Bæjarins besta


Bæjarins besta - 24.01.2001, Side 6

Bæjarins besta - 24.01.2001, Side 6
6 MIÐVIKUDAGUR 31. JANÚAR 2001 Ákvörðun Norðmanna um að leyfa útflutning á hvalafurðum ryður brautina fyrir Íslendinga „Tel að í hæsta lagi geti menn látið þetta ár líða án þess að hefja veiðar“ – segir Einar K. Guðfinnsson, formaður sjávarútvegsnefndar Einar K. Guðfinnsson, for- maður sjávarútvegsnefndar Alþingis, fagnar þeirri ákvörðun norskra stjórnvalda, sem tekin var í síðustu viku, að leyfa útflutning á hvalaf- urðum þrátt fyrir andstöðu ýmissa ríkja. Norðmenn telja sig geta flutt út hvalafurðir til þriggja landa, Japans, Íslands og Perú, án þess að brjóta reglur CITES (Alþjóðasam- taka til verndar stofnum í út- rýmingarhættu). „Þetta er mikið fagnaðarefni“, segir Einar K. Guðfinnsson, „vegna þess að menn hafa haft efa- semdir um að hægt yrði að stunda alþjóðleg viðskipti með hvalaafurðir. Menn hafa bent á að forsenda fyrir því að hægt væri að hefja veiðar hér við land væri að afurðirnar yrðu seldar úr landi. Að mínu mati er með þessari ákvörðun Norðmanna verið að ryðja úr vegi þeim helstu mótrökum sem eftir stóðu varðandi hval- veiðarnar“, sagði Einar Krist- inn í samtali við blaðið. „Fyrst var því haldið fram því skyni að hefja veiðar en ekki til að halda uppi snakki við lið sem allir vita að tekur engum rökum. Alþjóða hval- veiðiráðið á samkvæmt sínum eigin lögum og reglum að stjórna hvalveiðum og á slík- um forsendum er allt í lagi að starfa þar.“ Þegar Einar er spurður hve- nær vænta megi þess að Ís- lendingar geti byrjað að veiða hval og hvenær þeir geti al- mennt farið að eta hvalkjöt og fá súran hval á þorranum, þá segir hann: „Varðandi fyrra atriðið, þá veit ég það satt að segja ekki. Alþingi hefur ályktað um þetta, allar heimildir eru til staðar og það eru engin þjóð- réttarleg vandkvæði. Það vant- ar aðeins hina pólitísku ákvörðun. Ég tel að í hæsta lagi geti menn látið þetta ár líða án þess að hefja veiðarnar. En varðandi hitt, hvenær við getum farið að smakka hval- kjöt, þá held ég að ákvörðun Norðmanna um að fara að flytja út hvalafurðir ætti að greiða fyrir því að við getum farið að fá okkur súran hval. Hins vegar væri það hlálegt fyrir okkur, gamla hvalveiði- þjóð, að þurfa að flytja rengið inn frá Norðmönnum.“ Einar Kr. Guðfinnsson. að ekki væri óhætt að veiða vegna stöðu hvalastofna en nú dettur það engum í hug. Síðan var talað um að hval- veiðar gætu haft skaðleg áhrif á útflutningstekjur okkar. Allir þekkja reynslu Norðmanna í þeim efnum. Ef eitthvað er hafa þær aukist. Síðast bentu menn á að erfitt væri að koma afurðunum úr landi en nú hafa Norðmenn rutt þeirri hindrun úr vegi. Ef þarf að ganga í Alþjóða hvalveiðiráðið til að geta hafið hvalveiðar er rétt að gera það, en þá eingöngu í Einar Hreinsson, sjávarútvegsfræðingur á Ísafirði Flokka þarf fiskinn á meðan hann er ennþá niðri í sjónum Einar Hreinsson, sjávarút- vegsfræðingur hjá Netagerð Vestfjarða, vill flokka fiskinn á meðan hann er ennþá niðri í sjónum en ekki þegar hann er kominn upp með veiðarfær- um. „Í mínum huga er megin- atriðið þetta vandamál að velja án þess að drepa en ég vil takast á við það niðri í og við veiðarfærin. Það er að velja meðan hægt er að flokka lif- andi óæskilega fiska frá. Of seint er að gera það uppi enda er vandamálið niðri, þó stöð- ugt sé reynt að leysa það á yfirborðinu.“ Þetta kom fram í ítarlegu og afar athyglisverðu viðtali við Einar í Morgunblaðinu í síðustu viku. Mörg ár eru síð- an Einar Hreinsson og Neta- gerð Vestfjarða byrjuðu að nota neðansjávarmyndavélar til þess að fylgjast með virkni og hegðun veiðarfæra. Einar segir að velja verði tegundir og stærðir með markvissum hætti með því að „fara niður, ná valdi á fiskinum þar, meta hann og flokka.“ „Við höfum ekki fundið upp neinar nýjar veiðiaðferðir í 100 ár eða svo“, segir Einar, „en við höfum þróað sumar þeirra. Þróunin hefur verið til að létta vinnuna – auka afköst- in með ýmiss konar tækja- búnaði – og í formi upplýs- ingaöflunar. Það er að segja að vita dýpið, finna fisk með hljóði, rata um hafið með stað- setningartækni auk ýmissa upplýsinga úr sjónum frá veiðarfærum eins og hitastig, hraði og opnun. Settar hafa verið skiljur í vörpur og straumurinn í þeim er þekktur sem og halli þeirra. Vísbend- ingar eru um hvað eigi sér stað en litlir möguleikar á að grípa inn í. Þrátt fyrir þessa bættu tækni og auknu upplýs- ingar veit veiðimaðurinn ekki neitt með vissu meðan á veiði stendur. Hann byrjar með von- ina og það eina sem hann veit með vissu er það sem kemur á dekkið,“ segir Einar Hreins- son, sjávarútvegsfræðingur. Aðalfundir KÍB og Knattspyrnuráðs UMFB Engir fengust til að taka sæti í stjórnum Ekki gekk sem skyldi að kjósa nýjar stjórnir fyrir Knattspyrnubandalag Ísa- fjarðarbæjar og Bolungarvík- ur (KÍB) og fyrir Knattspyrnu- ráð Ungmennafélags Bolung- arvíkur (UMFB) á aðalfund- um sem haldnir voru hvor á eftir öðrum í Bolungarvík í síðustu viku. Fráfarandi stjórnarmenn höfðu lýst því yfir að þeir gæfu ekki kost á sér til endurkjörs enda eiga ýmsir þeirra langt og gott starf að baki. Hins vegar gáfu held- ur engir aðrir kost á sér þannig að ekki var unnt að kjósa nýjar stjórnir. Hjá KÍB var því skipuð þriggja manna nefnd, sem í sitja Garðar Sigurgeirsson í Súðavík, Haukur Benedikts- son á Ísafirði og Svavar Geir Ævarsson í Bolungarvík, til þess að útvega menn í stjórn. Hins vegar tekur aðalstjórn UMFB við verkefnum knatt- spyrnuráðs félagsins, annað hvort til frambúðar eða þang- að til menn fást til stjórnar- starfa. Á aðalfundunum voru lagð- ir fram og samþykktir reikn- ingar KÍB og Knattspyrnuráðs UMFB. Þeir sem taka munu við stjórnartaumunum í KÍB koma að hreinu borði þar sem niðurstöður reikninganna voru við núllið. Hins vegar eru nokkrar skuldir hjá knatt- spyrnuráðinu, að mestu leyti annars vegar vegna reksturs KÍB og hins vegar vegna þökulagningar á hið nýja æf- ingasvæði í Bolungarvík. 04.PM5 19.4.2017, 09:096

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.