Heimilispósturinn - 16.02.1951, Blaðsíða 19
nema aðeins einn af þessum 45
mönnum, (einn á hverri enskri
mílu) gerði þá skyssu, að of-
fylla sinn hluta leiðslunnar,
voru líkindi mín til að halda
lífi að engu orðin..
Mér virtist hraðinn á vatns-
flaumnum aukast, eftir því sem
lengra leið. Ég reyndi að gera
mér grein fyrir þyí, hve hratt
ég færi og hve langt ég væri
kominn, með því að telja loft-
hólfin, sem rennslisjöfmmar-
„hanarnir" eru settir á, en mér
fipaðist fljótlega. Tvisvar sinn-
um fann ég, að jakkinn minn
rifnaði, þegar ég rakst á ein-
hverjar hindranir í leiðslunni,
og nokkrum sinnum færðist ég
í kaf, þar sem leiðslan lá í halla.
Ég bað til guðs, heitar en ég
hafði nokkru sinni áður beðið,
að ég fengi að halda meðvitund-
inni, því lífsvonin var nú tekin
að bærast í brjósti mínu. Ef ég
missti meðvitundina meðan á
þessari ógurlegu ferð stæði, vissi
ég, að úti væri um mig. Mér
skildist, að með þeim ógurlega
hraða, sem var á vatnsflaumn-
um, gat ferð mín varla tekið
mjög langan tíma, — en 70 kíló-
metrar eru óraleið í svarta-
myrkri og ísköldu vatni.
Eitt sinn, er ég hafði nýfarið
gegnum lofthólf og var að þeyt-
ast inn í næstu mílu vatnsleiðsl-
unnar, fann ég, að höfuðið
straukst við mæni hinnar
hvelfdu leiðslu. Ég hélt, að dagar
mínir væru taldir, því að ég
bjóst við, að vörðurinn við síð-
ustu rennslisjöfnunarstöð hefði
látið leiðsluna offyllast. En
samt sem áður aðeins ein ensk
mila! Ætli ég geti ekki haldið
niðri í mér andanum svo lengi?
Með tilliti til hins ógurlega hraða
vonaði ég það og andaði
eins djúpt að mér og ég gat.
Ég setti hendurnar fyrir andlit-
ið, til að verjast meiðslum af
hnoðnöglunum, sem stóðu víða
út úr, þar sem samskeyti voru á
leiðinni, og fól mig forsjóninni.
En til allrar hamingju reyndist
ótti minn ástæðulaus; maðurinn
hafði gegnt skyldu sinni, því
sex þumlunga loftrúmið hélzt
áfram. Vonin vaknaði aftur og,
svo undarlegt sem það má virð-
ast, fór ég að velta því fyrir
mér, hvað ég ætti að gera nú,
þegar vinnan við stífluna var
búin!
Mér datt í hug svipurinn á
konunni minni, þegar ég segði
henni frá þessu ævintýri mínu.
Hún er eins og fleira fólk sem
trúir því, að ekkert spennandi
gerist nema í skáldsögum. Mér
fannst ég næstum því sjá furðu-
svipinn á fólkinu, þegar ég kæmi
á feygiferð út í tjömina í lysti-
garðinum. Ég býst við, að ég
hafi verið farinn að ruglast í
höfðinu af hraðanum og kalda
vatnið hafi deyft heilastarfið,
ég hlýt að hafa verið hálf-með-
vitundarlaus, því það næsta, sem
ég man, var, að ég barst með
straumnum nokkra hringi í
stórri stálkúlu. Tvisvar fór ég
framhjá opinu, þar sem vatnið
streymdi út úr hringiðunni inn
í leiðsluna, en þegar ég nálgað-
ist opið næst, hreif straumurinn
mig út og ég sogaðist inn í
vatnsgöngin og hélt áfram hinni
óttalegu ferð minni. Ég man
ekki skýrt, hvað gerðist næst,
en minnist þess, að jakkinn og
skyrtan tættust af mér, og ég
fann til sárra, stingandi kvala
um brjóstið og lendarnar. Kval-
irnar stöðvuðu draumkennd
HEIMILISPÓSTURINN
17