Vinnan


Vinnan - 01.09.1945, Page 10

Vinnan - 01.09.1945, Page 10
JAMES GOULD COZZIENS: Hinir síðustu verða fyrstir Ég kynntist Ríkharði fyrir tíu árum, þegar ég fór til Kúbu í fyrsta sinn. Hann var lágur vexti, svipdjarfur, rúmlega tvítugur að aldri og við- kunnanlegasti piltur. Hann kynnti sig sjálfur, þegar við hittumst á skipsfjöl, og ég varð undr- andi, þegar ég komst að því, að Ameríska stálbygg- ingafélagið hafði sent okkur báða til að sjá um sama verkið. Ríkharður var útskrifaður frá fremur lélegum verkfræðiháskóla. Og þar eð hann var nýsloppinn frá prófborðinu og á aldur við mig, ákvað ég strax að vera honum innan handar eftir því, sem ég gæti, og það kom fljótlega í ljós, að ekki var van- þörf á því. Það var ekki hugsanlegt, að nokkrum viti bornurn manni gæti dottið í hug, að Ríkharð- ur væri eins fær í starfsgreininni og ég. Sannleik- urinn var sá, að mér var ómögulegt að botna í því, hvernig í dauðanum hann hafði getað fengið þessa stöðu. En ég geng þess ekki dulinn núna. Augu mín opnuðust um daginn, þegar ég las það af tilviljun í blaði, að Ríkharður væri orðinn varaforseti Ameríska stálhlutafélagsins, eftir að Prossert keypti gamla Stálbyggingafélagið. Ríkharður var, eins og áður er sagt allra þægilegasti piltur, og mér geðjaðist prýðilega að honum, þegar ég var orðinn sannfærður um, að hann mundi ekki skyggja á mig. Félagið hafði gert samning um að leggja einkajárnbraut, um sjötíu mílna langa, svo að sykurframleiðendafélagið gæti komið vörum sínum til hafnar. Starf okkar Ríkharðs var mjög auðvelt. Við þurftum aðeins að gera fáeinar athuganir og uppdrætti. Að minnsta kosti var starfið mér afarauðvelt, en það virtist vefjast dálítið fyrir Ríkharði, því það kom fljótlega í ljós, að hann kunni ekki einu sinni að nota reglustriku. Þegar hann bað mig að annast útreikningana fyrir sig, komst ég að raun um, að það var ekki af tómri leti eða sérhlífni. Og loks var ég orðinn svo þreyttur á honum, að ég sagði við hann: — Heyrðu, piltur minn! Þú ert tvímæla- laust lieimskasti maðurinn hér um slóðir. Ef þú tekur þig ekki á, færðu aldrei framar vinnu hjá Farrell. Ríkharður glotti og sagði: — Það skiptir mig engu. Ég kæri mig ekkert um svona vinnu. Ég er skapaður til að vera framkvæmdastjóri. — Já, einmitt það! — Það er ekki vafi á því. Og hvern fjandann í Stokkhólmi dvöldum viS síðan þann stutta tíma, sem biSin eftir flugvélinni tók. NotaSi ég tímann til þess aS heimsækja sænska íþróttasambandiS, en þaS er önnur saga, sem eigi verSur sögS hér. FerSin til íslands gekk vel og eftir rúmlega sex klukkustunda flug sáum viS úr flugvélinni hiS fyrsta af landinu, og var þaS Öræfajökull. Var fagurt aS fljúga vestur meS ströndinni. Eftir sjö klukkustunda flug settist flugvélin á flug- völlinn á Reykjanesi. Voru þá rúmlega 3 vikur liSnar síðan viS lögSum upp frá sama staS til SvíþjóSar. Stuttur eftirmáli Ég get eigi skilið svo viS þessa frásögn mína, aS ég ekki geti þess frekar sem mér finnst athyglisvert viS þessa SvíþjóSar- og NoregsferS. En þaS er þaS, aS meS henni og þátttöku AlþýSusambands Islands í ráS- stefnu verkalýSssambanda NorSurlanda, eru aftur hnýtt þau bönd viS verkalýS bræSraþjóSanna á NorS- urlöndum, sem styrjöldin ýmist sleit eða leysti. íslenzk verkalýSshreyfing hefur ávallt staSiS í nánu sambandi og snertingu viS verkalýS annarra NorSur- landa og þaS af eSlilegum ástæSum. VerkalýSurinn þar er aS þjóðerni skyldastur hinum íslenzka verkalýS og býr í mörgum tilfellum viS svipuðust skilyrSi. AS því athuguðu, svo og því aS félagsleg menning og skipulag stendur á mjög háu stigi í þessum löndum, þá er íslenzkri verkalýSshreyfingu rnjög rnikils virði aS treysta sem bezt vináttu og samvinnubönd viS verka- lýð annarra NorSurlanda. 184 V IN N A N

x

Vinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.