Vinnan


Vinnan - 01.09.1945, Síða 14

Vinnan - 01.09.1945, Síða 14
blöð hér og hvar á húsdyr, bæði hjá konunginum, og fleirum hér í staðnum. Alla þessa viðbót til launanna, sem Friðrik 6. hafði gefið þeim, tók Kristján 8. af þeim, og sagði, að þeir gætu vel lifað af sínum fyrri launum fyrir utan viðbót nokkra. — Kokkarnir, sem Friðrik 6. hafði, voru 20 að tölu. 16 af þeim voru afsettir, því hann (Kr. 8.) sagði, að 4 kokkar gætu gert ins mikið og þó 20 væru, og nógu margir til þeirra starfa. Margt fleira óþarfa embættismenn afsetti hann. Allt þetta gerði hann samt óvinsælan hjá þessum em- bættismönnum. Einn dag gekk hann í einn akur, sem hann átti, og klæddi sig í önnur klæði, en venjulegt var. Hann gekk til þeirra og spurði, hvað mikið þeir fengju í laun hjá konunginum. Þeir sögðu: 3 mörk um daginn. Hann spurði þá svo alla að þessu. hvort þeir aldrei hefðu fengið meira en fyr höfðu þeir fengið 5 mörk um daginn. Hann bað þá einn þeirra að kalla á yfirmanninn, en þegar hann kom, þekkti hann kon- unginn. Konungur bað þá þennan sýna sér reiknings- bækurnar yfir útsvar til erfiðisfólksins, en hinn þorði þá eigi annað en að gera það. Varð þá uppvíst, að hann hafði stolið túmarki af hverjum marini. Konungurinn skipaði honurn þá að gjalda alla þessa peninga til erfiðisfólksins, og setti hann síðan frá embættinu, en ei fékk hann meira straff. Einn dag gekk konungur til sinna timburmanna og smiða, er smíðuðu stríðsskipin. Þeir voru 400 að tölu. 300 af þeim sagði hann upp erfiðinu, því hann sagðist ei vilja láta smíða fleiri skip fyrst um sinn. Hann sagði, sem satt er, engin not að þeim vera, má (nema) gefa öllu þessu fólki fæði og klæði, og svo eitt stríðsskip, sem verið er að smíða í 4 ár af 400 mönnum, kostar konunginn í það heila 10 milljónir ríkisdala, og svo er það lagt við síðuna á hinum skipunum út á leguna og fúnar þar niður, því hann hefur ei fleiri en 8 af þeim í brúki: 2 fyrir vakt í Eyrarsundi, 2 til böndlunar í Vestindíum, 2 í Asía, 2 í Africa; í allt eru stríðsskipin að tölu 130. Þegar þess- ir 400 menn fengu að heyra, hvað konungurirm hafði í áformi, brá þeim illa við og urðu reiðir af þessum nýungum og svöruðu, að ef hann tæki af þeim þessa forþénustu yrðu þeir að ganga út og stela eður betla, eða sjálfir að skilja sig við lífið, þar margir af þessum smiðum og timburmönnum væru fátækir barnamenn. Daginn eftir þann 31. Maii hélt kóngurinn sitt silfur- brúðkaup; það var ein stór veizla, sem allir herrar hér halda, þegar þeir hafa verið giftir í 25 ár, og þegar þeim auðnast að lifa með konu sinni í 50 ár, halda þeir aðra stórveizluna, sem kallast gullbrúðkaup. Um daginn var með mikilli viðhöfn eitt nýtt stríðsskip sett af stokkunum og út á sjóinn; þar þá skírt og kallað Kristján 8., stærst er það af öllurn stríðsskipum í Dan- mörku; það rúmar 1500 manns í stríði, 500 á hverju dekki, og matur til 6 mánaða handa öllum þessum rúmast í lestinni. Þegar skipið gekk af stokkunum var hrópað upp: Það er það seinasta skip, sem Kristján 8. konungur af Danmörku lætur smíða, og sumir köll- uðu þá: Ekki Kristján 8., heldur Kristján brauðlausi. Fáum dögum þar eftir keyrði konungurinn í vagni í gegnum borgina. Þá stóðu allir þessir smiðir og timb- urmenn og mörg þúsund aðrir á veginum og hrópuðu: Kristján brauðlausi. Fáum vér erfiði í dag. Og sumir köstuðu steinum eftir vagninum. Pólitíinu og stríðsfólk- inu var skipað að stöðva þennan óróa, en þau áttu mjög örðugt með það. Einn pólitíþénarinn var drepinn með steini og fimm skaðaðir með steinkasti nokkru. Af þess- um upphlaupsmönnum, meðal hverra var einn ríkur stórbokki, sem ekki (var) í beztu vináttu var við kon- unginn, þeir voru settir í arrest hjá einum ríkum greifa. Um nóttina stormuðu þangað mörg þúsund manns og hótuðu að brenna eða brjóta arrestið, ef þeir arrester- uðu ei væru látnir lausir. Fyrst brutu þeir allan umbún- ing, sem stóð kringum greifans hús — hér er allur stað- urinn upplýstur um nætur af ljósum, sem brenna í loft- inu á háum stólpum, — svo brutu þeir alla glugga á greifans húsi og ætluðu inn, en þá kom fjöldi af stríðs- fólki og pólitíi, sem skakkaði leikinn. Líka voru þeir arresteruðu lausir látnir, svo ekki yrði meira út úr þessu. Nóttina eftir var búið að festa máluð bréf bæði á kongsins hús og fleiri hús í staðnum. Á pappírinn var málað naut og konungsins kóróna lá uppmáluð við afturfæturna, en uppyfir var prentað með stórum bók- stöfum: „Þetta naut á að krýnast 28. júní“. Þegar konungurinn sá og heyrði allar þessar anstaltir tók hann alla þessa smiði og timburmenn í sitt erfiði aftur, og síðan hefur ekki borið á óróanum. Krýningin gekk af með mestu prakt og heiðarlegheitum. Margir herrar, sem þarna voru viðstaddir, fengu háa titla og stórar skenkingar. Etatzráð og prófessor Finnur Magn- ússon bar konungsins tóbaksdósir, krýningardaginn, og rétti þær að honum, þegar hann vildi taka í nefið. Um kvöldið skenkti konungurinn honum gullhring með eðalsteinum; hann kostar 8 hundruð ríkisdali. I öllum löndum heims, þar sem iðnaðurinn hefur rutt sér til rúms, hefja verkamenn uppreisnarmerkið, og nú rennir yfirstéttin grun í, að völdum hennar sé hætta búin. Þegar franskir verkamenn í Lyon gerðu uppreisn 1831 og héldu borginni í nokkra daga áður en herinn fékk aftur unnið hana, skrifaði eitt af blöðurn stórborgarastéttarinnar í Journal des Debats, eftirfar- andi orð: Uppreisnin í Lyon hefur komið upp um merkilegt leyndarmál: baráttuna innan þj óðfélagsins, milli stétt- ar eignamannanna og stéttar hinna eignalausu .... Verzlunar- og iðnaðarþjóðfélag vort hefur eins og öll önnur þjóðfélög sitt sár: verkamennina. Það er engin verksmiðja til án verkamanna, en að sama skapi og 188 VINNAN

x

Vinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.