Bæjarins besta - 31.10.2001, Page 7
MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 2001 7
smáar
Einar K. Guðfinnsson,
1. þingmaður Vestfirðinga skrifar
,,Eðlilegt að við fáum í
okkar hlut það fjármagn
sem sparaast við að leggja
af ferðir Breiðafjarðar-
ferjunnar...“
Mikilvægur fundur Fjórð-
ungssambands Vestfirðinga á
föstudaginn var skilaði tilætl-
uðum árangri. Menn komu
hvaðanæva að úr kjördæminu
og settu fram sjónarmið sín
og skýrðu sín mál. Niðurstað-
an var sú að halda áfram á
þeirri braut sem fylgt hefur
verið og vörðuð var með sam-
þykkt Fjórðungsþings frá
1997 og þeirri stefnumótun
sem Alþingi hefur markað
með vegáætlunum allt frá ár-
inu 1998.
Þess vegna er það rétt og
líka afar mikilvægt sem Ólaf-
ur Kristjánsson formaður
Fjórðungssambandsins sagði
í viðtali við BB að loknum
fundinum: „Ég fann að menn
vilja ná samstöðu um þessi
mál og gefa þannig þing-
mönnum okkar Vestfirðinga
sterkt vopn í hendur til að
bæta samgöngur á Vestfjörð-
um.“
Stefnumörkun sem
skipti okkur miklu máli
Það sem miklu máli skiptir
í þessu sambandi er sú stað-
reynd, að okkur tókst að hífa
okkur upp úr því spólfari sem
við vorum að mörgu leyti
stödd í með vegamálin. Með
vegáætlun og síðar fyrstu
langtímaáætluninni sem Al-
þingi samþykkti í vegamálum,
var stefnan mörkuð. Þetta var
til mikilla hagsbóta fyrir
svæði eins og okkar, þar sem
mikið var ógert í vegamálum.
Það sem mestu máli skipti í
því sambandi var stefnumörk-
unin um að leggja sömu áher-
slu á stofnbrautir frá þéttbýl-
isstöðum að Þjóðvegi 1, á
hringveginn svonefnda. Þar
með má segja að ákveðið hafi
verið að megináhersla hafi
verið lögð á að gera upp-
byggðan veg með varanlegu
slitlagi frá þéttbýlisstöðunum
á norðanverðum Vestfjörðum,
í Vestur-Barðastrandarsýslu
sem og við Steingrímsfjörð.
Þetta skipti gríðarlega miklu
máli og nú sjáum við þessa
stað á ári hverju.
Uppbyggingin í Djúpinu,
vegurinn um Kleifaheiði, fyr-
irhuguð stórframkvæmd á
Klettshálsi, vegurinn í norð-
anverðum Kollafirði, eru allt
dæmi um framkvæmdir í
þessum anda. Þess vegna mið-
ar okkur nú bæði hratt og
örugglega áfram.
Tenging norðan-
verðra Vestfjarða
Eðlilegt er að menn velti
fyrir sér næstu skrefum.
Áfram þarf að halda. Ljúka
framkvæmdum í Skötufirði og
Hestfirði, ljúka tengingunni
úr Mjóafirði og í Ísafjörð og
taka ákvörðun um hvort leiðin
skuli liggja um Arnkötludal
og Gautsdal, eða suður
Strandir.
Hvort sem ofan á verður, er
þó ljóst að unnið verður í veg-
inum suður Strandir, enda
hefur hann mikla og marg-
háttaða þýðingu sem allir vita.
Ferjupeninga í vegina
Nú í vetur er líka brýnt að
marka stefnu um frekari fram-
kvæmdir í Austur-Barða-
strandarsýslu. Þar er að mínu
mati eðlilegast að ráðast í
framkvæmdir á Ódrjúgshálsi
og ryðja þannig úr vegi helsta
farartálmanum á þessari leið,
sem eftir verður þegar Kletts-
hálsi verður lokið.
Þar með er komin forsenda
fyrir því að leggja af ferðir
Baldurs um Breiðafjörð. Eðli-
legt er að við njótum þess og
fáum í okkar hlut það fjár-
magn sem þá sparast til þess
að hraða framkvæmdum um
Austur-Barðastrandarsýslu.
Það er augljóslega allra hagur.
Okkar heimamanna með því
að vegasamgöngur batna, og
ríkissjóður sparar sér útgjöld,
sem eru á annað hundrað
milljónir á ári, í formi stofn-
og rekstrarstyrkja við ferjuna.
Þetta er líka í samræmi við
álit fundar sveitarstjórnar-
manna og sveitarstjóra Vestur-
byggðar og Tálknafjarðar
ásamt sýslumanni Vestur-
Barðastrandarsýslu.
Jarðgangamál
Af þessu má sjá, að fram-
undan eru miklar og stórstígar
framfarir í vegamálum okkar.
Ótalin eru þó jarðgöngin. Í
áætlun Alþingis um þau eru
göngin frá Arnarfirði og Dýra-
firði komin á blað. Eins og ég
undirstrikaði á fundi Fjórð-
ungssambandsins er afar mik-
ilvægt, þegar í þau verður ráð-
ist, að tryggja að í sama við-
fangi verði gerð örugg og góð
leið vestur í Vatnsfjörð þannig
að um verði að ræða eitt heild-
stætt verkefni. Óhjákvæmi-
legt er að leggja verulegt fjár-
magn í þá leið til þess að hún
verði örugglega fær á heilsárs-
grundvelli. Má í því sambandi
nefna möguleika á að byggja
yfir veginn á kafla, með svip-
uðu móti og nefnt er í skýrsl-
unni um jarðgangaáætlunina.
Hvað sem öllu þessu líður er
eitt afskaplega þýðingarmik-
ið.: Að okkur auðnist að við-
halda áframhaldandi sam-
stöðu og hér hefur ríkt. Hún
hefur verið að skila okkur ár-
angri og á slíkum framfara-
brautum þurfum við að halda
áfram.
Áfram veginn í góðu samkomulagi
Fundist hafa tvískipt gler-
augu í rauðu hulstri í Álfta-
fjarðarbotni. Eigandi vinsl.
hringi í síma 896 0543.
Óskum eftir að kaupa not-
aða, ódýra þvottavél. Upp-
lýsingar í síma 899 0724.
Til sölu eru fjögur árs-
gömul nagladekk á felg-
um, 225/75 R15, 5 gata.
Passa undir Suzuki jeppa.
Uppl. í síma 896 0543.
Til leigu eru herbergi í
Hlíðunum í Reykjavík til
lengri eða skemmri tíma.
Sjónvarp og ísskápur eru í
herbergjunum. Einnig er
til leigu vel útbúin íbúð á
Njálsgötu. Upplýsingar í
síma 865 9637.
Til sölu eru nýleg 33"
nagladekk. Upplýsingar í
síma 456 3286.
Til sölu eru fjögur nagla-
dekk, 195/65 R15. Upplýs-
ingar í símum 456 3623 og
894 5023.
Til leigu er 3ja herb. íbúð
á Seljalandsvegi. Upplýs-
ingar í síma 456 3803.
Á einhver matrósakjól á
2-3 ára sem vill lána hann
fyrir myndatöku. Uppl. í
síma 456 7224.
Til leigu er 3ja herb. íbúð
í Stórholti. Lau strax. Uppl.
í síma 892 5066.
Til sölu er MMC Colt árg.
89. Uppl. í síma 868 6616.
Til leigu er 2ja herb. íbúð
við Hjallaveg á Ísafirði. Er
laus. Uppl. í síma 456 3016
á kvöldin.
Til sölu eru fjögur, 33" BF
Goodrich vetrardekk og
Prime-álfelgur. Einnig
þungaskattsmælir. Upplýs-
ingar í símum 456 7424 og
861 6050.
Til sölu er bryggjubás við
flotbryggju á Ísafirði. Uppl.
í síma 456 7110.
Óska eftir vel með förn-
um, nýlegum barnavagni.
Uppl. í síma 456 6615.
Til sölu er ísskápur. Selst
ódýrt. Á sama stað er til
sölu fólksbílakerra. Uppl. í
síma 456 3503.
Til leigu er herbergi með
eldunaraðstöðu og sér inn-
gangi. Upplýsingar í síma
456 3448.
Atvinna óskast! Ung stúl-
ka óskar eftir vinnu eftir
kl. 17 á daginn og um helg-
ar. Allt kemur til greina.
Uppl. í síma 456 3006.
Öll rjúpnaveiði í landar-
eign jarðanna Kleifa og
Borgar í Skötufirði er öllum
stranglega bönnuð, svo og
öll önnur meðferð skot-
vopna. Landeigendur.
Tapast hafa Scarpa göngu-
skór fyrir utan Bónus á
Skeiði. Finnandi vinsam-
lega hringi í síma 456 7450
og 893 8250.
Bíll óskast fyrir lítinn
pening. Þarf að vera skoð-
aður 2001. Upplýsingar í
síma 896 0542.
Til leigu er 3ja herb. íbúð
í Stórholti. Laus. Mjög góð
íbúð. Upplýsingar í símum
456 6249 eða 897 6293.
Til sölu er Chrysler Sara-
toga, árg. 91, í toppstandi.
Uppl. í síma 899 0704.
Til leigu er 4ra herb. íbúð
á eyrinni á Ísafirði. Uppl. í
síma 861 3321.
Til sölu er Mazda 323 F
árg. 9. Upplýsingar í síma
867 7815.
Til leigu er 3ja herb. íbúð
að Urðarvegi 49, Ísafirði,
neðri hæð. Upplýsingar í
síma 456 3547 e. kl. 19.
Til leigu er 2ja herb. íbúð
við Seljalandsveg á Ísafirði.
Uppl. í síma 894 8630.
BB – Smáauglýsingar
Háskóli Íslands með námskeið fyrir börn á landsbyggðinni
Tíu ára börn í háskólanámi
Hópur 10 ára barna stund-
aði síðustu vikurnar háskóla-
nám í spænsku í Menntaskól-
anum á Ísafirði. Námskeiðinu
lauk á laugardag en að því
stóð Háskóli Íslands í sam-
vinnu við Fræðslumiðstöð
Vestfjarða og grunnskólana í
Ísafjarðarbæ og í Súðavík.
Námskeiðið, sem stóð í þrjár
vikur, byrjaði 3. október með
4 tíma kennslu en næstu vikur
unnu nemendur verkefni sem
kennarinn sendi þeim á Netinu
og eins var kennt í gegnum
fjarfundabúnað. Námskeiðinu
lauk síðan með öðrum fjórum
tímum í kennslu á staðnum.
Var markmiðið að virkja
nemendur og kenna þeim
gagnlegan orðaforða sem ger-
ir þeim kleift að þekkja ákveð-
na hluti, svo sem nöfn daga
og mánuða, geta sagt hvað
klukkan er og skilja algeng
orðatiltæki. Lögð var áhersla
á málnotkun í daglegu lífi og
sagt frá menningu og sögu
viðkomandi þjóðar. Leikir,
sögur, söngvar og annað sem
höfðar til barna spiluðu líka
stórt hlutverk í kennslunni.
Kennari var Guðrún H. Tuli-
níus, og kom hún frá Stofnun
Vigdísar Finnbogadóttur í er-
lendum tungumálum, sem ný-
verið var stofnuð við Háskóla
Íslands.
Háskóli Íslands er níræður
á þessu ári og hefur haldið
upp á þau tímamót með ýms-
um hætti. Eitt af markmiðum
afmælishátíðarhaldanna er að
efla tengsl við landsbyggðina
og í framhaldi af því var
ákveðið að bjóða upp á tungu-
málanámskeið fyrir börn yng-
ri en þau sem þegar læra
tungumál í skólum, eða á aldr-
inum 7-11 ára, en í ár er einnig
evrópskt tungumálaár. Er
þarna um að ræða tungumála-
námskeið í dönsku, ensku,
frönsku, spænsku og þýsku á
einum 14 stöðum á lands-
byggðinni. Fyrsta námskeiðið
hófst 29. september í Reykja-
nesbæ þar sem Vigdís Finn-
bogadóttir, fyrrv. forseti Ís-
lands, kenndi fyrstu kennslu-
stundina í frönsku.
Spænskunemendurnir í síðustu kennslustundinni á laugardag ásamt Guðrúnu H. Tulinius,
Ólafíu Aradóttur frá Skólaskrifstofu Ísafjarðarbæjar og spænskum aðstoðarkennara.
Samfylkingarfélög stofnuð í Ísafjarðarbæ og Bolungarvík
Lárus og Soffía kjörin formenn
Jafnaðarmenn í Ísafjarð-
arbæ og Bolungarvík stofn-
uðu á laugardag Samfylk-
ingarfélög á báðum stöðum.
Markmið félaganna er að
standa að framboði til bæjar-
stjórna í kaupstöðunum í vor,
svo og að stuðla að fram-
gangi jafnaðarstefnunnar á
þessu svæði. Að sögn Karls
V. Matthíassonar, 2. þing-
manns Vestfirðinga, ríkti ein-
drægni á fundunum og kvaðst
hann mjög ánægður með þá
baráttugleði og sóknargleði
sem einkenndi þá.
„Það er greinilegt að sveit-
arstjórnarkosningarnar nálg-
ast og menn stefna ótrauðir á
breytingar í vor. Svo er líka
ánægjulegt að sjá ný andlit
fóks sem hefur áhuga fyrir
þjóðmálum. Þetta er fólk sem
langar til að móta samfélag
sitt til betra horfs. Samfylk-
ingin tekur vel og fagnandi á
móti því fólki.“
Lárus G. Valdimarsson var
kosinn formaður Samfylking-
arfélags Ísafjarðarbæjar og
með honum í stjórn voru
kosin þau Bryndís G. Frið-
geirsdóttir, Guðrún Finn-
bogadóttir, Jón Arnar Gests-
son og Sæmundur Kr. Þor-
valdsson. Soffía Vagnsdóttir
var kosin formaður félagsins
í Bolungarvík og með henni
í stjórn þeir Karvel Pálma-
son og Lárus Benediktsson.
44.PM5 19.4.2017, 09:467