Heimilispósturinn - 16.02.1951, Qupperneq 10

Heimilispósturinn - 16.02.1951, Qupperneq 10
að vegna vel reyndrar dánumennsku og guðhræðslu Sigurðar viti þeir og haldi, að hann hvorki fyrir hatur, óvild eður illan vilja upp ljósti eður á beri nokkurn mann til hneyxla eð- ur vansæmdar þann áburð eður upp- tekt nokkurs máls, sem hann hefur ei góða samvizku til, að satt segi. Því hyggi þeir, að téður Sigurður þar helzt áleiti áður sagt mál upp að bera sem hann hafi hyggju til eftir góðri og einfaldri samvizku". Biskup og dómsmenn skoruðu á séra Árna að leggja fram einhverjar máls- bætur, en hann kvaðst engar hafa. Dómsmenn dæmdu Árna presti tylftareið fyrir Þorláki prófasti Hall- dórssyni í Bólstaðarhlíð, og skyldi hann hafa unnið eiðinn fyrir 4. ágúst. En þessi skyldi vera eiðstafur séra Árna: „Til þess legg ég Árni prest- ur Jónsson hönd á helga bók, og það segi ég guði almáttugum, að ég hef aldrei um alla mína ævi galdur eð- ur fjölkynngi lært, brúkað eður fram- ið mönnum eður fénaði til tjóns, skaða eða lækninga, leynt eður ljóst, og aldrei hef ég nokkurs konar djöf- ulleg meðöl brúkað eður brúka látið vitandi, viljandi eður verkandi með ráð eður dáð, og ei er ég í nokk- urn máta valdur né sekur í þeim fjölkynngis áburðum, er ég borinn verið hefi, og að svo stöfuðum eiðt — — —.“ Ef Árni prestur félli á eiðnum, vísa klerkarnir málinu frá sér til veraldlegra yfirvalda. Þenn- an dóm samþykkti biskup og allir klerkar á prestastefnunni. Um tylftareið eru þau ákvæði i Jónsbók, að þá er manni var dæmd- ur sá eiður til undanfærslu því, er á hann var borið, skuli „nefna sex menn á hvora hönd þeim, er undan skal færast, jafna að rétti við hann, þá sem næstir honum eru og um það mál má kunnugast vera, hvorki sak- aða né sifjaða, fulltíða menn og val- inkunna, þá er hvorki sé áður reynd- ir að röngum eiðum né skrökvott- um, og hafa sjö af þeim, en sjálfur hinn áttundi, og fjóra fangavotta, og eigi meinsærum reyndlr, og sverji innan tiu vikna særra daga. Sá skal sverja fullan eið fyrir sig, er fyrir sök verður, en allir aðrir sanni mál hans með því skilorði, að eigi viti þeir annað sannara fyrir guði en þeir sverja að sinni hyggju. Þar sem segir í lögbókinni, að eið- menn skuli nefna „jafna að rétti“ við þann, er undan skal færast, þ. e. sömu stéttar, þá þurfti séra Árni að fá 12 presta til þess að sverja með sér, „þá sem næstir honum eru“, þ. e. nágrannapresta. Þeir skyldu hvorki vera sakaðir né sifjaðir, þ. e. hvorki eiga sökótt við hann né skyld- ir honum eða mægðir. 1 þessu máli reyndist svo, að í Húnaþingi og Skagafirði voru ekki nema fimm prestar, er svarið gætu, sökum skyld- leika eða mægða við séra Árna eða ákærendur hans, og voru hin eiðvætt- in þá tekin úr Eyjafirði og Þing- eyjarsýslu. Þá segir: „og hefur sjö af þeim, og sjálfur hinn áttundi, og fjóra fangavotta". Það mun eiga að skilja svo, að sá ákærði kaus sjö til þess að sverja með sér, en fjórir „íanga- vottar" vottuðu, að eiðmenn hefðu verið fengnir að lögum. Vinna þá tólf menn eið, að sakborningi með töldum, en þar sem tólf voru nefndir auk hans, hlýtur hann að hafa rutt einn mann. Ákærður skal sverja fyrstur, en hinir sanna mál hans með eiði, en í galdramálum sverja eiðvættin hinum sakaða eið- inn fyrirfram annaðhvort særan eða ósæran, áður en hann sver sjálfur. Ef þeir sverja eiðinn ósæran, er hann fallinn á málinu og sannur að sök. Ákærurnar á héndur séra Árna virðast oss harla léttvægar og lik- 8 HEIMILISPOSTURINN

x

Heimilispósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1514

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.