Heimilispósturinn - 16.02.1951, Blaðsíða 22
sinn sem báturinn haggaðist eitthvað,
greip hún í handlegg mér, og ég
heyrði glamra í tönnum hennar af
skjálfta."
„Nei, nei,“ sagði hún, „þetta lag-
ast bráðlega. Ég býst við, að það
sé hrikaþrungin fegurð fjallanna,
sem hefur þessi áhrif á mig; mér
finnst líka eins og einhver hætta
steðji að okkur.“
„Vertu ekki að þessari heimsku,
elskan mín,“ sagði ég hlæjandi.
„Sannaðu bara til, bráðlega verðum
við komin þarna upp i selið, og þá
muntu sjá gluggann, sem sólin skein
inn um „á ásjónu hinnar deyjandi
greifinnu," eins og skýrt er frá í
skáldsögunni þinni.“
„Ó, góði, minnztu ekki á dauðann
héma.“
Ég var, satt að segja hálfgramur
við konuna mína, því ég hafði skipu-
lagt þetta ferðalag eingöngu til að
þóknast henni, en ég sá, að taug-
ar hennar voru í ólagi. Ég verð að
viðurkenna, að vatnið var mjög
skuggalegt. Gráir graníthamramir
risu næstum því lóðrétt upp úr dökk-
grænu vatninu og byrgðu sýn græn-
ar hlíðarnar og fegurð háfjallanna.
Ekkerta hljóð heyrðist, nema gutlið
i ámnum og einstaka sinnum garg
í ránfuglum hátt í lofti yfir vatninu.
„Hversvegna er þessi kross þarna
á bergþilinu ?“ spurði ég fylgdarmann
okkar.
„Hann var málaður þarna til minn-
ingar um ferðamannahóp, sem bát
hvolfdi undir á Allraheilagramessu
fyrir tveim árum,“ svaraði hann.
„Það var enskt ferðafólk á leið upp
í hálendið, eins og þið. En það komst
þangað aldrei, vesalings fólkið."
„Svona, svona, þetta er nóg," sagði
ég í flýti, því að ég sá, að konan
mín sat með lokuð augun, og á því
hvernig hún neri saman höndunum
sá ég, að henni leið illa. Rétt á eftir
komum við að öðrum krossi, og áð-
ur en ég gat gefið gfamla málgefna
ræðaranum bendingu, lagði hann
upp árarnar og fór að skýra okkur
frá, hvernig hópur pílagríma á leið
til St. Bartólómeus-klaustursins,
lengra fram með vatninu, hefði
drukknað á þessum stað, vegna þess
að bátamir voru ofhlaðnir. Mér fór
að líða eins og við værum að fara
um kirkjugarð eða vígvöll!
Nokkru síðar lentum við, og þeg-
ar við höfðum snúið baki við vatn-
inu, hrundu álagaf jötrar rökkurheim-
anna af okkur og sólin skein í heiði
og létti skapið, meðan við klifum
krákustíginn upp fjallshlíðina. Eftir
fjögurra stimda göngu komum við
upp að selinu.
Það var orðið mjög heitt, því
sólin var komin hátt á loft, en loft-
ið þama var yndislega hressandi og
það var hreinasta nautn að leggj-
ast í mjúkt grasið og láta þreytuna
líða úr Éroppnum, eftir hina erfiðu
uppgöngu. Selstúlkan aðstoðaði
fýlgdarmanninn við að taka upp
nestið og matbúa fyrir okkur. Matn-
um, — sem lagður var á borð undir
berum himni — vom sannarlega gerð
góð skil af okkur báðum. Konan
min var nú alveg búin að ná sér
og talaði af miklum fjálgleik um
uppáhaldssöguna sína og selið.
Fylgdarmaðurinn tilkynnti okkur,
að við hefðum tvær stundir til að
skoða okkur um, áður en nauðsyn-
legt væri að hverfa til baka. Hann
notaði þánn tíma til að fá sér vær-
an blund í einu ýtihúsanna, en við
fómm að skoða umhverfið, eftir að
við höfðum matazt.
„Það er skrítið," sagði konan min,
„að maður skuli hvergi sjá vatnið
héðan."
„Það er af því, að við emm svo
hátt uppi og talsvert langt frá vatn-
inu,“ sagði ég. „Ef við kæmumst
20
HEIMILISPÓSTURINN