Bæjarins besta - 24.01.2001, Síða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 31. JANÚAR 2001
Stakkur skrifar
Flóttinn óstöðvandi Netspurningin
Stakkur hefur ritað vikulega pistla í Bæjarins besta í mörg ár. Skoðanir hans á mönnum og málefnum hafa oft verið umdeildar og vakið umræður. Þær þurfa alls
ekki að fara saman við skoðanir útgefenda blaðsins. Þrátt fyrir það bera ábyrgðarmenn blaðsins ábyrgð á skrifum Stakks á meðan hann notar dulnefni sitt.
Netspurningin er birt viku-
lega á bb.is og þar geta
lesendur látið skoðun sína
í ljós. Aðeins er tekið við
einu svari frá hverri tölvu.
Niðurstöðurnar eru síðan
birtar hér.
Spurt var:
Kemur nokkur
almennilegur
vetur á Ísafirði
í ár?
Alls svöruðu 435.
Örugglega sögðu 86 eða 19,77%
Vonandi sögðu 114 eða 26,21%
Vonandi ekki sögðu
136 eða 31,26%
Örugglega ekki sögðu
61 eða 14,02%
Mér er sama sögðu
38 eða 8,74%
Níu af þeim tíu íþróttamönnum sem tilnefndir voru til heiðurstitilsins Íþróttamaður Ísafjarðarbæjar árið 2000 og viðurkenningar hlutu. Frá vinstri: Katrín Árnadóttir, Heiðar Ingi
Marinósson, Tinna Björk Sigmundsdóttir, Árný Herbertsdóttir, Óskar Hálfdánarson, Anna Elín Hjálmarsdóttir, Þór Líní Sævarsson, Magnús Gíslason og Jens Magnússon. Á myndina
vantar Svölu Björk Einarsdóttur.
Íþróttamaður Ísafjarðarbæjar árið 2000 var kjörin Katrín
Árnadóttir skíðakona í Skíðafélagi Ísfirðinga.
Nýjustu tilkynningar frá Hagstofunni sýna, að síðasta áratug liðinnar aldar
reyndust brottfluttir umfram aðflutta á Vestfjörðum hálft þriðja þúsund. Það
munar um minna.
Hverjar eru ástæðurnar? Þær eru margar og engin gefur einhlíta skýringu.
Tíminn vinnur með þeirri skoðun að kvótakerfið sé sú sem hefur mesta vægið.
En margt fleira kemur til. Byggðastefna ríkisstjórnarinnar hefur ráfað um villt
í þoku eins tröll á fjöllum að forðast dagrenningu. Alþingismennirnir hafa
verið svo uppteknir við ýmis önnur mál að umræðan um
þróun byggðar og hvort og þá hvernig skuli gripið inn í ferlið
hefur hörfað inn í skápa og grafizt undir öðrum og mikilvægari
málsskjölum augnabliksins.
Byggðahjalið hefur öðlast algerlega nýjan hljóm með umræðunni um
framtíð Reykjavíkurflugvallar og kosningu um staðsetningu hans, hvort hann
skuli fara eða vera. Sú umræða hefur í raun skerpt svo línurnar í öllu tali um
byggðastefnu, að enginn stjórnmálamannanna, nema ef vera skyldi Sturla
Böðvarsson samgönguráðherra, hefur glitt í kjarnann. Þótt ekki sé kannski
pent að orða þá hugsun verður ekki undan því vikist, að benda á rauða þráðinn
í málflutningi borgarstjórans í Reykjavík og annarra sveitarstjórnarmanna í
Reykjavík og á Reykjanesi. Hann er sá, að Reykjavík sé til fyrir Reykvíkinga
og aðrir geti farið lengri leiðina, vilji þeir á annað borð komast í höfuðborgina.
En víðast hvar í heiminum þjóna höfuðborgir öllu ríkinu, ekki bara nánasta
umhverfi.
Hvers vegna ættu blessaðir borgarfulltrúarnir að hugsa á annan veg? Við
þeim blasir sá veruleiki einn, að allir hljóti að vilja komast til Reykjavíkur, nú
eða í næsta nágrenni, og búa þar. Alveg gleymist að enn hafa þúsundir Reyk-
víkinga atvinnu af því að þjónusta landsbyggðina, meðal annars vegna innan-
landsflugs. Heimskulegust allra hugmynda sem litið hafa dagsins ljós er sú,
að flytja flugvöllinn suður fyrir Hafnarfjörð. Valkosturinn er
aðeins einn, Keflavíkurflugvöllur. Því fylgja margir ókostir
fyrir landsbyggðarfólk, sem háð er innanlandsfluginu. En þó
má greina einn kost. Það verður einfaldara fyrir okkur að
komast úr landi, hvort heldur er í frí eða til endanlegrar dvalar. Flóttinn hvorki
stöðvast né tefst í Reykjavík.
Merkilegast er að hvorki skuli hafa heyrst hósti né stuna frá vestfirskum
sveitarstjórnarmönnum. Þeir virðast sætta sig prýðilega við að umræðan sé í
þeim farvegi sem verið hefur. Kannski vita þeir meira en fram hefur komið. Þó
breytir slík falin vitneskja ekki því, að afar gagnlegt og fræðandi væri að heyra
skoðanir þeirra í þessari fyrirferðarmestu umræðu sem fram hefur farið um
byggðastefnu á Íslandi og kristallast í valinu Reykjavík eða Reykjavík og
nágrenni. Allt annað geti átt sig.
Heiðurstitillinn gengur frá bróður til systur
Katrín Árnadóttir skíðakona kjör-
in Íþróttamaður Ísafjarðarbæjar
Skíðagöngukonan unga,
Katrín Árnadóttir, hlaut titil-
inn Íþróttamaður Ísafjarðar-
bæjar árið 2000. Úrslitin voru
tilkynnt við hátíðlega athöfn
sem haldin var í Stjórnsýslu-
húsinu á Ísafirði á sunnudag.
Tíu íþróttamenn voru tilnefnd-
ir og hlutu þeir viðurkenningar
í hófinu sem íþróttafólkinu og
gestum var haldið. Titillinn
Íþróttamaður Ísafjarðarbæjar
helst í fjölskyldunni þrátt fyrir
nýtt kjör vegna þess að Katrín
tekur við honum af bróður
sínum.
Katrín Árnadóttir er tæpra
átján ára að aldri, fædd 11.
maí 1983, dóttir hjónanna
Kristínar Gísladóttur og Árna
Traustasonar. Sonur þeirra og
bróðir Katrínar, skíðagöngu-
maðurinn og langhlauparinn
Ólafur Thorlacius Árnason,
hlaut titilinn Íþróttamaður Ísa-
fjarðarbæjar í fyrra. Hann er
rúmum tveimur árum eldri en
Katrín og verður tvítugur í
næsta mánuði. Þau systkinin
eru því á þeim aldri að eiga
mikið inni í íþrótt sinni á kom-
andi árum en eru samt komin
í allra fremstu röð.
Einstök íþróttafélög til-
nefna hvert um sig einn úr
sínum hópi sem skarað hefur
fram úr á liðnu ári.
Einar Ólafsson skíðamaður
er sá einstaklingur sem oftast
hefur hlotið nafnbótina
„Íþróttamaður Ísafjarðar/Ísa-
fjarðarbæjar“ á þeim liðlega
tuttugu árum sem liðin eru frá
því valið fór fram í fyrsta
skipti, eða fimm sinnum.
Helga Sigurðardóttir sund-
kona hefur fjórum sinnum
orðið fyrir valinu og Ásta S.
Halldórsdóttir skíðakona hef-
ur tvívegis hlotið nafnbótina.
Guðmundur Jóhannsson
skíðamaður var fyrstur manna
kjörinn Íþróttamaður Ísafjarð-
ar árið 1980. Árið 1981 var
Einar Ólafsson skíðamaður
fyrir valinu, árið 1982 var
Stella Hjaltadóttir skíðakona
valin, árið 1983 var Einar
Ólafsson skíðamaður kjörinn
í annað sinn, árið 1984 var
Ingólfur Arnarson sundmaður
valinn og árið 1985 var Einar
Ólafsson skíðamaður kjörinn
í þriðja sinn.
Árið 1986 var Helga Sig-
urðardóttir sundkona valin,
árin 1987 og 1988 var Einar
Ólafsson skíðamaður aftur
fyrir valinu. Árin 1989 til 1991
var Helga Sigurðardóttir sund-
kona fyrir valinu, árið 1992
var komið að Ástu S. Hall-
dórsdóttur skíðakonu, árið
1993 var Daníel Jakobsson
skíðamaður valinn, árið 1994
var Pétur Þór Grétarsson
golfari kjörinn og árið 1995
var Ásta S. Halldórsdóttir
skíðakona kjörin í annað sinn.
Árið 1996 var Arnór Þ.
Gunnarsson skíðamaður fyrir
valinu, árið 1997 var Friðrik
E. Stefánsson körfuboltamað-
ur kjörinn, Sigríður B. Þor-
láksdóttir skíðakona var kjör-
in árið 1998 og Ólafur Th.
Árnason skíðamaður var fyrir
valinu sem Íþróttamaður Ísa-
fjarðarbæjar fyrir árið 1999.
Samtals hafa því tólf íþrótta-
menn hlotið þennan titil frá
upphafi.
04.PM5 19.4.2017, 09:0912