Vinnan - 01.09.1945, Side 23
oft greitt í fjárfóðrum. Stundum fengu hjú kind
að hausti til slátrunar og var eigi ótítt að hús-
bændur nytu góðs af.
Á Barðaströnd munu kjörin hafa verið einna
aumust; þar var kaup árið 1886 aðeins 4—7 vættir
handa karlmönnum (ca. 30—40 kr.), konur fengu
um 24 kr., og skó, sokka og vettlinga að auki. Á
Hornströndum var meðalkaup vinnumanna
sama ár 40—50 kr., og „tvær spjarir“, stundum í-
vilnun með kindarfóður í uppbót.
I Reykjavík var unr 1880 vinnukonukaup 30—
50 kr. á ári, en 10 árum síðar er það komið upp í
60 kr., án hlunninda.
Kaup vinnumanna hækkaði talsvert á síðustu
árum aldarinnar, einkum í kauptúnum, þar sem
hlutur í sjávarafla var áskilinn. Var talið, að um
1898 hafi vinnumannskaup við ísafjarðardjúp
verið almennt 100—150 kr. og einn tíunda hluta
af afla sínurn um árið. Á þann hátt gat heildar-
upphæð árstekna orðið allt að 300 kr.
I sambandi við kaupgjald á hverjum tíma ber
að taka fæðiskostnað, húsnæði o. s. frv. með í
reikninginn og telja vinnuhjúinu til tekna. Er
tæpast unnt að gefa ýtarlegar upplýsingar um þá
hlið málsins.
Er þess fyrst að geta, að liður þessi var nokkuð
mismunandi, eftir verðlagi í hinum ýmsu lands-
hlutum og gera má ráð fyrir, að þeir, er reiknuðu
út kostnaðinn, hafi liaft nokkra tilhneigingu til
að gera hlut bænda sem mestan.
Jón Runólfsson í Árbæ reiknar kostnað við árs-
vist vinnumanns árið 1841 92 rd. 12 sk. F.r þá
kaup og fatnaður dregið frá.
Tryggvi Gunnarsson telur vinnumann kosta
149 rd. 48 sk. árið 1864 og annan kostnað 123 rd.
48 sk. Kaup vinnukonu og ársfæði reiknar hann
94 rd., þar af 14 rd. í kaup.
Hermann Jónasson frá Þingeyrum telur kostn-
að bónda við að halda búmann árið 1888 300 kr.
auk kaups, en kaup greitt í peningum var þá, sam-
kv. fyrr sögðu, 50 kr. Þessi þrjú dæmi verða að
nægja um þenna þátt kaupgjaldsmálanna.
Það væri ekki ófróðlegt að atluiga verð land-
búnaðarvara á ýmsum tímum. Þótt það sé ekki
liátt oftastnær sést glöggt við samanburð á því og
kaupinu, hversu aumur híutur verkafólksins var.
Stórbændurnir voru margir vel fjáðir menn, á
fyrri tíma mælikvarða, enda ekki furða þótt þeir
nurluðu saman fé, er þeir höfðu vinnukraft nóg-
an fyrir lítið sem ekkert kaup. Er ekki trútt um,
að sumir menn líti með nokkurri eltirsjá til þess-
ara júbilára arðránsins.
Jafnframt því, að kjör verkafólks vorn svo
vesæl, sem hér hefur verið lýst, var vinnutíminn
óhóflega langur og gerðar miklar kröfur um
vinnuafköst. Einkum var vinnudagurinn um
sláttinn fyrir neðan allt, sem nokkurt vit væri í.
Ég sagði vinnudagur — og nótt, mætti bæta við.
Hákon Finnsson skýrir frá því, að í byrjun 20.
aldar hafi verið staðið við slátt frá kl. 6—11 að
kvöldi. Ég man eftir svipuðum vinnutíma. Þá
hafa margir gamlir Sunnlendingar sagt mér, að
venjulega hafi verið farið á fætur kl. 4 að morgni,
allan fyrri liluta sláttar, og staðið við verk til kl.
11 að kvöldi. En venja var, að fólk fékk sér blund
um hádegisbilið.
Ekki þarf að gera því skóna, hversu frískir
menn liafi verið til vinnu með svona háttalagi, fá
aldrei né)gan svefn, stundum lítið fæði, oft léle-gt
og búa við linnulausan þxældóm.
Þorvaldur Thoroddsen segir í Landbúnaðar-
sögu sinni, að á síðari hluta 19. aldar hafi vinnu-
tíminn verið frá 12—16 st. á sólarhring og allt upp
í 18 stundir. Páll Stefánsson, Fjallseli í Fellum,
ritar um þetta efni árið 1906:
„Vinnutíminn er: frá 7—8 á morgnana til 10—
11 á kvöldin, en 1—2 tímum skemmri vor og
haust.“ — Sama ár segir í Alþýðublaðinu, að
vinnutíminn á Norðurlandi sé 12—14 st„ en á
Suðurlandi 14—16, jafnvel upp í 18.
Vinnutími kvenfólks var lengri, því það fékk í
uppbót á útivinnuna ýmislegt stúss innanbæjar,
mjaltir, þjónustubrögð o. s. frv. Kemur það heim
við það, er gömul kona sagði mér. Hún var í vist
á Suðurlandi. Vinnutíminn um sláttinn 16—18
stundir. Og svo voru ekki sunnudagarnir friir. Ef
ekki var unnið í þurrheyi, þá þurfti að mala korn
til vikunnar og ýmislegt, sem þurfti að lagfæra
innanbæjar. Og kaupið, spurði ég: 14 krónur á
ári! í mörg ár. Það var nú ekki mikið hægt að
eignast fyrir þann pening, bætti hún við. Þetta
var um aldamótin síðustu.
Þegar líða tekur á öldina fer daglaunavinnan
vaxandi, einkum er kauptúnum té)k að fjölga og
sjávarútvegur hefst þar.
Á fyrri hluta aldarinnar var daglaunavinna lítil
sem engin og kaupið að því skapi. Á Akureyri
var kaup karlmanna, fyrir erfiða vinnu og lang-
an vinnudag, 48 sk„ kvennakaup 33 sk. (ekki
fæði). í Reykjavík var kaup karla árið 1840 40—
50 sk„ og ekkert fæði nema ein skonrokskaka og
brennivínsstaup. Vinnu þessa stunduðu einkum
húsmenn og lausamenn. Voru þeir háðir kaup-
mönnum og borgurunum, er þeir unnu hjá,
skuldugir þeim, sáu ekki pening, en fengu vöru
uppsprengdu verði fyrir náð. Daglaunamenn í
VINNAN
197