Bæjarins besta


Bæjarins besta - 31.10.2001, Blaðsíða 10

Bæjarins besta - 31.10.2001, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 2001 Stakkur skrifar Samgönguþing FV Netspurningin Stakkur hefur ritað vikulega pistla í Bæjarins besta í mörg ár. Skoðanir hans á mönnum og málefnum hafa oft verið umdeildar og vakið umræður. Þær þurfa alls ekki að fara saman við skoðanir útgefenda blaðsins. Þrátt fyrir það bera ábyrgðarmenn blaðsins ábyrgð á skrifum Stakks á meðan hann notar dulnefni sitt. Netspurningin er birt viku- lega á bb.is og þar geta lesendur látið skoðun sína í ljós. Aðeins er tekið við einu svari frá hverri tölvu. Niðurstöðurnar eru síðan birtar hér. Spurt var: Telur þú að genatækni og mannkyns- ræktun séu að ganga út í öfgar? Alls svöruðu 262. Já sögðu 153 eða 58,40% Nei sögðu 109 eða 441,60% hafa starfað mikið saman inn- an ASV. Þannig hefur sam- bandið starfað að mörgu leyti eins og félag. Séð um ýmsa þjónustu sem stærri félögin sjá um. Þetta hefur kannski tafið sameininguna eitthvað, en að hinu leytinu er samein- ing auðveldari fyrir vikið.“ Verðum sterkari saman „Ef þessi sex félög sam- þykkja sameiningu, lít ég á það sem fyrsta skrefið. Von- andi koma þá hin félögin sem allra flest inn í þetta. Stórt félag hefur líka allt aðra vigt í heildarsamtökum eins og Starfsgreinasambandinu og Alþýðusambandinu. Stórt fé- lag með sameinaða krafta á líka allt aðra möguleika á að þjóna félagsmönnum heldur en mörg lítil og veik félög. Það verður að segjast eins og er, þó margir hafi staðið sig vel í þessum litlu félögum að halda starfinu gangandi, að það er ekki leggjandi á fólk til lengdar. Starfið byggir á svo fáum, að það má ekkert útaf bregða. Þetta hefur sýnt sig gegnum árin. Menn verða að gera það sem nútíminn kallar á og reyndar fleira eins og kvótaleysið og samdráttur í kjölfar hans.“ Forysta sveitar- félaganna veik „Ef menn horfa tuttugu ár aftur í tímann, þá er ástandið á Vestfjörðum alveg svaka- legt. Þessi þróun hefur verið alveg ægileg. Af hverju fóru Vestfirðingar svona illa út úr kvótakerfinu, er spurt. Vest- firðingar byggðu auðvitað meira á þorskveiðum en aðrir og þar varð skellurinn mestur. Hitt er svo annað að okkur er legið á hálsi fyrir að hafa aldrei unnið með kerfinu og alltaf verið að streitast á móti því. Svo seldu menn bátana og misstu þetta einhvern veginn allt frá sér. Ég held að menn hafi líka verið soldið illa settir með sveitarstjórnir hérna. Þær hafa ekki verið nógu vakandi gagn- vart þessari þróun. Og þeir sem voru að losa sig við kvót- ann höfðu kannski stundum töluverð ítök hér í sveitar- stjórnunum mörgum hverjum. Önnur sveitarfélög hafa staðið sig betur, eða eins og góður maður hér sagði: „Kommún- istarnir á Neskaupstað keyptu kvótann af kapítalistunum hér fyrir vestan.“ Við verðum að fá aðstöðu til að nýta fiskimiðin, hvernig sem farið verður að því. Það er sífellt verið að fækka tæki- færum Vestfirðinga með hverri nýrri reglugerð. Sama er að segja um trillurnar. Þær hafa haldið uppi mörgum stöðum nú síðustu ár og smá- bátamenn segja að þessar nýju reglur gangi ekki upp. Fram- tíðin er óljós, svo ekki sé meira sagt.“ Sæll, Kasparov hér En aftur að skákinni. Helgi fór aftur að tefla á Hólmavík og var með í sveit Taflfélags Hólmavíkur sem átti um tíma lið í fremstu röð í deildakeppni Skáksambandsins. Þá var honum oft ruglað saman við nafna sinn stórmeistarann. „Ein saga af mörgum varð nú til þarna – ég held að ég hafi heyrt hana frá Jóhanni Þóri Jónssyni sem var með Skákprent. Tilefnið var það að ég var að tefla í deildar- keppni og þetta var þegar Kasparov var á hraðleið upp á stjörnuhiminninn. Ég var að tefla við ungan og efnilegan skákmann, Snorra Bergsson sagnfræðing, sem þekkti ekk- ert til mín. Þetta var hörkuskák og ég hafði hann eftir nokkuð sögulegt endatafl. En þegar við kynntum okkur í byrjun, ég náttúrulega sem Helgi Ólafsson, þá sá ég að hann varð soldið skrýtinn á svipinn. Síðan var sagan þannig að hann hefði svarað að bragði: Sæll, Kasparov hér.“ Hólmavík í efstu deild „Jón Kristinsson útibús- stjóri Búnaðarbankans á Hólmavík var nú aðalmaður- inn í Taflfélaginu og þetta var nú mikið hans verk að við náðum í fremstu röð. Það var nú sagt um sveit Taflfélags Hólmavíkur eins og um fót- boltalið Leifturs á Ólafsfirði, að það færi lítið fyrir heima- mönnum og jafnvel að fæstir í sveitinni hefðu nokkru sinni komið til Hólmavíkur. Það voru ýmsir góðir skákmenn sem komu til liðs við okkur, svo sem Jóhann Hjartarson stórmeistari, Jón Torfason og fleiri. Við tefldum í fyrstu deild í nokkur ár og auðvitað voru einhverjir heimamenn í liðinu, sumir brottfluttir, en þeir voru oftar í varamanna- sætunum. Þetta er nú svona í deildakeppninni, að menn hafa stundum seilst langt til að fá menn í sveitirnar. Ég man til dæmis eftir því að rússneski stórmeistarinn Bronstein var með B-sveit Taflfélags Reykjavíkur einu sinni. Hann var gríðarlega merkilegur skákmaður, Gyð- ingur auðvitað, eins og fleiri, og háði heimsmeistaraeinvígi árið 1951 en Botvinnik hélt titlinum á jöfnu.. Þannig hafa ýmsar sveitir sótt sér skák- menn utan héraðs, fleiri en Hólmvíkingar.“ Bylting eina ráðið? Helgi er enn lifandi í skák- inni, eins og kom fram á af- mælismótinu hér á Ísafirði um daginn. Hann vonar að Tafl- félag Ísafjarðar gangi í endur- nýjun lífdaga og mun þá ekki láta sig vanta. Helgi býr nú jöfnum höndum á Hólmavík og Ísafirði og starfar á vegum verkalýðsfélaganna á Vest- fjörðum. Við kveðjum hann í logninu við Hnífsdalsveginn þar sem hann býr með hund- inum Bósa við undirleik sjáv- arniðsins. En áður viljum við fá eitt- hvað um framtíðina. „Við verðum að trúa því að Vestfirðir rísi aftur upp. Ég trúi því statt og stöðugt. Það getur ekki gengið mikið leng- ur á þeirri braut sem við höfum verið á síðustu árin.Fyrir meir en hundrað árum var meira verðmæti flutt út frá Ísafirði en Reykjavík en núna fer allt í gegn þar, bæði út og inn. Það verður eitthvað að breytast. Kannski bylting sé eina ráð- ið?“ segir Helgi og brosir tví- ræðu brosi, eins og skákmaður sem búinn er að hugsa marga leiki fram í tímann. Frá Menntaskólanum á Ísafirði Könnun vegna almenns meistaranáms 2002 Menntaskólinn á Ísafirði kannar nú mögu- leika á að koma á fót almennu meistara- námi við skólann árið 2002. Þeir sem áhuga hefðu á að nýta sér þetta námsframboð eru beðnir að gefa sig fram við skrifstofu skólans, eða námsráðgjafa, fyrir 1. desember nk. (s. 450 4400). Lágmarksþátttaka er skilyrði þess að námsbrautinni verði komið á. Skólameistari. Íbúð til sölu Til sölu er mjög falleg 2ja herb. 92m² íbúð í hjarta bæjarins með góðum „vínkjallara“ að Aðalstræti 20 á Ísafirði. Upplýsingar gefur Björn Jóhannesson hdl., í síma 456 4577 og Grétar Sigurðsson í síma 892 7911. Í síðustu viku var haldið aukaþing Fjórðungssambands Vestfirðinga á Ísafirði. Eitt efni var til umræðu og afgreiðslu, samgöngumál, og flutti umdæmisverkfræð- ingur Vegagerðarinnar, Gísli Eiríksson, yfirgripsmikið erindi um stöðu og fram- tíðarsýn í vegamálum á Vestfjörðum. Margt er óunnið varðandi uppbyggingu vegakerfisins á Vestfjörðum, enda landslag stórbrotið og ekki hentugt til vega- gerðar, fjöll, firðir, ár, dalir og hálendi mikið. Ýmsir kostir eru í augsýn og eru sumir forvitnilegir. Að sögn Ólafs Kristjánssonar formanns Fjórðungssambands Vestfirðinga ríkti mikill samhugur með sveitarstjórnarmönnum er sóttu þingið. Það varð niðurstaða aukaþingsins að áfram yrði unnið í anda þeirrar stefnu, sem kom fram í áliti starfshóps Fjórðungs- sambands Vestfirðinga í vegamálum fjórðungsins, en það var lagt fram á 42. Fjórðungsþingi Vestfirðinga 29. og 30. ágúst 1997. Fram kom í BB í síðustu viku að þingfulltrúar hefðu tillögur Jónasar Guð- mundssonar sýslumanns í Bolungarvík um framtíðarveg yfir Tröllatunguheiði eða Arnkötludal, eins og hann hefur verið nefndur, í veganesti. Ekkert mun hafa verið samþykkt um þennan veg á aukaþinginu. Í fréttum hefur ekki komið fram hverjar áherslur fulltrúa einstakra sveitarfélaga voru, en ljóst má vera að þar hlýtur menn að greina á eftir þörfum og hagsmunum. Nokkurn veginn er vitað að fulltrúar litlu hreppanna sunnan Hólmavíkur hafa aðra áherslu en Hólmvíkingar, sem munu vera eindregnir stuðningsmenn vegar yfir Tröllatunguheiði. Vetrarfær vegur um hana styttir leiðina til Reykjavíkur um nálægt 42 kílómetra. Það er mikil samgöngubót Hólmvíkingum og þeim sem aka Djúpveg til suðurs, þangað sem allra leiðir liggja. Vitað er að rannsóknir á vegstæði um Arnkötludal liggja ekki fyrir og því er of snemmt að taka ákvarðanir. Á hinn bóginn eru hefjast framkvæmdir í Ísafjarðar- djúpi og á Vestfjarðavegi milli Bjarkalundar og Flókalundar í samræmi við út- boð. Þau verk hefjast að vori. Vetrarfær vegur um Klettsháls verður einhver besta samgöngubót fyrir Barðstrendinga til höfuðborgarinnar. Þó benda sumir á að lagfæra verði veg um Ódrjúgsháls og Gufufjörð, Djúpafjörð og Kollafjörð svo vegurinn megi teljast fullnægjandi. Jarðganga- gerð hlýtur að hafa borið á góma á þinginu, þótt vitað sé að pólitískt samkomulag liggi fyrir um að næst verði borað á Austurlandi og síðan á Norðurlandi. Við því er að búast að nokkur bið verði á jarðgangagerð á Vestfjörðum. Þó er eitt brýnasta verkefnið framundan að tengja norðursvæði Vestfjarða, Ísafjarðarbæ, Bolungarvík og Súðavík annars vegar og Vesturbyggð hins vegar, þannig að fýsilegt verði að fara á milli, einkum að vetr- arlagi. Til þess að svo verði er nauðsyn jarðganga milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar. Mikilvægast alls er þó að sýna þá nauðsynlegu þolinmæði, sem ávallt verður samfara langtímamarkmiðum, og keppa þó fast að markinu. Ef Vestfirðingar ná ekki saman um sameiningu sveitarfélaga og samþjöppun stjórnsýslu hins opinbera duga engir vegir til. Fólki mun fækka þar til það sér hag sinn af búsetu á Vestfjörðum. 44.PM5 19.4.2017, 09:4610

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.