Heimilispósturinn - 16.02.1951, Side 4
og kennir enn á pianó. Faðir
minn var mjög söngelskur og
bróðir hans, sem enn er á lífi
í Kaupmannahöfn, George Lor-
ange, var prófessor við músik-
skóla, kendi m. a. hjá rússnesku
keisarafjölskyldunni og síðar
í Tokio.
Ég lærði fyrst að spila hjá
móður minni og síðar var ég hér
í Reykjavík við nám hjá ýmsum
kennurum, t. d. Emil Thorodd-
sen og Páli Isólfssyni.
Hvenœr spilaöir þú fyrst opin-
berlega?
Það man ég ekki nákvæm-
lega, en ég var skólastrákur þá.
Hitt man ég, að það var á dans-
æfingu, sem Verzlunarskóla-
nemendur héldu upp á lofti í
gömlu Bárunni, og að ég fékk
10 krónur fyrir nóttina. Það var
stórfé í þá daga.
Upp frá því fór ég að spila
á dansleikjum, hvíldi fyrst í
hléum, en spilaði svo heil kvöld,
og smám saman varð þetta aðal-
atvinna mín og það var víst ár-
ið 1932, sem ég var fyrst fast-
ráðinn með eigin hljómsveit, en
það var í Iðnó.
Þá voruö þiö t sérstökum bún-
ingum, ef ég man rétt.
Já, blessaður vertu. Það vant-
aði ekki elegansinn á ytra borð-
ið. Við fengum okkur „úni-
form“, hvítar skyrtur með dökk-
um flibbum og slifsum. Það
þótti „agalega smart“ í þá daga
og gerði mikla lukku.
Við vorum í Iðnó í 4 ár. Það-
an fórum við í Oddfellow og
vorum þar í 9 ár. — Skilaðu
þakklæti til Egils og Margrét-
ar fyrir það. Þau voru okkur
góð. — Þegar Sjálfstæðishúsið
Henry Fonda og Nan Leslie í
„Nóttin langa“.
var opnað, fengum við atvinnu
þar og höfum verið þar síðan.
Áttuö þið ekki t brösum við
útlendinga fyrstu árin?
Jú. Það gekk oft á ýmsu, en
við bárum þó sigur úr býtum
að lokum, en það er aðallega að
þakka Bjarna Böðvarssyni, sem
verið hefur alla tíð hinn ötuli
foringi okkar í Félagi íslenzkra
hljóðfæraleikara, því margir
þeirra voru ágætir listamenn,
sem við eigum mikið að þakka,
en hitt er líka eðlilegt, að þegar
íslenzkir borgarar eru orðnir
færir um að vinna störfin, þá
verði útlendingarnir látnir gera
annað hvort: að setjast hér að
fyrir fullt og allt og gerast ís-
lenzkir ríkisborgarar eða hverfa
héðan.
Eitt hið broslegasta, sem kom
fyrir í þessu sambandi, var það,
2
HEIMILISPÖSTURINN