Vinnan - 01.09.1945, Side 6
HERMANN GUÐMUNDSSON:
Ferð til Svíþjóðar og Noregs
í júlímánuði mættum við tveir, Eggert Þorbjarnarson
og greinarhöf., sem fulltrúar frá Alþýðusambandi ís-
lands á ráðstefnu verkalýðssambanda Norðurlanda, sem
haldin var í Stokkhólmi sunnudaginn 15. júlí.
Þar sem þetta er fyrsta ráðstefna norræns verkalýðs,
sem haldin hefur verið eftir að styrjöldinni lauk, má
ætla að margur hafi áhuga fyrir því, sem þar gerðist,
svo og frétta almennt frá sænsku verkalýðshreyfingunni,
og þá ekki síður frá þeirri norsku.
Þá er þetta greinarkorn og ritað með það fyrir aug-
um að skýra frá gerðum nefndrar ráðstefnu og gefa
lesandanum ofurlitla innsýn í það, er við sáum, og það
sem við urðum vísari um í þessari ferð og snertir
sænskan og norskan verkalýð.
Ráðstefnan í Stokkhólmi
Til Svíþjóðar fórum við í flugvél frá flugvellinum
á Reykjanesi og komum til Bromma-flugvallarins við
Stokkhólm eftir 7 klukkustunda flug.
Snemma morguns eftir komuna til Stokkhólms mætt-
um við í fundarsal sænska Alþýðusambandsins, sem er
í einu af mörgum stórhýsum þess við Barnhusgatan í
Stokkhólmi.
Mættir voru auk okkar Islendinganna fulltrúar frá
Noregi, Danmörku, Finnlandi og Svíþjóð.
Ráðstefnan hófst kl. 10 eins og ákveðið hafði verið
með því að forseti sænska Alþýðusambandsins, August
Lindberg, flutti ræðu og bauð fulltrúa velkomna, síðan
var tekið fyrir fyrsta málið, sem var stofnun hins nýja
alþjóðasambands verkalýðsins, sem stofnað verður í
París í haust.
Um þetta mál urðu svo sem vænta mátti miklar um-
ræður og sýndist sitt hverjum, eins og oft vill verða,
en að umræðum loknum var einróma samþykkt, að ráð-
stefnan lofaði hverja tilraun sem gerð væri til að sam-
eina verkalýðinn og teldi ríka þörf fyrir sterkt al-
þjóðasamband verkalýðsins.
Annað málið, sem tekið var fyrir, var skýrsla um
störf alþjóðlegu verkamálaskrifstofunnar. Skýrsluna
flutti Gunnar Andersson, varaforseti sænska alþýðu-
sambandsins; var hann nýkominn frá Ameríku þar sem
hann kynnti sér þetta mál. Engin samþykkt var gerð
í máli þessu.
Þriðja og síðasta málið, sem ráðstefnan tók fyrir,
var samvinna verkalýðsins á Norðurlöndum, og var
það sjáanlega það málið, sem fulltrúarnir höfðu mestan
áhuga fyrir, því í því máli töluðu flestir. Voru allir,
sem töluðu, sammála um að nauðsyn bæri til þess að
treysta nú sem bezt böndin, sem losnað höfðu á styrj-
aldarárunum.
Samþykkt var að næsta ráðstefna verkalýðssam-
banda Norðurlanda yrði haldin í Danmörku, og er gert
ráð fyrir að sú ráðstefna verði haldin snemma á næsta
vori, 1946.
Að ráðstefnunni lokinni hélt sænska Alþýðusamband-
ið hóf fyrir fulltrúa ráðstefnunnar í hinu rauða her-
bergi, sem Strindberg hefur gert frægt og er í „Berns
restaurant“. í þessari veizlu vorum við kynntir • fyrir
mörgum forustumönnum og áhrifamönnum í hinum
sænska og finnska stj órnmálaheimi.
Sænska Alþýðusambandið
Þar sem ráðstefnan stóð aðeins yfir einn dag, höfð-
um við nægan tíma til þess að gefa okkur að hinu öðru
aðalmarkmiði í þessu ferðalagi okkar, en það var að
kynnast sem bezt sænsku verkalýðshreyfingunni.
Vorum við um tíma daglegir gestir í aðalskrifstofum
sænska Alþýðusambandsins og komum þar stundum oft
á dag til að afla okkur upplýsinga og ekki stóð á Sví-
unum, þeir voru ávallt reiðubúnir til þess að láta okk-
ur í té hverjar þær upplýsingar, er við óskuðum eftir.
Fara hér á eftir nokkur atriði er snerta sænskan
verkalýð:
Sænska Alþýðusambandið er í því ólíkt Alþýðusam-
bandi Islands, að verkalýðsfélögin ganga ekki beint í
það, heldur er sænska alþýðusambandið myndað af
hinum mörgu samböndum, sem verkalýðsfélögin í
hverri einstakri starfsgrein mynda, t. d. sambandi
námuverkamanna, sambandi járnbrautarverkamanna
o. s. frv.
Alþýðusambandið er stofnað árið 1899 af 16 sam-
böndum, sem höfðu innan sinna vébanda 664 félög
með samanlegt 37523 meðlimi.
í fyrra, 1944, eru í Alþýðusambandinu 46 sam-
bönd með 8336 félög, sem höfðu samanlagt 1069317
meðlimi. Framh. á bls. 182
180
VINNAN