8 m² ein- býlishús á tveimur hæðum ásamt risi. Húsið er mikið endurnýjað, ekkert áhvílandi. Verð 10,5 m.kr. Hlíðarvegur 25: 152,6 m² einbýlishús á tveimur hæðum. Húsið er mikið uppgert. Áhv. ca. 6,4 m.kr. Verð 10,2 m.kr. Hlíðarvegur 37: 185,9 m² raðhús á þremur hæðum ásamt bílskúr og einstaklingsíbúð. Skipti á minni eign koma til greina. Verð 10,2 m.kr. Hnífsdalsvegur 10: 120,9 m² einbýlishús á tveimur hæðum ásamt grónum garði og eignar- lóð. Tilboð óskast Smiðjugata 1 og 1a: glæsilegt 145,2m² uppgert einbýlishús á tveimur hæðum og kjallara ásamt 33,6 m² viðbyggingu og glæsil. garði Tilboð óskast Stakkanes 4: 144 m² raðhús á tveimur hæðum ásamt bílskúr. Skipti möguleg á íbúð á Eyr- inni. Áhv .ca. 3,5m.kr. Verð 9,5 m.kr. Stakkanes 16: 226,2 m² raðhús á tveimur hæðum ásamt bílskúr. Tilboð óskast Tangagata 21: 85,4 m² lítið einbýlishús, hæð, ris og kjall- ari. Skoðum öll tilboð en verð er aðeins 4,8 m.kr. Urðarvegur 64: 214 m² raðhús á tveimur hæðum ásamt bíl- skúr. Tilboð óskast 4-6 herb. íbúðir Fjarðarstræti 29: 78 m² sér- íbúð í tvíbýlishúsi ásamt nýleg- um geymsluskúr. Verð 3 m.kr. Grundargata 4: 55,3 m² íbúð á 1. hæð í fjölbýlishúsi ásamt sér geymslu. Verð 3,6 m.kr. Stórholt 7: 74,6 m² íbúð á 3ju hæð fyrir miðju í fjölbýlishúsi ásamt sér geymslu. Áhv. ca. 2 m.kr. Verð 5,3 m.kr. Stórholt 13: 86,3 m² íbúð á 2. hæð í fjölbýlishúsi ásamt bílskúr og sér geymslu. Verð aðeins 3,9 m.kr. Stórholt 13: 79,2 m² íbúð á 3ju hæð til hægri í fjölb.húsi ásamt sér geymslu. Skoða öll tilboð. Mögul. að taka bíl uppí. Áhv. ca. 3 m.kr. Verð 5,5 m.kr. 2ja herb. íbúðir Grundargata 6: 49,2 m² íbúð á 2. hæð til hægri í fjölbýlis- húsi. Tilboð óskast Sundstræti 24: 69 m² skemmtileg og rúmgóð íbúð á jarðhæð í fjórbýlishúsi. Verð 4,5 m.kr. Túngata 12: 62 m² íbúð í kjallara í þríbýlishúsi. Verð 3,9 m.kr. Túngata 18: 53,4 m² íbúð á jarðhæð í nýlega uppgerðu fjölb.húsi ásamt sér geymslu. Verð 3,8 m.kr Túngata 18: 53,4 m² íbúð á 1. hæð í nýlega uppgerðu fjöl- býlishúsi ásamt sér geymslu. Verð 4,9 m.kr. Bolungarvík Vitastígur 25b: 101 m² fjög- urra herbergja íbúð í fjölbýlis- húsi. Sér inngangur. Tilboð óskast Suðureyri Eyrargata 6: nýendurbyggt, glæsilegt einbýlishús á tveimur hæðum ásamt kjallara. Verð 9,8 m.kr. Atvinnuhúsnæði Sindragata 12: Nýlegt 426 ferm. atvinnuhúsnæði á góðum stað. Stór lóð með bundnu slitlagi og góðu aðgengi fyrir stóra flutningabíla. Verð 22 m.kr. Aðalstræti 27: 143,7 m² skemmtileg 4ra herb. íbúð á 2. hæð í hjarta bæjarins (fyrir ofan Hárgr.stofu Siggu Þrastar) Íbúðin er opin, björt og vel innréttuð. Hornbaðkar m/ nuddi, sérsmíðuð eldhúsinn- rétting, öll tæki fylgja. Verð 9,5 m.kr. Fjarðarstræti 14: 133,4 m² 4ra herbergja íbúð á e.h. í tvíbýlishúsi ásamt bílskúr, háalofti og hluta kjallara. Tilboð óskast Fjarðarstræti 14: 163 m² falleg 4ra herbergja íbúð á n.h. í tvíbýlishúsi ásamt geymslu- skúr og hluta kjallara. Áhv. ca. 1,5 m.kr. Verð 6,2 m.kr. Pólgata 5a: 127,7 m² 5 herb. íbúð á efri hæð í þríbýlishúsi ásamt helmingi kjallara. Íbúðin er skemmtileg og vel staðsett. Verð aðeins 4,5 m.kr. Smiðjugata 7: 96,1 m² 4ra herbergja íbúð á efri hæð í tvíbýlishúsi. Tilboð óskast Stórholt 13: 123 m² 4ra herb. íbúð á 3ju hæð í fjölbýlishúsi ásamt bílskúr. Íbúðin er mikið uppgerð. Verð 7,8 m.kr. 3ja herb. íbúðir Fasteignir í þessari auglýsingu eru aðeins sýnishorn af söluskránni. Allar frekari upplýsingar eru veittar á skrifstofunni að Hafnarstræti 1 04.PM5 19.4.2017, 09:094

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.