Heimilispósturinn - 16.02.1951, Síða 34
HEIMILIS
PósTuRINN
KVIKMYNDAOPNAN
AUSTURBÆJARBÍÓ :
„SægamimiriniT
(The Sea Hawk).
Aðalhlutverk: Errol Flynn, Claude
Rains, Brenda Marshall.
Á sextándu öld var uppi í Englandi
maður, sem gat sér mikinn orðstír vegna
framúrskarandi dirfsku og karlmennsku.
Hann var nokkurs konar Hrói höttur
hafsins, og var hann kallaður Sægamm-
urinn. Hann rændi spönsk skip, sem
voru á heimleið hlaðin gulli og dýrmætri
vöru, og sigldi síðan með farm sinn til
Englans og fyllti hinar hálftómu fjár-
hirzlur Bretaveldis.
Á einni af þessum ævintýralegu ferðum
sínum, hertekur hann skip, sem er á leið
til Spánar. Spánski sendiherrann og
ensk frænka hans eru farþegar með skip-
inu. Sægammurinn verður ástfanginn af
stúlkunni.
Drottning Englans lætur opinberlega í
ljós vanþóknun sína yfir þessu afreki
Sægammsins, en í kyrrþey sendir hún
GAMLA BÍÖ :
Ástríðufull vinátta
(The Passionate Friends)
Ensk kvikmynd frá
Cineguild Productions
(J. Arthur Rank). Aðal-
hlutverkin leika: Ann
Todd, Claude Rains og
Trevor Howard.
Hinn heimskunni enski rithöfundur H.
G. Wells, sem látinn er fyrir aðeins fáum
árum, var óvenju hugmyndaríkur og
fjölhæfur rithöfundur. Kunnastur mun
hann vera fyrir hina merku mannkyns-
sögu sína svo og skáldsögur um vísindi
og tækni, eins og „Styrjöld hnattanna“,
,,Tímavélina“ og „Ósýnilega manninr.“.
Hann reit einnig gamansögur og ástar-
sögur. Til þeirra síðast nefndu heyrir sag-
an „The Passionate Friends", sem nú hef-
ur verið kvikmynduð. Kom sagan út 1913
en hefur verið „yngd upp“ fyrir kvik-
myndina, því hún er látin gerast rétt
fyrir og eftir heimsstyrjöldina siðari.
Sagan segir frá ungri og metorða-
gjarnri stúlku, sem getur valið á milli
auðugs bankamanns og fátæks visinda-
manns, er hún elskar. Hún velur auðinn
og öryggið, sem honum er samfara. En
forlögin haga því svo að fundum henn-
ar og vísindamannsins ber saman hvað
eftir annað, og þau fá ekki bælt niður
hina ástríðufullu ást sina. Myndin er
hrífandi og prýðilega leikin. Ungu stúlk-
una leikur Ann Todd, sem öllum mun
ógleymanleg er sáu hana í myndinni
„Síðasta hulan“. Eiginmanninn leikur
hinn kunni skapgerðarleikari Claude
Rains. Elskhugann leikur Trevor Howard,
sem er lítt þekktur leikari hér, en sýndi
framúrskarandi leik nýlega, í hlutverki
enska lögregljiforingjans í myndinni
„Þriðji maðurmn". Töku myndarinnar
stjórnaði David Lean, einn af listfeng-
ustu kvikmyndastjórum Breta. Hann
vakti fyrst athygli á sér með Noel
Coward-myndunum „Ærsladraugurinn"
og „Stuttir endurfundir", og frægur varð
hann fyrir Dickens-myndirnar „Glæsileg
framtíð" og „Oliver Twist“.
Myndin „The Passionate Friends“
verður innan skamms í Gamla Bíó.
hann til þess að reyna enn að ræna gulli
frá Spánverjum.
Spánverjar verða þess vísari, og þeim
tekst að taka Sægamminn höndum, og
er hann látinn um borð í spánska galeiðu.
Honum tekst þó að losna úr hlekkjunum
og ráða niðurlögum varðmannanna, og
TJARNARBIÓ:
EVA
Sjá mynd á
bls. 29 hér
að framan.
Birger Malmsten og Eva Stiberg.
Þegar myndin hefst er Bo ungur dreng-
ur, sonur umsjónarmanns á lítilli járn-
brautarstöð. En dag nokkurn þegar Bo er
12ára gamall verður hann ósáttur við föð-
ur sinn, og strýkur að heiman og hundur-
inn fylgir honum.
Hann hittir af tilviljun umferðaleikara-
flokk frá Tyrol og slæst í fylgd með
flokknum. Foringi flokksins á litla dóttur
á svipuðu reki og Bo, en hún er blind. —
Eitt sinn þegar leikararnir eru viti sínu
fjær af drykkju strjúka þau Bo og blinda
stúlkan og er hundurinn í fylgd með þeim.
Bo tekur gamlan járnbrautarvagn sem
hann hafði oft áður leikið sér að aka, en
vagninn fer út af teinunum og veltur nið-
ur fyrir kletta. — Bo bjargast óskaddaður,
losar síðan hina galeiðuþrælana úr bönd-
um. Hefst nú grimmilegur bardagi við
yfirmenn skipsins, og tekst Sægammin-
um og mönnum hans loks að ná skipinu
á sitt vald. Með hreysti sinn og dirfsku
tekst honum að bjarga brezka sjóhernum
úr úlfaklípu. Drottningin aðlar Sægamm-
inn í þakklætisskyni fyrir afreksverk
hans, og honum tekst að vinna ástir
frænku sendiherrans.
Kvikmyndin „Sægammurinn“ er byggð
á samnefndri skáldsögu, eftir hinn heims-
fræga rithöfund Rafael Sabatini. Hún
hefur komið út í íslenzkri þýðingu fyrir
nokkrum árum.
en blinda stúlkan og hundurinn biða bana
samstundis.
Bo fer heim til sín á ný. — En hann get-
ur aldrei gleymt þessum hræðilega við-
burði.
En árin líða og Bo vex upp. — Hann
kemst að á flotanum og verður þar hljóð-
færaleikari og síðal leikur hann í dans-
hljómsveit í Stokkhólmi. — Eitt sinn þeg-
ar hann var á flotanum, kom hann heim í
orlofi. Hann hittir þá leiksystur sína, Evu,
— og hann gerir sér ljóst að hann elskar
hana og hún hann. En þegar hann kemur
og heimsækir hana hittist svo á að afi
hennar er að gefa upp öndina. — Dauðinn
virðist ávallt vera í fylgd með ástinni.—
að því er Bo snertir.
1 Stokkhólmi býr hann ásamt stjórn-
anda hljómsveitarinnar sem hann leikur
í. Kona hljómsveitarstjórans vill daðra
við Bo. — en Bo vill ekkert með hana hafa.
— Hann slaist við vin sinn, hljómsveitar-
stjórann, og nóttina eftir dreymir hann að
hann hafi drepið hann á gasi. — En Eva
kemur til Stokkhólms og frelsar Bo, —
þau giftast og flytja á afskekktan stað í
skerjagarðinum og Eva á von á barni.
— Þrem vikum áður en barnið á að fæð-
ast, rekur lík drukknaðs sjómanns upp að
ströndinni fyrir utan heimili þeirra. — Bo
verður skelfingu lostinn. — Ætlar ógæf-
an aldrei að yfirgefa hann. Eva sér lík
sjómannsins og fyllist skelfingu. Barnið
fæðist fyrir tímann, og þegar hún kennir
sín fer Bo með hana á litlum trillubát til
ljósmóðurinnar. Gamall sjómaður stýrir
bátnum. Þau fá vont veður á leiðinni, og
nú rifjast allt líf Bo upp fyrir honum. —
Eva eignast hraustan 14 marka strák og
allt fer því vel um síðir.