Heimilispósturinn - 16.02.1951, Blaðsíða 20

Heimilispósturinn - 16.02.1951, Blaðsíða 20
heilabrot mín um, hvað orðíð hefði af stígvélunum mínum, því að ég fann, að ég var ekki lengur með þau á fótunum. Svo fann ég allt í einu, að eitthvað rykkti höfðinu á mér aftur á bak og heitur vökvi rann ofan í kverkar mínar, og ég fann, að handleggirnir á mér hreyf ðust upp og niður án nokk- urrar áreynslu eða viljaorku af minni hálfu. (Það var við lífg- unartilraunirnar). Þetta er allt sem ég man, um þessa voðaferð mína. En mér er víst óhætt að fullyrða, að ég er fyrsti maður — og verð líklega sá síðasti — sem ferðast vatnsleiðina frá Sandá til Port Elizabeth. Metcalf lá nokkrar vikur í sjúkrahúsi í Port Elizabeth eftir hina taugaæsandi háskaferð sína. Hann hafði lítið meiðzt annað en fengið smáskrámur hér og þar um kroppinn, en taugakerfi hans hafði orðið fyr- ir svo slæmu áfalli, að honum voru veitt eftirlaun af vatns- veituráðinu. Hin undursamlega björgun Metealfs úr þessum lífs- háska verður enn undursam- legri fyrir það, að í næsta skipti sem tjörnin í St. Georgs lysti- garðinum var fyllt, sprungu 20 kílómetrar af vatnsleiðslunni af offyllingu. Ef eitthvað þessu líkt hefði komið fyrir, þegar Metcalf fór háskaför sína, hefði hann verið dauðans matur. ó. S. þýddi. 18 HEIMILISPÓSTURINN

x

Heimilispósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1514

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.