Bæjarins besta


Bæjarins besta - 31.10.2001, Blaðsíða 3

Bæjarins besta - 31.10.2001, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 2001 3 Vestfirðingar! Stofnfundur krabbameinsfélags á norðanverðum Vest- fjörðum verður haldinn á Hótel Ísafirði, sunnudaginn 4. nóvember kl. 14:00. Erindi flytja: Sigurður Björnsson, yfirlæknir og formaður Krabbameins- félags Íslands og Hildur Björk Hilmarsdóttir, formaður Krafts, stuðningsfélags ungs fólks með krabbamein. Mætum öll á fundinn og sýnum stuðning í verki við þetta mikilvæga málefni sem snertir allar fjölskyldur. Sýning á Íslandsmyndum frá árunum eftir seinni heims- styrjöld verður opnuð í Gamla sjúkrahúsinu á Ísafirði á laug- ardaginn kl.14. Höfundurinn er Hans Malmberg, einn fremsti heimildaljósmyndari Svía á sinni tíð. Hann gaf út nokkrar ljósmyndabækur og meðal þeirra er ein helguð Ís- landi. Hún var gefin út af sænsku útgáfufélagi árið 1951 en textinn er bæði á sænsku og ensku. Þar er að finna myndir úr daglegu lífi eftir- stríðsáranna margfrægu hér- lendis, eins og það kom Malmberg fyrir sjónir. Hans Malmberg tók myndir af daglegu lífi og viðburðum í heimalandi sínum en ferðaðist einnig víða um heim og tók m.a. stríðsmyndir í Kóreu og Víetnam. Af þekktum „fyrir- sætum“ Malmbergs má nefna Shaw, Hemingway og sjálfan Ho Chi Minh. Sýningin á Ísa- firði verður opin kl. 14-16 um helgar. Daglegt líf á Íslandi eftir seinna stríð Sýning á ljósmyndum Hans Malmbergs opnuð á Ísafirði Ein af myndum Malmbergs: Catalina-flugbátur Flugfélags Íslands á legunni á Ísafirði árið 1949. Ólafur Ingi Jónsson for- vörður sagði í sjónvarpsþætt- inum Kastljósi á mánudags- kvöld, að hann teldi að allt að 900 fölsuð málverk eftir gam- la íslenska meistara gætu ver- ið í umferð. Með þessar tölur í huga kemur upp sú spurning hvort einhverjar af þessum myndum hafi verið keyptar vestur á firði. Hlynur Snorrason, rann- sóknarlögreglumaður á Ísa- firði segir að ekkert mál vegna falsaðra verka hafi komið inn á borð lögreglunnar. Reyndar er ekki ósennilegt að fólk leiti beint til sérfræðinga ef það hefur grun um vafasaman uppruna málverks. Þetta bendir þó til þess að Vestfirðingar geri ekki mikið af því að fjárfesta í dýrum málverkum (fölsuðum eða ófölsuðum) eftir gamla meist- ara, – þeir kaupi sér frekar jeppa eða þá bara kvóta. Ekki kunnugt um föls- uð málverk hér vestra Fjárfesta Vestfirðingar frekar í jeppum en málverkum? Norski togarinn Remøy Viking, einn fullkomnasti rækjutogari við Norður-Atl- antshaf, kom til Ísafjarðar á mánudag og landaði tæplega 400 tonnum til rækjuverk- smiðjunnar Miðfells hf. Mik- ill meirihluti hráefnisins hjá Miðfelli eða um 80% kemur frá erlendum veiðiskipum og þar af bróðurparturinn frá tog- urum norsku Remøy-sam- stæðunnar. Vinnslan hjá Mið- felli hf. hefur verið keyrð á fullu allt þetta ár og hefur ekki fallið niður vinnsla vegna hrá- efnisskorts síðan snemma í fyrravor. Horfurnar eru áfram góðar því að nú þegar er tryggt hrá- efni til vinnslu hjá Miðfelli fram í mars á næsta ári. Um 27 manns starfa í vinnslunni, auk þriggja í skrifstofustörf- um og fólks í hlutastörfum. Á síðasta ári greiddi fyrirtækið 120 milljónir króna í laun. – hráefni til vinnslu hjá fyrirtækinu þegar tryggt fram í mars Remøy Viking landaði nær 400 tonnum hjá Miðfelli hf. Eitt fullkomnasta rækjuveiðiskip við Norður-Atlantshaf Remøy Viking í höfn á Ísafirði á mánudag. Vatnsaflsvirkjun Dalsorku í Súgandafirði Stefnt að gangsetn- ingu um áramót Virkjunarframkvæmdir í botni Súgandafjarðar ganga vel og stefnt er að því að Dalsorka gangsetji hina nýju vatnsaflsvirkjun um áramótin. Rafstöðvarhúsið er fullbúið utan og verið er að leggja síðustu hönd á frá- gang innanhúss. Þar verða sambyggð túrbína og rafall auk spennis. Í sumar var lögð nær tveggja km löng aðfallslögn að virkjunarhús- inu. Hún er niðurgrafin og munu því sjást lítil ummerki þessara framkvæmda. Rörin eru smíðuð í Þýska- landi en túrbínan og rafallinn koma frá Austurríki og er reiknað með að tækjabúnaður- inn komi í desember. Þá er búið að leggja jarðstreng frá stöðvarhúsinu að háspennu- línu Orkubús Vestfjarða sem mun kaupa rafmagnið. Hita- stig vatnsins úr göngunum er 8°C og verður það um þriðj- ungur af vetrarrennslinu þannig að það ætti aldrei að frjósa. Á bæjunum í botni Súg- andafjarðar er löng hefð fyrir rafmagnsframleiðslu. Birkihlíð og Botn hafa al- drei tengst dreifikerfi raf- veitna heldur fengið raf- magn frá 30 kW heimaraf- stöð. Úthlutun úr Styrktarsjóði Eignarhaldsfélags BÍ Stjórn Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands (EBÍ) úthlutaði úr Styrktar- sjóði EBÍ fyrir árið 2001 fyrr í þessum mánuði. Í bréfi til bæjaryfirvalda í Ísafjarð- arbæ segir m.a.: „Því miður reyndist ekki unnt að þessu sinni að styrkja verkefni sveitarfélagsins vegna kynningar á vímuvarna- stefnunni VáVest á norðan- verðum Vestfjörðum.“ Nú var úthlutað úr sjóðnum í sjötta skipti frá því að hann tók til starfa árið 1996. Ísa- fjarðarbær hefur einu sinni fengið styrk til verkefnis. Það var árið 1999 þegar veittur var styrkur að fjárhæð kr. 400.000 til kynningar og framkvæmdar jafnréttisáætl- unar Ísafjarðarbæjar. Þrjú sveitarfélög á landinu eiga stærri hlut í EBÍ en Ísa- fjarðarbær: Reykjanesbær, Akureyri og Kópavogur. Meðal þeirra sem fengu styrk að þessu sinni var Ak- ureyrarbær sem fékk kr. 400.000 vegna viðhorfs- könnunar á þeirri þjónustu sem í boði er á menningar- sviðinu á Akureyri. Alls voru 12 styrkir veittir við úthlutun 2001. Beiðni vegna VáVest synjað 44.PM5 19.4.2017, 09:463

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.