Heimilispósturinn - 16.02.1951, Qupperneq 14
er bæði var andheitur og fjölfróður,
og fékk hann tvo kunnáttumenn í
lið með sér, Hrafn og Erlend. Þuríð-
ur var mjög mótfallin móður sinni
fyrir hönd föður síns, og tók hana
sárt til hans.
Séra Árni á Skorrastað og föru-
nautar hans lögðu úr Norðfirði á báti
til Loðmundarflóa. Brá þá svo við,
að sækja fór að Imbu í Nesi; gat
hún ekki haldið sér vakandi og sofn-
ar. Þeir prestur lögðu að landi í
Hundavogi, niður frá bænum í Nesi,
bundu þar bát sinn og gengu upp
læk þann, sem fellur meðfram bæjar-
vegg og þar ofan í voginn, utan við
hlaðvarpann. 1 því vaknaði Imba og
kom blaðskellandi út. Þeir heilsa
henni virðulega. Hún tekur því dræmt
og segist vita erindi þeirra, ,,og skul-
uð þið koma inn“. Þeir færast und-
an, og kveðst hún þá vænta þess, að
þeir hitti hana, þegar þeir komi
aftur frá Seljamýri. Því játtu þeir.
En hún gengur inn síðan og sofnar
fast. Þeir fara nú í Seljamýri og
biðja prest að búa sig fljótt, ,,því
að við viljum vera komnir sem lengst,
þegar kona þín vaknar“. Klerkur brá
við skjótt; fóru þeir sömu leið í Nes
og gengu ofan sama lækinn, stigu
á skip og reru bakföllum austur í
fióann. Þegar þeir eru komnir í hvarf
við bæinn, vaknar Imba, dæsir við
og segir: „Nú munu þeir vera komnir
hjá og hafa þeir eigi efnt orð sin.
Er of mikið sofið.“ Gengur hún þá
Út á hlað, fer viðrandi með aðra
hönd uppi, en hina niðri, og tautar:
,,Hér hafa þeir farið, hér hafa þeir
farið.“ Þetta lét hún ganga að lækn-
um. En þar missti hún ferilsins. Geng-
ur hún þá ofan á Hundavogsklapp-
ir, snuðrar og viðrar sem fyrr segir:
„Jú, rétt er það, hér hafa þeir stigið
á skip. En þeir eru ekki alveg sloppn-
ir að heldur.“ Gekk hún þá heim
og var þung á svip; tekur hún nú
12
til kunnáttu sinnar. Þegar þeir félag-
ar koma suður undir Dalatanga,
hvessir svo á móti þeim, að þeim
steinmarkar varla. Það fylgir og, að
á móti þeim kemur hrafnager, með
nef og klær af járni, og sækir að
þeim; verða þeir að verjast með ár-
um og því öðru, er tiltækt var. Þá
sezt klerkur í stafn og segir: „Á,
þetta getur hún þó!“ Hrafn lét húfu
sína koma á skutstafn; hurfu þá
hrafnarnir. Séra Ámi lá á bæn. Varð
þá svo, að lognrák gerði fram und-
an bátnum, og reru þeir i rákinni,
unz þeir lentu í Norðfirði. Lét prest-
ur þá ná þrem gæðingum, og riðu
þeir Ámi prestur Jónsson og Hrafn
sem mest þeir máttu til Skorrastað-
ar. Varð þá fyrir þeim fyrsta send-
ing Imbu, og komu þeir henni fyrir.
Síðan komu fjórar draugasendingar
frá Imbu, og gengu þeir frá þeim
öllum í dýi einu, sem síðan heitir
Draugadý eða Djöfladý. Meðan stóð
á ásóknunum, svaf Árni prestur Sig-
urðsson einatt fyrir framan nafna
sinn. Loks gátu þeir félagar komið
Árna presti Jónssyni í enska duggu;
fór hann til Englands og er úr sög-
unni.
Eftir hvarf séra Árna, ól Imba
megna þykkju til séra Árna á Skorra-
stað. Gerði hún eitt sinn galdraveð-
ur að honum á sjó, en hann var
svo bænheitur, að ekki sakaði. —
Mörgum sinnum ónýtti Þuríður kunn-
áttubrögð móður sinnar, og gramdist
Imbu það mjög. Kvað svo rammt að
því, að sagt er, að hún hafi leitazt
við að fyrirkoma Þuríði. Eitt sinn,
er Þuríður bjó sig heiman og var
að spenna linda að mitti sér, þrífur
Imba lindann og segir: „Lof mér
að stytta þig, barnið mitt.“ Brá hún
svo lindanum að mitti Þuríðar, og
féll hún jafnskjótt niður froðufell-
andi. Það varð henni til lífs, að þar
kom maður aðvífandi, sem hún lét
HEIMILISPÖSTURINM