Heimilispósturinn - 16.02.1951, Síða 5

Heimilispósturinn - 16.02.1951, Síða 5
V - **- íft K; * að einu sinni vorum við nokkrir félagar, sem spiluðum þá á Hótel Heklu, beðnir að hvíla í hléinu hjá útlendri hljómsveit í einu skemmtihúsi bæjarins. Þetta gerðum við, en þegar við ætluðum að fara, eins og um hafði verið samið, heimtaði fólkið, að við yrðum kyrrir, og komumst við bókstaflega ekki á burt og spiluðum því það, sem eftir var. — Þegar við komum svo út í Heklu með föggur okkar, sagði Guðmundur Kr., að við gætum alveg eins farið fyr- ir fullt og allt, úr því við hefð- um svikizt á burt frá honum í eitt skipti. Telur þú aö íslenzlár danshljóö- fœraleikarar standi jafnfætis erlendum starfsbræörum sín- urn ? Yfirleitt já, en svo koma ein- stöku undantekningar — frægir listamenn, sem gnæfa yfir alla hina, en allur þorri íslenzku hljóðfæraleikaranna er vel starfi sínu vaxinn, enda þurfa íslenzku danshljómsveitirnar að gera enn meira til að hafa program sitt margbreytilegt en sums staðar tíðkast erlendis, og er ástæðan sú, að hér er yfir- leitt sama fólkið, sem sækir dansleikina, og ekki þýðir að bjóða því sömu lögin kvöld eftir kvöld. Margir, sem spila fyrir dansi, eru einnig mjög frambærilegir til annarra starfa á sviði tón- listar. Af þeim sex, sem eru í hljómsveit minni, eru þrír með- limir Sinfóníuhljómsveitarinn- ar, þeir Þorvaldur Steingríms- son, Skafti Sigþórsson og Jónas Dagbjartsson, en þeir leika þar allir á fiðlur. Hverjir eru, auk þeirra, í hljóm- sveit þinni? Páll Bernburg og Jóhann Halldórsson, hvort tveggja ágætir listamenn. Við eigum alltaf í talsverðum örðugleikum með að fá nýjar nótur, en það er okkur mikil nauðsyn að geta fylgzt með því, sem er að gerast í þessum mál- um í umheiminum. Það bætir þó mikið úr skák, að ýmsir vin- ir okkar, sem eru í förum, kaupa oft nótur erlendis, sem þeir gefa okkur eða lána, eða þá grammofónplötu með nýj- asta slagaranum, sem við skrif- um þá upp í snatri og spilum fyrir þá næsta kvöld. Hvaöa tegund dansmúsikur þyk- ir þér skemmtilegust? Það fer allt eftir því hvernig liggur á manni, en líklega oft- ast tangóar, foxtrottar og svo Vínarvalsar. Ég held, að þessi músik sé þægilegust og bezt, bæði fyrir okkur spilarana og eins fyrir þá, sem dansa. Ýmis- leg önnur afbrigði geta verið mjög skemmtileg, einkum þó að sjá þau og heyra í senn, en sumt af því, sem bezt er gert, nýtur sín t. d. varla í útvarpi, nema fyrir þá, sem unna jassi alveg sérstaklega eða kunna einhver skil á honum, umfram það, sem algengast er um hlust- endur. „Heiti jassinn“ er frem- ur varité númer, ,,bopparnir“, eða hvað það nú heitir allt saman, — reyndar mjög freist- andi og skemmtilegt fyrir hljómsveitirnar til að spreyta sig á, en naumast dansmúsik í hinum venjulega skilningi þess orðs. HEIMILISPÓSTURINN 3

x

Heimilispósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1514

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.