Vinnan - 01.09.1945, Side 15
hin snauða verkamannastétt fer vaxandi verður aga-
samara í þjóðfélaginu. Afnemi maður verzlunina sýkist
þjóðfélagið; vaxi verzlunin og dafni, fjölgar verka-
mannastéttinni, sem á sér rétt til hnífs og skeiðar og
getur á hverri stundu misst alla staðfestu.... Sérhver
verksmiðjueigandi lifir í verksmiðju sinni eins og stór-
jarðeigandi meðal þræla sinna, stéttirnar eru hlutfalls-
lega eins og einn á móti hundrað. . . . Það er nauðsyn-
legt, að millistéttin geri sér þetta ljóst. Auk millistétt-
arinnar er öreigalýður, sem er í æstum hug, veit ekki
hvað hann vill, hvert hann fer né hverjir eru hagsmunir
hans. Hann á illa aðbúð. Hann vill breytingu. Hér er
risin upp mikil hætta nútíma þjóðfélagi, ef til vill
munu koma upp nýir villimenn, sem steypa þessu þjóð-
félagi í rústir. Og millistéttin mundi verða svikin, ef
hún léti afvegaleiðast af lýðskrumi og væri svo heimsk,
að gefa þessum fjandmönnum vopn og réttindi, ef hún
veitti öreigaflóðinu inn í þjóðherinn og stjórn bæjar-
félaganna, ef hún gæfi öreigunum kosningarrétt og önn-
ur þjóðfélagsréttindi. Hér er ekki um að ræða lýðveldi
eða konungsveldi, hér ræðir um að bjarga þjóðfélaginu.
Yfirstéttir Evrópu skulfu af ótta fyrir hinum tvístr-
aða múg, sem þekkti ekki enn afl sitt allt og vissi ekki
enn hvert stefna skyldi. En uppreisnir múgsins voru
merki þess, að í iðrum hins borgaralega þjóðfélags
logaði eldur stéttarbaráttunnar. Vefarar Schlesíu gera
uppreisn 1844 og eru barðir niður með hervaldi. En
eitt ágætasta skáld þeirra tíma og skarpskyggnasti at-
hugandi, Hinrik Heine, kveður Vefaraljóðið og skynjar
framtíðarsigur í óförurn verkamanna.
Nokkrum árum síðar birta tveir ungir Þjóðverjar
lítið flugrit, þar sem lýst er þróun verkalýðsins og skil-
yrðunum fyrir sigri hans. í Kommúnistaávarpinu, sem
kom út jafnsnemma febrúarbyltingunni 1848, hafa þeir
Marx og Engels fléttað saman stéttarbaráttu verkalýðs-
ins og félagshugsjónir sósíalismans:
Þeir gera verkalýðsbaráttuna að alþjóðabaráttu og
enda ávarp sitt með þessum stoltu orðum: Oreigarnir
hafa engu að tapa nema hlekkjunum. En þeir hafa heil-
an heim að vinna. Oreigar í öllum löndum sameinist.
Gísli Brynjólfsson kveður um „Upphaf frelsishreyf-
inganna í Frakklandi 1848.“ Þar segir hann meðal
annars:
Þungbúi'ð er þrumuhvel,
þykka hann setr bakka,
blikar sig og býr til jel,
til bráðar arar hlakka.
Oveðrum sú ógna-röng
úr áttu hverri spáir,
belja fyrir bleikri strönd
brimkviðirnir háir.
Atað er kyn og óhreint blóð,
í ánauð lýðir stynja,
■ þrungin eitri þokuslóð —
þruma verðr að dynja.
Gísli Brynjólfsson yrkir einnig um júníbardagana í
Parísarborg 23.—26. júní 1848 og er gaman að minn-
ast þess nú, að þessi íslenzki menntamaður leggur þá
mat á þessa viðburði, sem að framsýni og skilningi
ber mjög af dórni flestra samtíðarmanna hans.
Þá var böls og blóðug stund,
er bani lífið og tróð und fætr,
og fagran, ungan frelsis lund
feldi um grimmar voða-nætr:
þegar frægð og frelsi var
í feigðargötum Parísar,
skömmu mönnurn unnið aumum
aptr kæft í dreyra straumum.
Verkamönnum var vinnu heitið,
varð að svikum loforðið,
aumurn hneit við hjarta skeytið,
hamaðist þá serkja lið;
fór í brynju, bjóst til varnar,
bitrt vígagarða hlóð:
„komi börn nú úlfs og arnar
auðkýfinga að drekka blóð.
Nógu lengi yður unnum,
auðardólgar, þér sem æ
sitið gnægðir gulls að grunnum,
en gagnið hvorki jörð né sæ.
Þið, sem ei til annars lifið,
enn að kýla vömb í frið,
hafið allt til yðar hrifið
og okkar sveita nærist við.“
Svo hófst víg, er veröld eigi,
vön þó stórum heiptum sé,
áðr leit á einum degi,
unz að velli lýður hné,
háð svo enn í einni borg
— öll í blóði flóðu torg —
illa Mammons ánauð við
og við sjálfra þeirra lið,
sem með verzlun, okri, auð
armir safna af bræðra nauð.
Geystist fram í fjarska styr
Frakka borgarlýðr hættinn,
þess eg hefi þúsund vættin,
að þjóðar múgr aldrei fyr
hafði slíkan hermanns sið,
að herja drottnar skelfdust við.
Verkalýð ei var að frýja
vits né hugar — odda klið
vildi heldr hafa, enn flýja,
harðsnúnastra drengja lið:
stóð á girðing sér hver sinni
sem í fylking æfðr her,
frá eg heldr, fólk enn rynni,
féll um þveran annan hver •—
það skal hafa þjóð að minni
þegar styrjöld lokið er.
VINNAN
189