Bæjarins besta - 31.10.2001, Qupperneq 16
ÓHÁÐ Á VESTFJÖRÐUMFRÉTTABLAÐ
Stofnað 14. nóvember 1984• Sími 456 4560 •Fax 456 4564 • Netfang: bb@bb.is • Verð kr. 200 m/vsk
Langþráð framkvæmd hjá Súðavíkurhreppi sem kostar um 40 milljónir króna
Súðvíkingar loksins búnir að fá
kristaltært og gott neysluvatn
Rækjuvinnslan í Súðavík
notaði á fimmtudag í síðustu
viku í fyrsta sinn vatn úr nýj-
um borholum sem veitt er inn
á vatnslögn Súðavíkurhrepps.
Daginn áður var byrjað að
dæla vatni úr tveimur borhol-
um í nýjan 800 tonna vatns-
tank sem notaður er sem miðl-
unartankur. Eru Súðvíkingar
þar með komnir með hreint
og gott neysluvatn en fram til
þessa hefur vatnsból þeirra
verið í Eyrardalsánni. Að sögn
Friðgerðar S. Baldvinsdóttur,
sveitarstjóra í Súðavík, hafa
Súðvíkingar beðið lengi eftir
úrbótum í vatnsmálum sínum.
Þau hafa verið á dagskrá allt
frá 1974 og ýmsar hugmyndir
skoðaðar og ræddar.
Framkvæmdir hófust loks
fyrir tveimur árum er boraðar
voru fjórar tilraunaholur en
síðan var ráðist í að tengja
tvær af þessum holum.
Ákveðið var að leggja leið-
slur og byggja vatnstank þegar
fyrir lá að nægjanlegt magn
af góðu neysluvatni fengist.
Segir Friðgerður að fylgst
verði með málum til að sjá
hvort hlutirnir gangi eins og
til er ætlast. Eftir er að ganga
frá símalögnum og öðrum
búnaði en fyrirhugað er að
hægt verði að fylgjast með
rennsli og vatnsmagni í tanki
frá skrifstofu hreppsins. Áætl-
aður kostnaður við þessar
framkvæmdir er í kringum 40
milljónir. Friðgerður S. Baldvinsdóttir, sveitarstjóri við aðra af nýju borholunum.
Ákærð fyrir brot í opinberu starfi á Bræðratungu
Sökuð um að hafa
svikið út róandi lyf
Í síðustu viku var þingfest í
Héraðsdómi Vestfjarða opin-
bert mál sem ríkissaksóknari
höfðar á hendur fyrrverandi
deildarstjóra á sambýlinu
Bræðratungu á Ísafirði. Deild-
arstjórinn fyrrverandi, sem er
liðlega fimmtug kona, er
ákærður fyrir svik og brot í
opinberu starfi, með því að
hafa í starfi sínu blekkt lækna
til að ávísa róandi lyfjum á
íbúa á sambýlinu, án þess að
viðkomandi væru í raun ætluð
lyfin.
Ákærðu er jafnframt gefið
að sök að hafa síðan fengið
lyfin afhent í apóteki undir
röngu yfirskini og í eigin
þágu, en andvirðið var skuld-
fært á skráðan viðtakanda.
Hin meintu brot eiga að hafa
átt sér stað frá 21. desember
1998 til 24. september 1999.
Mælingarreglur fiskveiðistjórnarkerfisins gera sínar kröfur
Bátur styttur vegna breikkunar
Hjá Plastorku ehf. á Ísafirði
er nú verið að breikka 5,9
tonna plastbát. Jafnframt er
hann styttur svo að hann missi
ekki daga í fiskveiðistjórnar-
kerfinu.
Að sögn Esra Esrasonar hjá
Plastorku þótti báturinn held-
ur mjór og þess vegna of svag-
ur á sjó. Vegna breikkunar-
innar er báturinn styttur úr
7,25 m í 6,45 m til þess að
mælingin verði áfram 5,9 tonn
en við þessa breytingu verður
hann þó burðarmeiri. Raunar
segja mælingakúnstir af þessu
tagi sáralítið um burðargetu
báta.
Hjá Plastorku er gert við
plastbáta og gerðar á þeim
breytingar af hvaða tagi sem
er. „Við getum gert allt hér og
engin þörf fyrir eigendur báta
að leita í aðra landshluta eftir
þjónustu“, segir Esra Esrason,
framkvæmdastjóri Plastorku
ehf. á Ísafirði. Esra við sundurhlutaðan bátinn.
Flugmálastjórn á Ísafirði
Fær nýjan bíl
Flugmálastjórn á Ísafirði
fékk í síðustu viku nýjan
slökkvibíl sem verður í við-
bragðsstöðu á Ísafjarðar-
flugvelli. Bíllinn er reyndar
ekki alveg nýr heldur er hér
um að ræða tólf ára gamlan
MAN-bíl sem var á Akur-
eyri.
Um miðja síðustu viku
var haldin æfing í slökkvi-
störfum á Ísafjarðarflugvelli
þar sem nýi bíllinn fékk m.a.
fyrstu reynslu sína hér vest-
ra. Slíkar æfingar eru haldn-
ar á Ísafjarðarflugvelli vor
og haust. Auk þess eru öðru
hverju stærri æfingar með
þátttöku margra aðila en þær
eru skipulagðar syðra.
44.PM5 19.4.2017, 09:4616