Heimilispósturinn - 16.02.1951, Side 6
Jitterbug?
Eiginlega að hverfa. Alda,
sem rís og fellur. Tízkufyrir-
brigði, eins og „style“-bindi
eða misjafnlega síðir kjólar.
Smekksatriði, hvort það þykir
fallegt eða ljótt, en óumdeilan-
lega óþægilegt á venjulegu
dansgólfi, þar sem allur fjöld-
inn dansar með öðrum hætti.
Þaö hefur verið mikiö aö gera
á jólaskemmtunum núna aö
undanförnu.
Já. Við höfum byrjað klukkan
þrjú á daginn og úr því hefur
verið haldið viðstöðulaust
áfram þangað til „Bláa stjarn-
an“ hefur komið upp á kvöldin.
Hvað vilja börnin helzt dansa?
Yngstu börnin panta gömlu
dansana, því þeir eru kenndir
hjá Rigmor, en þau eldri panta
Samba og svo alls konar fín-
heit, en það læra þau líka hjá
Rigmor.
Rigmor Hansson er forláta
kennari, þolinmóð, áhugasöm og
lagin við börnin. Hún hefur
unnið mjög þarft og gott verk
hér í bænum undanfarin ár.
Annars er ég þeirrar skoðunar,
að dans ætti að kenna í efstu
bekkjum barnaskólanna. Sá
unglingur, sem ekki kann eitt-
hvað að dansa, verður alltaf
einhvern veginn utanveltu og
það er ótrúlegt upp á hverju
svoleiðis fólk kann að taka til
þess að vekja á sér athygli í
hópi jafnaldranna.
Svo þú virðist ekki telja dans-
inn sérlega syndsamlega íþrótt?
Nei, þvert á móti. Það er
mjög falleg sjón að sjá prúð-
búið, glatt, dansandi fólk. Ef
hann slær á einhverja syndsam-
lega strengi, þá eru þeir trúlega
til staðar í sjálfum okkur og
myndu hljóma með öðrum —
og e. t. v. ekki viðkunnanlegri
— hætti, ef ekki væri dansað.
Auðvitað getur dansinn líka
orðið ljótur, eins og reyndar allt
annað gott, sem mögulegt er að
misnota, en það er ekki hans
sök, fremur en veizluborðsins,
sem mögulegt er að borða af
sér til bölvunar. Reyndar er
dansinn, eins og þú veizt, ekki
nýr, heldur ævaforn þáttur í
lífi okkar mannanna, sem
fylgja mun okkur meðan eðlið
er óbreytt.
Finnst þér ekki, eins og mér,
gaman að heyra aftur görnlu
slagarana, sem við dönsuðum
viö fyrstu kœrusturnar?
Jú, blessaður vertu. En við
erum ekki einir um það. Oft
kemur fyrir, að miðaldra hjón
koma allt í einu á dansleik og
biðja okkur um einhvern eld-
gamlan slagara, lagið, sem þau
dönsuðu fyrst saman. Þá leitar
maður í pokahorninu og svo eru
gömlu kynnin rifjuð upp. Það
er gaman að sjá, hvernig eitt
gamalt lag getur gerbreytt
gömlu fólki og gefið því aftur
eitthvað af horfinni æsku —
og ást. Jú, gömlu lögin. Þau
gleymast ekki.
Annars endurvekja kvik-
myndir oft gömul lög og hefja
þau á ný til fyrri dýrðar. Svo
verða nýju lögin gömul lög, og
hver veit nema þau tvö, sem í
kvöld stíga fyrstu danssporin
eftir nýju lagi, komi einhvern
tíma löngu seinna og segi
við nýjan hljómsveitarstjóra:
„Viljið þér ekki spila þetta fyr-
4
HEIMILISPÓSTURINN