Vinnan - 01.09.1945, Qupperneq 21
lítið á hjúalögin og réttindi eða öllu heldur rétt-
leysi vinnufólksins. í Píningadómi 1490 er vistar-
skylda ákveðin fyrir alla, sem ekki eiga 3 hundr-
aða eign. Talið er, að ákvæðum þessum hafi ekki
alltaf verið fylgt, en skatt urðu lausamenn að
greiða. En árið 1783 eru öll réttindi lausamanna
afnumin, og þeim skipað í vist innan 6 mánaða,
en ógnað með gapastokki, liýðingu og tugthúsi, ef
út af var brugðið.
Lög þessi þóttu hörð og heimskuleg og skirrð-
ust lögæzlumenn við að framfylgja þeim.
Arið 1834 er hert á þessum ákvæðum og skyldi
lögunum beitt ,,án vægðar“, en lirepjjstjórar þeir,
er linir voru í sókninni, skyldu settir af og sæta
sektum, ef um endurtekið „brot“ var að ræða. —
Kúgunarlög þessi mæltust hvarvetna illa fyrir,
nema helzt hjá afturhaldssömustu bændunum,
sem vildu viðhalda ánauðinni. Loks kom svo, að
árið 1863 var bannið gegn lausamennskunni num-
ið úr gildi, en 5 hndr. á landsvísu urðu menn að
eiga, ef þeir vildu frjálsir teljast. Allir, er náð
höfðu 25 ára aldri, gátu fengið leyfisbréf hjá lög-
reglustjóra, en 100 á landsvísu kostaði það; konur
greiddu helmingi minna gjald.
Hinsvegar hlutu þeir ókeypis leyfisbréf, er ver-
ið höfðu í vinnumennsku í 20 ár, og hafa víst ver-
ið vel að því komnir.
Um miðja 19. öld er farið að hreyfa því, að
setja þurfi ný allsherjar-hjúalög. Voru hjúamálin
mikið rædd á Alþingi í heilan áratug, 1855—65. —
Um lausamennskuna var gerður sérstakur laga-
bálkur, er hlaut afgreiðslu þingsins 1863, sem fyrr
segir. En 23. maí 1866 voru hjúalögin loks sam-
þykkt eftir 12 ára þjark og þras.
Ekki lagði hin vinnandi stétt neitt til þeirra
mála, atvinnurekendurnir, þ. e. bændurnir og em-
bættismennirnir, gerðu út um örlög hennar.
Vinnufólkið átti engan fulltrúa á Alþingi, átti
ekki kosningarétt.
Meðal ákvæða laganna er að vistráðningartími
skuli vera 1 ár og engin vistráð bindandi fyrir
lengri tíma en 12 mánuði. Kaupgjald skal ákveðið
eftir samkomulagi. Vistarskyldan — ófrelsisákvæð-
ið — helzt enn, en var afnumið með lögum 2. febr.
1894. Samkvæmt því er hverjum manni, er hefur
tvo um tvítugt, heimilt að taka leyfisbréf hjá lög-
reglustjóra, gegn 15 kr. gjaldi, konur 5 kr., en sá,
sem er fullra 30 ára, fær leyfisbréfið ókeypis.
Vinnufólkið átti í fyrstu erfitt með að átta sig á,
að það væri loksins sjálfrátt gerða sinna eftir alda-
langt helsi. Mörgum bændum þótti stefnt í hið
mesta óefni, töldu þeir að hverskyns upplausn
myndi stafa af afnámi vistarbandsins, agaleysi,
leti, ómennska hverskonar, fólkið yrði rándýrt,
heimtufrekt o. s. frv. Sig. Þórólfsson (1900):
„Nú getur hver ráðleysingi og letingi farið
landshornanna á milli sem kóngsins lausamaður.
Bændur geta ekki haft nerna hálfa áhöfn á jörð-
um sínum, á meðan landeyðurnar, karlar og kon-
ur, taka lífið með ró í kaupstöðunum.“ Hinsvegar
voru svo hinir frjálslyndu menntamenn og bænd-
ur fylgjandi afnámi vistarbandsins.
Indriði Einarsson segir m. a. í æviminningum
sínum: „Vistarbandið var nauðung, sem hvíldi á
hverjum afkomanda bænda, ef hann hafði ekki
gengið skólaveginn, lært handverk eða leyst lausa-
mennskubréf. Ef hann var óvistráðinn á kross-
messu,mátti setja liann á uppboð,og sá fékk hann,
sem bezt bauð í hann. Þessi lög voru blettur á ís-
lenzkri löggjöf og boðuðu miklum þorra fólks
þrældóm, að segja mátti.“ Indriði heldur því og
fram, að vistarbandið hafi verið ekki hvað sízt or-
sök þess, hve margir flýðu land og fóru til Vestur-
heims.
Jón Eiríksson frá Högnastöðum fagnar hinu
margþráða frelsi. Hann segir í ævisögu sinni: „Nú
kom að því, að Alþingi veitti mönnum hið marg-
þráða lausamennskuleyfi. Áður voru allir skyldir
að vera í vinnumennsku eða kaupa sér lausa-
mennskubréf. En það kostaði offjár í þá daga.
Voru aðeins örfáir, sem gætu greitt svo háa upp-
hæð fyrir frelsi sitt.... Húsbændurnir ákváðu
vinnu og vinnutíma og skömmtuðu kaupið. Þá
þótti alveg sjálfsagt, að fólk krefðist ekki neins.“
Það verður ljóst af umsögnum þessara ágætu
manna, og öðrum skjallegum sönnunum, að ekki
fór mikið fyrir réttindum hins vinnandi fólks á
19. öldinni.
Það hafði að vísu rétt til að verða flutt heim á
„sína sveit“ ,þegar það hafði slitið sér út í mis-
jöfnum vistum. En ekki þótti fýsilegt að verða
þeirra réttinda aðnjótandi, og á ýmsu valt um við-
tökurnar.
Er enginn kostur að rekja hér sögu hinnar
herfilegu meðferðar sveitastjórna á þurfalingum.
Þá var á 19. öld og áður beitt ýmsum ráðurn til
að hindra, að fátækt fólk giftist.
Árið 1869 sendu 33 bændur í Múlasýslum bæn-
arskjal til Alþingis, þess efnis að sérstakri nefnd
verði falið að ákveða hvort fátæku fólki skuli leyft
að stofna til hjónabands eða eigi. —
Verkafólk 19. aldarinnar hafði ekki kosnin»a-
o
rétt og konur ekki heldur, þótt húsfreyjur væru.
Kosningarétt höfðu einungis búendur. Að vísu
höfðu tómthúsmenn kosningarétt, en til þess að
VINNAN
195