Heimilispósturinn - 16.02.1951, Síða 9
presta í dóm til þess að rannsaka
málið. En ákærurnar voru þessar:
Jón Egilsson bar það á séra Árna,
að hann og Stefán Grímsson „skemmt
hefðu með fjölkynngi kýr á sínu
heimili". Til þessa færði hann „það
fyrst, að skemmd á kúnum væri sönn
og svarin, og hann þar af skaðann
fengið hefði. Þar næst bar hann óein-
ing á millum sín og séra Árna, og eft-
ir þá óeining hefði skaðinn fram kom-
ið.“ 1 þriðja lagi lagði hann fram
vottorð tólf manna, að þeir væru
honum sammála í þessu, og í fjórða
lagi lagði hann fram eið tveggja
manna um það, 'að séra Árni væri
bendlaður við galdur. Séra Árna var
nú boðið að svara til saka og bera
fram varnir sínar, en hann kvaðst
engar hafa.
Halldór Jónsson bar, „að djöfuls
ásókn og ónáðun hafi á sitt heimili
komið með ógn og ofboði á sér og
sínu heimilisfólki að Gunnsteinsstöð-
um í Langadal, og grunsemd fengið
slíkan djöful sér og sínu heimili
sendan af Árna Jónssyni presti til
ótta, ógnunar, tjóns og fordjörfunar,
þar til hann með fullum lagaeiði sig
frá því frelsar, hvar upp á hann frek-
ari áburð fram bar, svo látandi: Ég
held og segi eftir minni fremstu
hyggju og vitund fyrr téða ónáðan
á mitt- heimili komið hafa af fjöl-
kynngis völdum og verkum Árna
Jónssonar prests“. Lagði Halldór
fram vottorð frá 21 manni, að þeir
teldu hann hafa fullkomlega rétt að
mæla, og höfðu 12 þeirra staðfest
framburð sinn með eiði. Árni prest-
ur kvaðst engar varnir hafa gegn
þessum áburði.
Ivar Ormsson kvað séra Árna vera
valdan „af kvinnu sinnar, Ólufar
Jónsdóttur, ósjálfræði, veikleika og
vitfirringu". Séra Árni hafði engar
varnir uppi frekar en áður.
Sigurður Jónsson bar þessar sakir
á séra Árna: „Ég, Sigurður Jóns-
son, eftir minni fremstu hyggju lýsi.
því, að þú, Árni prestur Jónsson, sért
valdur af þeirri neyð, kvöl og pínu,
sem sonur minn, Jón, nú tíu vetra
að aldri, hefur af þjáður verið síð-
an fyrir næstu um liðin jól anno
1678 og inn til þessa tíma. Sömu-
leiðis lýsi ég þig valdan vera af
veiki, kvöl og pínu, er dóttir mín,
Þuríður, hefur af þjáðzt síðan
fimmtudaginn í þriðju viku góe mán-
aðar, sem var sá 27. februarii þessa
árs 1679; held ég og hygg, að þú
hafir þá neyð, kvöl og pínu mínum
báðum áður nefndum börnum gert
eður gera látið með fullkominni
galdrabrúkun eður öðrum óleyfileg-
um djöfuls meðölum. Segi ég og ber
þig, Árni prestur Jónsson, af ofan
skrifaðri minna hér nefndra barna
kvöl valdan." En þessar kvað Sig-
urður líkur vera til þess, að Árni
prestur væri sannur að sök: „Fyrst
handsalaðir vitnisburðir, vottum við
verandi, fjögra erlegra persóna, hans
heimilismanna, að séra Árna Jóns-
syni hafi þrem sinnum synjað verið
sinna bóna af Sigurði og hans kvinnu,
og þar eftir pilturinn veikzt og sú
kvöl og pina haldizt, en aukizt og
endurnýjazt þann sama þriðjudag
sem Sigurður reið heim til Hóla til
fundar við séra Árna, og á þriðja
degi eftir þeirra samfund hafi dóttir
Sigurðar, Þuríður, veikzt, og þar eftir
jafnan veikindin á þeim báðum börn-
um Sigurðar aukizt og um breytzt
með kvalningu og ofboði í ýmisleg-
an máta, einkum þegar guðsorð var
lesið eður um hönd haft. Einninn,
að Sigurður hafi með sínum skip-
verjum hrakning fengið í landtöku
til skipslöskunar framar öðrum þann
sama dag, er séra Árna var einnar
bónarinnar synjað af konu Sigurðar.
.... Benedikt sýslumaður Halldórs-
son og fimm lögréttumenn vottuðu,
HEIMILISPÖSTURINN
7