Bæjarins besta


Bæjarins besta - 24.01.2001, Qupperneq 10

Bæjarins besta - 24.01.2001, Qupperneq 10
10 MIÐVIKUDAGUR 31. JANÚAR 2001 Vélsmiður og boltamaður – spjallað við Óla Reyni Ingimarsson í Vélsmiðjunni Þristi á Ísafirði Óli Reynir Ingimarsson hefur rekið Vél- smiðjuna Þrist á Ísafirði frá stofnun eða bráðum fimmtán ár. Á þeim tíma hefur margt breyst í sjávarútvegi og þar af leið- andi einnig í rekstri vélsmiðjunnar sem byggir afkomu sína á þjónustu við þessa helstu útflutningsgrein Íslendinga. Óli er bæjarpúki eins og kallað er og hefur stund- að boltaíþróttir frá unga aldri. Lengi var hann í knattspyrnuliði meistaraflokks ÍBÍ þar sem hann lék í vörninni. Einnig hélt hann ásamt fleirum lengi utan um starf Körfuknattleiksfélag Ísafjarðar og er af sumum nefndur langafi körfuboltans hér vestra. Hann tók nýverið ástfóstri við golf- íþróttina og hefur einbeitt sér að ástundun við hana undanfarin ár. Þannig eru boltarnir sem hann leikur sér helst með orðnir heldur minni en fyrrum. Hann hefur og hlaupið undir bagga með KFÍ þegar þess hefur þurft. „Ég hef að mestu leyti dreg- ið mig út úr starfi KFÍ. Nýir menn sitja þar við stjórnvölinn og hef ég ekkert út á þeirra starf að setja. Þvert á móti finnst mér það aðdáunarvert hvernig þeim hefur tekist að byggja upp liðið og auka ástundun þeirra sem yngri eru. Það er ánægjulegt að hér skuli vera íþróttafélag sem er tekið alvarlega af öðrum félögum á landinu. Við höfum fengið gott fólk í bæinn sem hefur unnið óeigingjarnt starf fyrir Körfuboltafélagið.“ Saknar Harðar og Vestra Óli er fæddur á Ísafirði um miðbik síðustu aldar. „Faðir minn hét Ingimar Ólason og var bifreiðarstjóri í bænum. Móðir mín hét Aðalheiður Guðmundsdóttir, en þau eru bæði látin. Ég ólst upp í Skóla- götunni á Eyrinni. Ég er því bæjarpúki og við lékum okkur aðallega í fjörunni og á skóla- vellinum. Við stunduðum boltaíþróttir en létum efribæ- ingana um skíðaíþróttina. Ég fór ekki á skíði fyrr en ég var kominn á fullorðinsár. Það var gert aðallega til að þóknast fjölskyldunni. Ég hef verið í svo til öllum boltaíþróttum enda bjó ég við hliðina á íþróttasalnum gamla þegar ég var yngri. Þá voru tvö íþróttafélög í bænum, Hörður og Vestri. Ég sakna þeirra félaga mikið enda var mikil stemmning í bænum þegar meistaraflokkar liðanna í knattspyrnu áttust við. Menn voru annað hvort heitir Harð- armenn eða heitir Vestra- menn.“ Ferðuðust með varðskipi Óli lék í meistaraflokki frá sautján ára aldri. „Ég lék fyrst með meistaraflokki hjá Herði og svo hjá ÍBÍ. Það gerði ég í nokkur ár og lék í vörninni eins og hafði gert frá því ég byrjaði í knattspyrnunni. Líka hafði ég mikinn áhuga á körfubolta. Því miður vorum við í litlum tengslum við önn- ur íþróttafélög á landinu. Reyndar myndaðist gott sam- band milli Ísafjarðar og Patr- eksfjarðar á þessum árum og voru reglulega farnar keppnis- ferðir á milli bæjanna. Þá var siglt að vetri með varðskipum á milli og tók siglingin að mig minnir um 5-6 tíma. Menn þurftu að hafa fyrir því að komast á milli. Síðar komu Hólmarar inn í þessar keppnisferðir. Þá voru haldin skemmtileg þriggja liða mót með öllum flokkum frá Ísafirði, Patreksfirði og Stykkishólmi.“ Heimaleikir í Reykjavík Félagið bjó við fremur þröngan kost þegar Óli hélt ásamt fleirum um stjórnar- taumana. „Þá var íþróttahúsið á Torfnesi ekki til og allir heimaleikir félagsins voru leiknir í Reykjavík. Það gefur auga leið að þessu fylgdi mik- ill ferðakostnaður, auk þess sem stuðningsmenn okkar voru frekar fáir á leikjum. Við komu nýja íþróttahúss- ins varð alger bylting í allri aðstöðu fyrir íþróttafélög í bænum. Þá var loksins komin almennileg aðstaða til æfinga og hægt var að leika heima- leiki á Ísafirði. Þetta, ásamt styrkri stjórn nýrra manna, hefur lyft félaginu upp í úr- valsdeild.“ Ók vörubíl í sex ár Óli lærði járnsmíði á sínum tíma og hefur starfað við þá iðn nokkuð óslitið síðan. „Ég fór að læra um 1970 hjá Sig- urleifi Jóhannessyni sem var með vélsmiðju í Fjarðarstræt- inu. Ég fór á samning hjá honum og kláraði námið um miðjan áratuginn. Ég vann hjá Sigurleifi til ársins 1979 en ákvað þá að breyta til. Faðir minn, sem vann við að aka vörubíl, var orðinn frekar heilsutæpur og vildi ég létta undir með honum. Ætlunin var að ég keyrði þá um sumar- ið en sneri svo aftur til fyrri starfa að hausti. Af einhverj- um ástæðum hætti ég ekki þá og keyrði vörubíl í sex ár. Þó var ég alltaf með annan fótinn í vélsmiðjunni, sérstaklega á veturna þegar lítið var að gera í akstrinum.“ Hvattur til að kaupa Eftir sex ára setu í vörubíl sneri Óli sér alfarið að vél- smíðinni. „Þá veiktist Sigur- leifur alvarlega. Hraðfrysti- húsið Norðurtanginn og Ís- húsfélagið hvöttu mig til að kaupa reksturinn. Þessi fyrir- tæki voru tilbúin að leggja fjármagn í kaupin og að lokum fór svo að ég keypti smiðjuna og stofnaði Þrist. Ég vann sem fyrr aðallega við að þjónusta sjávarútvegs- fyrirtæki á norðanverðum Vestfjörðum. Við hjónin áttum yfir 50% í Þristi en frystihúsin tvö afganginn. Að lokum keypti ég hlut frystihúsanna og hefur fyrirtækið verið í eigu okkar hjóna síðan.“ Margfeldisáhrifin eru mikil Þrátt fyrir samdrátt í sjávar- útvegi á Vestfjörðum að und- anförnu hefur vélsmiðjan Þristur haft næg verkefni. „Rekstur vélsmiðjunnar hefur gengið vel að undanförnu. Það er algert grundvallaratriði fyrir Vestfirðinga að við fáum að vinna sjávarfang. Það eru ekki bara þeir sem vinna við veiðar og vinnslu á sjávarafla sem þurfa á því að halda, heldur líka fyrirtæki eins og mitt. Margfeldisáhrifin eru svo mikil.“ 04.PM5 19.4.2017, 09:0910

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.