Vinnan - 01.09.1945, Síða 12
TILKYNNING
frá iðnaðarfulltrúunum
I 1. gr. laga um iðnaðarnám er svo ákveðið, að til
þess að iðnnámssamningur sé löglegur, verði hann að
fullnægja skilyrðum þeim, er iðnaðarfulltrúar hafa kom-
ið sér saman um að setja um slíka samninga. I sömu
lagagrein er þó undantekningarákvæði um það, að hafi
félög sveina og meistara komið sér saman um kaup og
kjör iðnnema, skuli því samkomulagi ekki raskað af
iðnaðarfulltrúum.
Að undanförnu hafa kjör iðnnema í ýmsum iðn-
greinum verið svo léleg, að þeir hafa hvergi nærri borið
úr býtum sem svarar framfærslukostnaði yfir námstím-
ann, sem þó mun samkvæmt iðnnámslögum mega telja
lágmarkskröfu, þar sem jöfnum höndum er gert ráð
fyrir þeim möguleika, að nemandinn hafi framfæri á
vegum meistara eða fái greitt kaup.
Með tilvísun í ofannefnda lagaheimild og til leiðrétt-
ingar á kjörum nemenda í þeim iðngreinum, þar sem
kaup hefur verið lægst, hafa iðnaðarfulltrúar í sam-
ráði við iðnaðarmálaráðherra ákveðið að setja eftir-
farandi skilyrði um kaup og kjör fyrir áritun iðnnáms-
samninga:
harður. — Mér þykir vænt um að hafa getað
frætt yður ofurlítið.
Þegar við vorum farnir, gat ég ekki orða bund-
izt lengur. — Mikill dæmalaus erkilygari geturðu
verið, sagði ég. — A.nnan eins leikaraskap hef ég
aldrei þekkt.
— Ég keppi að því, að láta mönnum geðjast að
mér, sagði Ríkharður glottandi. — Og fyrst Pross-
ert langar til að vita eitthvað, ætti ég þá að halda
því leyndu fyrir honum?
— Þú heldur víst, að þú sért ári sniðugur, sagði
ég. — En livaða álit heldurðu að hann fái á þér,
þegar hann leitar sér sannra upplýsinga, eða spyr
einhvern, sem betur veit?
— Heyrðu væni minn, sagði Ríkharður vin-
gjarnlega. — Hann bað ekki um neinar upplýsing-
ar, sem hann þarf að nota. Hann þarf aldrei að
nota þessar tölur, sem ég nefndi honum. Og ef svo
ólíklega færi, að hann þyrfti einhverntíma að nota
þær, hefur hann nóga menn til að útvega sér þær
1. Kaup iðnnema sé viku- eða mánaðarkaup (ekki
tímakaup).
2. Lágmarkskaup verði sem hér segir:
Á 1. námsári 25% af samningsbundnu kaupi
sveina í sömu iðn á hverjum stað.
Á 2. námsári 30% af samningsbundnu kaupi
sveina í sömu iðn á hverjum stað.
Á 3. námsári 40% af samningsbundnu kaupi
sveina í sömu iðn á hverjum stað.
Á 4. námsári 45% af samningsbundnu kaupi
sveina í sömu iðn á hverjum stað.
3. Oheimilt er að semja um það, að nemandi skuli
greiða námskostnað í iðnskóla eða sjúkrasam-
lagsgjöld, og ber meistara ætíð að greiða allan
slíkan kostnað.
Akvæði þessi ná ekki til iðngreina, þar sem samning-
ar milli sveina og meistara um kjör nemenda eru í gildi
og ekki til nemenda þeirra, sem taka laun sín í fríðu á
vegum meistara.
Er iðnmeisturum, sem taka nemendur, bent á að haga
samningum við þá í samræmi við reglur þessar, svo
að komizt verði hjá að breyta þeim, er áritun fer fram.
Þá skal það enn brýnt fyrir meisturum og forstöðu-
mönnum iðnfyrirtækj a að gera námssamninga, áður en
nám er hafið og senda oss þá samstundis til áritunar.
Reykjavík, 1. ágúst 1945.
lðnaðarfulltrúarnir.
+ *****-**-i4-**><- + * + *-**X-
réttu, og þá verður hann búinn að gleyma þeim
tölum, sem ég nefndi. Og ég er meira að segja bú-
inn að gleýma þeim sjálfur. Það eina, sem hann
man, er munurinn á mér og þér.
— Það var o°
— Það er enginn vafi á því, sagði Ríkharður á-
kveðinn. — Hann man eftir því, að Ameríska stál-
byggingafélagið hefur í þjónustu sinni ungan,
gáfaðan mann, sem heitir Ríkharður, gat sagt
honum allt, sem hann langaði til að vita, var ein-
mitt af þeirri tegund manna, sem hann hefur
mesta þörf á, en gagnólíkur hinum manninum,
sem hafði engan áhuga á starfi sínu, gat ekki leyst
úr einföldustu spurningum og verður alla ævi
látinn sýsla við lítilfjörleg störf á Kúbu.
— Svo að þú heldur það? sagði ég.
En hann reyndist sannspár. Því að ég er enn
þá á Kúbu, hef ekki hækkað í tigninni og er lát-
inn sýsla við lítilfjörleg störf.
186
VINNAN