Bæjarins besta - 24.01.2001, Síða 13
MIÐVIKUDAGUR 31. JANÚAR 2001 13
Þorrablótið í Bolungarvík á rætur að rekja til lýðveldisársins 1944
Konur bjóða körlum
og halda fast í hefðirnar
Þorrablót Bolvíkinga var
haldið í Víkurbæ á laugar-
dagskvöld, annan dag þorra.
Blótinu fylgja grónar hefðir
og sérstæðar að ýmsu. Konur
einar annast undirbúning og
bjóða körlum sínum til fagn-
aðarins. Þetta hefur gefist vel.
Fyrst var blót með þessum
hætti haldið í Bolungarvík á
þorranum árið 1944 á meðan
Íslendingar höfðu ennþá
kóng. Einu sinni fyrir langa-
löngu féll blótið niður þegar
konurnar höfðu falið körlum
sínum að annast framkvæmd-
ina. Slíkt hefur ekki verið
reynt síðan og verður ekki
reynt.
Stundum hefur sú tilhögun
verið átalin, að eingöngu fólk
í sambúð og með lögheimili í
Bolungarvík skuli fá að koma
á þetta blót. En húsrúm setur
skorður og því formi skal ekki
gleyma, að hér býður kona
karli sínum út. Der skal to til,
eins og sagt var á meðan Ís-
lendingar höfðu ennþá kóng.
Í gleði þessari klæðast kon-
ur ævinlega íslenskum bún-
ingum. Með hverju ári fjölgar
þeim körlum sem kaupa sér
og klæðast hinum nýja ís-
lenska hátíðarbúningi karl-
manna. Væntanlega kemur
frumkvæðið oft frá konum
þeirra í þessu efni sem öðrum.
Ef til vill verður slíkur klæða-
burður orðinn formleg skylda
innan fárra ára.
Ellefu kvenna nefnd undir-
býr blótið hverju sinni. Að
sögn Kristínar Gunnarsdóttur,
sem var formaður nefndarinn-
ar að þessu sinni, hefur reynsl-
an sýnt að þetta er hæfilegur
fjöldi enda eru verkin mörg.
Auk þess er gott að standi á
stöku þegar greiða þarf at-
kvæði um álitamál. Konurnar
annast öll skemmtiatriði, sem
eru heimatilbúin fyrir þetta
tilefni eins og vera ber. Þær
semja og flytja leikþætti og
gamanmál og aðra skemmtan.
Alltaf er fluttur nýr Bolungar-
víkurbragur um lífið í bænum
og undir lokin eru sungnar
vísur um konurnar sjálfar í
nefndinni. Þegar borð eru tek-
in upp leikur Hjónabandið fyr-
ir dansi. Nafnið á hljómsveit-
inni getur ekki talist með öllu
óviðeigandi við þessar að-
stæður.
Matur er etinn úr trogum
sem komið er með að heiman.
Um borð í trogunum ríkir
sama ræktarsemin við gamlar
hefðir – áhöfnina skipa hákarl
og harðfiskur, hangikjöt og
svið og brauð og smér og ann-
að sem við á að éta. Konur
sitja öðrum megin borðaraða
en karlar andspænis og sam-
neyta þeim úr trogunum.
Þegar áti og gamanmálum
lýkur eru borð tekin upp svo
dansa megi. Körlum er gert
að hjálpa til við nýskipan
borða og stóla. Það er eina
viðvikið sem þeim er treyst
fyrir í allri framkvæmdinni
enda reynir þar eingöngu á
vöðvastyrk.
Kristín Gunnarsdóttir verð-
ur aldrei aftur valin til for-
mennsku í undirbúnings-
nefndinni. Ástæðan er þó ekki
sú, að hún hafi reynst svo
vondur formaður, að henni sé
ekki treyst framar. Það er aftur
á móti ein hefðanna, að kona
verður aðeins einu sinni á lífs-
leiðinni formaður í þessari
nefnd. Á hverju ári er líka
endurnýjað hæfilega í nefnd-
inni, þannig að ferskleiki
blandist reynslu.
Annað er ekki vitað en körl-
um líki mætavel forsjá og for-
staða kvenna í þessum efnum.
Þorrablótið í Bolungarvík er
„besta þorrablót í heimi“ eins
og kunnur Bolvíkingur komst
að orði á laugardag og gat
naumast hamið sig fyrir til-
hlökkun. Jafnvel er ekki hægt
að fullyrða nema einhverjir
einhleypingar eigi sér leyndan
draum um bolvískan kvenkost
– þó ekki væri til annars en að
komast á þorrablótið. Með-
fylgjandi myndir voru teknar
á þorrablótinu.
04.PM5 19.4.2017, 09:0913