Bæjarins besta


Bæjarins besta - 31.10.2001, Síða 12

Bæjarins besta - 31.10.2001, Síða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 2001 Fyrsti vetrardagur kom degi of snemma á Ísafirði Að morgni föstudagsins var birtingin á Ísafirði ólík því sem verið hafði. Um nóttina byrjaði fíngerð snjókoma og litir húsþakanna á Eyrinni hurfu fyrir einsleitum gráma. Göturnar bræddu af sér jafnóðum lengi vel en svo höfðu þær ekki undan og þegar morgnaði þegar myndin var tekin á Silfurtorgi hafði byggðin tekið stakkaskiptum. Föstudagurinn var í raun fyrsti vetrardagur á Ísafirði þótt almanakið segi hann hafa verið á laugardag. Fyrr í vikunni var byrjað að festa upp jólaskreytingar í verslunum á Ísafirði og þótti ýmsum nokkuð snemmt. Þá var ennþá sumar, jafnt á almanakinu sem hjá almættinu. „Ekkert tefur framkvæmdir við Djúpveg enn sem komið er þó að áætlað útboð hafi frestast“, segir Gísli Eiríks- son, umdæmisstjóri Vega- gerðarinnar á Vestfjörðum. Á vegáætlun 2002-2004 er fjár- veiting til að leggja slitlag á meginhluta leiðarinnar um Hestfjörð og Skötufjörð. Sögusagnir hafa verið á kreiki þess efnis að fram- kvæmdir hafi tafist vegna ein- hverrar stífni landeigenda varðandi malarnámur í Skötu- firði. „Talið hefur verið heppi- legra að byrja í Skötufirði en við nánari undirbúning verks- ins hafa komið upp álitamál í sambandi við fyrirhugaðar námur. Verið er að vinna í málinu og mun það væntan- lega skýrast á næstu vikum“, segir Gísli Eiríksson. „Breytt- ar forsendur varðandi námur gætu leitt til þess að heppi- legra væri talið að byrja í Hest- firði. Hönnun lagfæringa á veginum þar er langt komin og ætti að vera hægt að byrja af krafti í vor“, sagði Gísli Eiríksson. Framkvæmdir við Djúpveg í Hestfirði og Skötufirði Ættu að hefjast af fullum krafti í vor Að venju komust færri en vildu á árlegt villi- bráðarkvöld SKG-veitinga á Hótel Ísafirði á laugar- dagskvöldið. Veislustjóri að þessu sinni var Eiríkur Finnur Greipsson aðstoð- arsparisjóðsstjóri. Veit- ingarnar voru í samræmi við nafnið á hátíðinni – hvaðeina sem vestfirsk náttúra gefur af sér, leyft er að veiða og hægt er að ná, svo sem gæs og svartfugl, önd og rjúpa, lax og sjóbirtingur, selur og höfrungur, auk sérval- inna forrétta og eftirrétta úr VVV (villtustu víðáttum Vestfjarða). Einnig var hreindýrakjöt á borðum en það kom reyndar að austan (smakkaðist samt vel). Allt var þetta síðan bragðbætt með margvís- legum kryddjurtum úr áðurnefndum VVV. Meðal fastra liða á villibráðarkvöldum eru að sjálfsögðu veiðisögurnar. Fyrstu verðlaun fyrir veiðisögu hlaut Friðgerður Ómarsdóttir, en auk þess að vera hugljúf hafði sagan þá sérstöðu meðal hefðbundinna veiðisagna að allir trúðu að hún væri sönn. Myndirnar frá villibráðarkvöldinu sem hér fylgja segja flest annað sem segja þarf. Fleiri myndir eru á bb.is. Árlegt villibráðarkvöld SKG á Hótel Ísafirði Friðgerður Ómarsdóttir ásamt öðrum verðlaunahöfum á villibráðarkvöldinu. Grétar Sigurðsson, Sigríður Þrastardóttir, Magni Guðmundsson og Hulda Guðmundsdóttir fá sér af glæsilegu veisluborðinu. Ragnheiður Jónsdóttir, Kristján G. Jóhannsson, Inga S. Ólafsdóttir, Gunnar Arnórsson og Brynjólfur Þór Brynjólfsson voru á meðal gesta í villibráðarveislunni. 44.PM5 19.4.2017, 09:4612

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.