Heimilispósturinn - 16.02.1951, Síða 15
spretta af sér lindanum. Imba bjó
í Nesi, áður en Þuríður tók þar við.
Vestanvert við bæinn er gamall torf-
hringur, er rúma myndi hundrað fjár
eða meira. Er það sögn manna, að
þar mjaltaði Imba ær sínar, og heitir
þar enn „kvíamar hennar Galdra-
Imbu".
Það var trú manna, að Þuriður
væri jafnoki móður sinnar að kunn-
áttu, en neytti hennar varla nema
í nauðsyn eða til bjargar öðrum
mönnum. Var hún þó oft kölluð
Galdra-Þura, og hlaut það af móður
sinni.
Þuriður hafði gifzt manni, að óvilja
móður sinnar. Hann hét Guðmundur,
og bjuggu þau í Nesi. Allaf sat Imba
um að gera honum illt, en Þuríður
varði. Eitt sinn, er Guðmundur var
á sjó, gerði Imba honum veiki, svo
að hann reri að landi án vitundar
Þuríðar, lenti í villu, reri upp á sker-
flúðir þær, sem nefnast Bökur, og
fórst þar í logni og sléttum sjó.
Þuriður giftist aftur Guðmundi
Oddssyni, Jónssonar, og bjuggu þau
í Nesi.*) — Það bar til einn páska-
dag, að Oddur, sonur þeirra hjóna,
var að leika sér og lét fremur ósið-
samlega. Sló þá faðir hans hann og
kvað ljótt að sjá, hvernig hann hag-
aði sér. Galdra-Imba var hjá þeim
Guðmundi. Féll henni þetta illa, því
að Oddur var eftirlæti hennar. Kvað
hún óvíst, að Guðmundur yrði oft
til að berja hann. Fé var niðri í Hellis-
fjörum, og var lausasnjór mikill i
bakkanum. Guðmundur gekk ofan í
fjöruna til kinda sinna. Þuriður vissi
af ferðum hans, settist á hlaðvarp-
ann og starði ofan á bakkann. Þá
bar að ferðamann nokkurn, er var
kimnugur Þuríði, og bað hana gefa
sér að drekka. Hún kvaðst skyldu
*) Hann var raunar eini maður Þuríðar.
,,Eg hringdi og hringdi, en það var
alltaf á tali, og svo gat ég ekki beð-
ið lengur með bónorðið."
gera það eftir litla stund. Hann
spurði, hvað hún væri að stara, og
bað hana gefa sér strax að drekka.
Hún kvaðst eigi gera það strax.
„Það er þá af því, að þú tímir ekki
að gefa mér að drekka," sagði hann.
Hún styggðist við, sagði, að hann
skyldi að vísu fá að drekka, en ekki
myndi hún hljóta gott af. Hljóp hún
inn og kom að vörmu spori aftur
með drykkinn. Þá sá komumaður, að
Guðmundur kom upp í bakkabrún-
ina, en þá hljóp bakkinn allur með
Guðmund út á sjó. Þuríður kvað hann
nú sjá, hvað hlotizt hefði af áfengju
hans.
Margar sögur aðrar eru af Galdra-
Imbu, fjölkynngi hennar, hrekkjum
og illvirkjum, en hér verður látið
staðar numið. Frá henni er komin
mikil ætt á Austurlandi og margt
merkra manna, og er sá ættbálkur
við hana kenndur.
Pétur Sigurðsson.
HEIMILISPÓSTURINN
13