Bæjarins besta - 31.10.2001, Side 13
MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 2001 13
Fyrir helgina var byrjað á
uppsetningu vegriðs þar
sem vegurinn milli Ísafjarð-
ar og Súðavíkur liggur gegn-
um Arnarneshamar. Á liðn-
um árum hefur verið nokkuð
um slys og óhöpp á þessum
stað. Menn hafa ýmist ekki
hitt á hamarsgatið heldur
ekið á fullri ferð á kletta-
vegginn eða skrapað bílun-
um utan í bergið á leiðinni í
gegn. Riðinu er ætlað að koma
í veg fyrir þetta. Verkinu verð-
ur lokið eftir helgina. Að sögn
Guðmundar Björgvinssonar
hjá Vegagerðinni á Ísafirði er
ætlunin að setja upp á næst-
unni vegrið á Óshlíðarvegi
skammt utan við Óshólana ef
tíðarfar leyfir.
Í fyrra var komið upp riði á
alllöngum kafla á Óshlíðar-
vegi neðan við Seljadal. Þar
er sviptivindasamt og var
bílum hætt við því að fjúka
út af veginum í hálku og
hvassviðri. Nýja riðið verð-
ur á 350 m kafla eða þar um
bil, frá hæðinni við Óshóla-
vita og inn fyrir Sporhamar,
en þessi kafli getur verið
sérlega varasamur í hálku.
Vegrið gegnum
Arnarneshamar
Stöðugt bætt við öryggisráðstöfunum á vegum
Nýja riðið á leiðinni í gegnum hamarinn.
ORÐSENDING TIL ÍBÚA
ÍSAFJARÐARBÆJAR
Þar sem nú er unnið að nýrri þjóðskrá
m.v. 1. desember 2001 er íbúum sveit-
arfélagsins bent á að tilkynna um breytt
lögheimili sem allra fyrst.
Eigendum íbúða er skylt að fylgjast
með búsetuskráningu leigjenda sinna.
Forstöðumenn fyrirtækja og stofn-
ana eru hvattir til að minna nýtt starfs-
fólk á að flytja lögheimili sitt sé þess
þörf.
Skrifstofan á Ísafirði er opin frá kl.
10:00-15:00 virka daga. Einnig eru
skrifstofurnar á Suðureyri og Þingeyri
opnar og taka á móti tilkynningum.
Hægt er að ná sambandi við manntals-
fulltrúa í síma 450 8000 sé frekari
upplýsinga þörf.
Bæjarstjórinn í Ísafjarðarbæ.
Tveir dómar kveðnir upp í Héraðsdómi Vestfjarða
Ungir menn sakfelldir
fyrir margvísleg brot
Tveir 19 ára menn, annar
búsettur á Ísafirði en hinn á
Flateyri, voru á föstudag
dæmdir í Héraðsdómi Vest-
fjarða vegna ýmissa brota.
Mál þeirra tengdust ekki. Ís-
firðingurinn hlaut 140 þúsund
króna sekt og sviptingu öku-
réttar og þarf að sæta upptöku
á 35 g af hassi, einum brauð-
hníf og 9 þúsund krónum.
Flateyringurinn var dæmdur
til 160 þúsund króna sektar-
greiðslu og sviptingar öku-
réttar í tvö ár.
Ísfirðingurinn var þrívegis
á síðasta vetri tekinn með hass
eða við sölu á hassi og var
sakfelldur fyrir það. Einnig
var hann sakfelldur fyrir nokk-
ur umferðarlagabrot, þar á
meðal hraðakstur á Skutuls-
fjarðarbraut við Grænagarð.
Níu þúsund krónurnar sem
gerðar voru upptækar voru
greiðsla fyrir hass en á brauð-
hnífinn sannaðist að hafa verið
notaður við skurð á hassi.
Flateyringurinn var dæmd-
ur fyrir ítrekaðan ölvunarakst-
ur og ítrekaðan akstur án öku-
réttinda. Hann hafði áður
verið dæmdur fyrir ölvunar-
akstur og fleiri brot.
Við ákvörðun refsingar hins
fyrrnefnda var haft í huga, að
hann hefur bætt ráð sitt og
lagt sig fram við það. Í dóm-
num segir um þetta m.a.: Hann
hefur játað greiðlega og verið
samvinnufús við rannsókn
brota hans gegn lögum.
44.PM5 19.4.2017, 09:4613