Bæjarins besta


Bæjarins besta - 31.10.2001, Blaðsíða 9

Bæjarins besta - 31.10.2001, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 2001 9 Á þeim tíma komu þarna inn ungir blaðamenn. Einn þeirra var mjög alvörugefinn ungur maður, Svavar Gests- son, sem tók það hlutverk mjög alvarlega að breyta heiminum. En það bráði nú af honum alvaran fljótlega enda þekktur fyrir léttleika síðar. Þarna kom inn mikið af skemmtilegu fólki, svo sem Bjarni Benediktsson frá Hof- teigi og Þorsteinn Valdimars- son skáld. Það rákust margir þarna inn í kringum hádegið eða í kaffi og spjall. Eitthvað skrifuðu þeir nú líka í blaðið. Bjarni bauð mér oft í skák og eftir margar viðureignir tókst honum loks að vinna mig. Eftir það hafnaði hann um tíma alveg að taka fleiri skákir, með þeim orðum að hann nennti ekki að tefla við neina miðlungsmenn. Það voru nú ekki margir blaðamenn á Þjóðviljanum, en það komu ýmsir inn í frétta- mennskuna. Ásmundur Sig- urjónsson var fastur maður í erlendum fréttum, kallaður Ási svarti. Hann vann lengi á blaðinu. Svo var Árni Berg- mann byrjaður, ungur maður þá, en hann átti nú eftir að vera lengi við Þjóðviljann.“ Ný pressa frá Þýskalandi „Í prentsmiðjunni var allt sett í blý á þessum tíma, ólíkt því sem er núna. Það var ný- lega komin ný prentvél á Þjóð- viljann þegar ég var þar, en hin sem var áður var frá árinu 1906 og vakti fólk um allan bæ á nóttunni þegar hún fór í gang. Ný vél segi ég – hún var nú frá árinu 1933, en þýsk var hún. Sagt var að hún væri eina vélin sinnar tegundar í heim- inum, að allar hinar hefðu verið bræddar upp í fallbyssur í stríðinu, en ég veit ekki hvað er satt í því. Það var mikil vinna við prentið í þá daga, síðurnar voru settar í blý og raðað upp, pressaðar í sérstakt mót og síðan var steyptur hálf- hólkur upp úr því sem var festur á sílinderinn í pressunni sjálfri, og svo var þessu djöfl- að í gegn. Þetta var heilmikill prósess. Ég byrjaði að læra prentið en hætti svo. Það hefur nú sennilega verið Bakkus sem átti sinn þátt í því. Ég gekk mikið á hans vegum frá því fyrir tvítugt og fram til 37 ára aldurs. Ég hætti þarna í prent- inu og fór fljótlega á sjóinn, þar sem ég var lengst af.“ Íslandsmeistari í skák Það var þá sem Helgi Ólafs- son varð öllum að óvörum efstur á Skákþingi Íslands, tví- tugur að aldri. Hver er hans útgáfa af sögunni? „Ég tefldi fyrst á Íslands- mótinu 1962 og aftur 1963 og var þá um mitt mót, eitthvað svoleiðis. Þá var ég farinn að vinna á Þjóðviljanum. Það var svo árið 1964 sem ég vann. Ég tefldi ekki mikið í Reykja- vík, meðan ég var þar. Það var farið að draga úr þessu hjá mér þá. Ég tefldi mest meðan ég bjó suðurfrá. Friðrik Ólafs- son var ekki með í þetta sinn, og ekki heldur Ingi R. Jó- hannsson, en þeir unnu titilinn nokkrum sinnum. En það voru þarna með menn sem stóðu mjög ofarlega þessi ár, eins og Björn Þorsteinsson og Jón Kristinsson sem seinna urðu Íslandsmeistarar, og Frey- steinn Þorbergsson frændi minn. Árið eftir keppti ég svo aftur, en þá gekk mér bölvan- lega og hætti keppni. Upp úr því hætti ég allri keppni, var alltaf á sjónum og tók ekki þátt í neinum skákmótum lengi vel. Læknaðist mikið til af þessari bakteríu, því ég tefldi voða lítið á sjónum.“ Þannig er sannleikskorn í þjóðsögunni um unga mann- inn sem kom, sá og sigraði óvænt á Skákþingi Íslands 1964, en hvarf að svo búnu heim til sín. Og síðan sást ekki til hans við skákborðið í mörg ár. Hvað var hann að bedrífa þau ár? Leiðinlegasta vinna sem ég hef unnið „Ég fór á sjóinn og var við það næstu tuttugu árin að heita má. Ég man nú ekki alveg hvenær ég hætti en þá var ég farinn að fá í bakið eftir neta- vertíðir. Á Suðurnesjunum var ég lengi á netum á vetrarvertíð og línu á haustin, en gjarnan á humar á sumrin. En sjómennskan hófst nú hinsvegar á því að ég réði mig á fragtskip. Það er með því leiðinlegasta sem ég hef gert um dagana. Þetta var á mikl- um síldarárum kringum 1966 og við sigldum mest til Finn- lands. Þetta var nú ekki annað en að láta sér leiðast. Ég var að velta því fyrir mér strax þá og síðar, hvernig í andskotan- um menn héldu þetta út. Það var verið að rústberja og mála og svo fengu menn frí einn og einn dag í landi. Fyrir suma var það þá bara næsta búlla. Ég man að ég fékk tækifæri til að skoða Åbo eða Turku; þar var mikill kastali og minja- safn. Þetta var auðvitað tækifæri til að komast til útlanda, þau voru ekki mörg þá, en það urðu mér nokkur vonbrigði að maður sá aldrei mikið af þessum útlöndum. Við fórum til Helsinki og fleiri staða, aðallega í Finnlandi, en við hásetarnir urðum að vinna all- an daga við og ég fékk aldrei frí nema þennan dag í Turku, þessa mánuði sem ég var í siglingum.“ Häplesund, dularfullur staður „Ég man sérstaklega eftir einum stað sem við lestuðum á. Það var eiginlega hafnleysa lengst þarna norður í Hels- ingjabotni. Við tókum þarna timbur til Englands, svokallað props, svona tveggja metra langir trébútar sem voru not- aðir held ég til að styrkja námugöng. Það kom að okkur trilla og tók vír frá okkur og fór með hann í land og þar var hann settur utanum einhvern klett og svo var akkerið að aftan. Svo allt í einu komu þeir sigl- andi út úr einhverju ármynni og drógu á eftir sér timbur- fleka, þeir voru með bjálka sem voru festir saman með keðjum og þar inn í flaut timbrið. Þarna komu bæði karlar og kerlingar og stóðu svo bara á flekunum upp í klof í sjó að sveifla þessu um borð. Hlýjuðu sér svo allir oní vél í kaffinu. Þarna sást hvorki hús né nokkur annar skapaður hlutur í landi. Staðurinn hét Häplesund, og ég hef aldrei heyrt um hann fyrr eða síðar, en þetta var mjög minnis- stætt.“ Hólmvíkingar soldið að eldast „Ég réð mig til Hólmavíkur í skipspláss árið 1973, það var nú upphafið, og settist svo að. Hef verið þar síðan, svona fram undir þetta. Þá voru gerð- ir út nokkrir vélbátar frá Hólmavík, frekar litlir, þetta 12 til 50 tonn, en stækkuðu síðar. Það var mikil rækjuveiði í Húnaflóa þá og svo stunduðu menn handfæraveiðar á sumr- in. Þegar bátarnir stækkuðu var róið á línu á veturna. Þetta gekk þokkalega, held ég bara, en það var samt rækjuveiðin sem stóð undir útgerðinni. Það var unninn fiskur á sumrin og svo rækja og botnfiskur sam- hliða á veturna. Kaupfélagið átti vinnsluna en ekki útgerð- ina. Svo var keyptur togari 1983-4, Hólmadrangur. Ég var þarna á bátunum og í sláturhúsinu á haustin. Eins vann ég um tíma hjá hrepp- num. Mér líkaði vel á Hólma- vík. Þetta var miklu líflegri staður þegar ég kom þar held- ur en núna. Það var meira af ungu fólki. Ég held að mann- skapurinn sé soldið að eldast.“ Orginalar á hverju horni „Ég hitti einu sinni kunn- ingja minn suður í Reykjavík, mann sem ég vann með í prentsmiðju Þjóðviljans, og þegar ég sagði honum að ég byggi á Hólmavík sagðist hann öfunda mig, og ég spurði hissa hvers vegna. Jú, hann hafði komið þar um sumarið og hvergi nokkursstaðar séð eins mikið af orginal köllum. „Þeir voru þarna á hverju horni“, sagði hann. Það voru nokkrir helvíti góðir þarna þegar ég kom en svo týndu þeir nú tölunni. Það var meiri umferð fólks úr sýslunni þá heldur en núna. Það var auðvitað fjölmennara í sveitunum. Fólk sótti síður annað eins og núna. Umferðin jókst gríðarlega með veginum um Steingrímsfjarðarheiði. Það urðu jú til einhver störf við þjónustu í kringum það og maður varð auðvitað var við að fleira fólk fór í gegn.“ Vélbátar og risatog- arar hlið við hlið „Hólmavík er nú ekki mikill útgerðarstaður nú orðið. Kvótakerfið hefur séð til þess. Það var nú verið að skera niður rækjuna annað slagið og nú hafa veiðar á innfjarðarrækj- unni alveg verið stöðvaðar. En úthafsrækjan kom í staðinn svona upp úr 1980 og þá stækka bátarnir og handfæra- veiðarnar á sumrin leggjast mikið til af. Það var mikill kraftur í rækjuveiðinni á þeim árum. Ég man einu sinni eftir því að við vorum að toga hér í Kolluálnum, á rækjuveiðum, og vorum þá allt í einu við hliðina á togaranum Bjarna Benediktssyni úr Reykjavík, sem var á sömu veiðum. Við vorum á 60 tonna bát en Bjarni Ben hátt í þúsund tonna togari. Við heyrðum í þeim í talstöð- inni að þeir voru að tala um að fara að landa þessum sjö tonnum sem þeir voru með í lestinni. Þeir voru að veiða í ís eins og við og urðu að landa eftir fjóra, fimm daga. Þetta var nú ansi skrýtið, og maður hugsaði að þessi útgerð gæti nú ekki borgað sig. Það eru þrír eða fjórir bátar gerðir út frá Hólmavík núna, allir með lítinn kvóta og svo eru nokkrar trillur. Þeir seigl- ast þetta enn. Og nú er Út- gerðarfélag Akureyringa með vinnsluna. Menn lentu í ó- göngum með togarann, útgerð togarans og rækjuvinnslan var sameinuð í tengslum við svokallaða Vestfjarðaaðstoð, sem átti að ganga út á hag- ræðingu. Vinnslan var síðan byggð nokkuð vel upp en reksturinn bar sig ekki og þá yfirtók ÚA allt galleríið. Þeir seldu svo togarann burt í fyrra. Hann kom nú lítið til Hólma- víkur eftir þetta. Þeir hafa hinsvegar séð ágætlega fyrir hráefni til vinnslunnar. Það er jöfn og stöðug vinna þar.“ Formaður í verkalýðsfélaginu „Það var rétt fyrir 1980 að ég fór að taka þátt í stjórn Verkalýðsfélags Hólmavíkur. Formaður í félaginu varð ég 1982 og hef verið það síðan, alltof lengi segja sjálfsagt ein- hverjir. Maður fer að slaga upp í meðalkaupfélagsstjóra hvað það snertir. Það eru allir saman í félaginu – verkafólk, sjómenn, verslunarmenn og aðrir. Það er nú reyndar orðið lítið um sjómenn í félaginu núna, það má telja þá á fingr- um annarrar handar.“ Og nú er talað um að sam- eina verkalýðsfélögin á Vest- fjörðum, frá Þingeyri til Hólmavíkur. Það eru félögin Brynja á Þingeyri, Skjöldur á Flateyri, Súgandi á Suðureyri, Baldur á Ísafirði, Verkalýðs- og sjómannafélag Álftfirðinga í Súðavík og Verkalýðsfélag Hólmavíkur. Fundir voru ný- lega haldnir í öllum félögun- um sex. Við spyrjum Helga um afstöðu hans til málsins: „Það er búið að ræða málið í nær tvö ár og nú er komið að því að greiða atkvæði um mál- ið í þessum sex félögum sem eru með í fyrstu lotu. Það voru formenn og varaformenn fé- laganna sem unnu að undir- búningi málsins og komu sér saman um tillögu að samein- ingu, sem nú hefur verið kynnt í öllum félögunum. Umræðan á fundunum hefur nú ekki verið ýkja mikil. Ef marka má fundarsókn er áhuginn ekki mikill, en kannski er það nú bara það að mönnum þykir þetta svo sjálfsagt. Mér heyrist það nú heima hjá mér, að mönnum finnist að það þurfi ekkert að vera að ræða þetta. Það er að minnsta kosti af- staða þeirra sem maður heyrir mest í, það heyrist ekki mikið í hinum. Einhverjir hljóta nú að vera til sem hafa efasemdir og finnst þeir vera að missa eitthvað. Er það ekki alltaf svoleiðis? En menn fá líka í staðinn miklu öflugra félag.“ Nauðsynlegt að sameina félögin „Það er margt sem veldur því að þetta er nauðsynlegt skref. Það er liðin tíð að fólk geti sinnt forystu í verkalýðs- félögum í hjáverkum. Bæði er þetta orðin meiri vinna að sinna og svo hitt að fólk er ekki tilbúið að fórna sér í svona félagsmál eins og var hér áður. Það er orðið miklu meira í kringum þetta, ef að á að passa upp á réttindi fólks eins og skyldur félaganna bjóða, fylgjast með á vinnu- stöðunum og veita upplýsing- ar. Félögin í Ísafjarðarbæ eru auðvitað öll í sama sveitarfé- lagi, og eiga þess vegna auð- vitað að vera eitt félag, enda er það orðið eitt atvinnusvæði. Fjögur félög í sama sveitar- félagi getur ekki gengið til lengdar. Starfsmenn í sama fyrirtæki geta verið úr mörg- um félögum. Það er eðlilegast að þeir séu í einu félagi, upp á samstöðu, samningsstöðu og slíkt, annað er bara skipulags- legt klúður. Það getur verið að menn sjái á eftir sínum gömlu fé- lögum, ég veit allavega um einn, og það er eðlilegt, því menn bera oft tilfinningar til sinna félaga. En það er nú þannig að þeir sem hafa efa- semdir í byrjun, mildast nú með tímanum. Menn sjá hvert stefnir þegar fækkar í félögunum. Til dæm- is á Hólmavík, þá voru 154 félagar fyrir fjórum eða fimm árum en ætli þeir séu ekki 104 núna. Það hefur fækkað í hreppnum um fimmtíu manns, sama og í verkalýðsfélaginu. Þetta eru störfin sem hafa horf- ið. Þannig að ef félögin ætla að lifa og halda uppi þjónustu við sína félagsmenn verða þau að sameinast. Menn standa frammi fyrir þessari nauðsyn. Síðan hefur þetta verið þannig að Alþýðusamband Vestfjarða hefur þjónustað öll félögin á Vestfjörðum ansi mikil og þau 44.PM5 19.4.2017, 09:469

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.