Heimilispósturinn - 16.02.1951, Side 27

Heimilispósturinn - 16.02.1951, Side 27
* A takmörkunum! Nielsen snikkari í París. Nielsen húsgagnasmiður hafði grætt vel á stríðsárunum og skömmu eftir stríðið ákvað hann að bregða sér til Parísar í sumarleyfinu. Frönskukimnátta hans var ekki upp á marga fiska; ef satt skal segja, þá kunni hann ekki orð í frönsku. Kvöld eitt þegar hann var á gangi i hliðargötu á Montmartre kom hann auga á sérlega fallega unga stúlku, sem stóð á götuhorni undir ljóskeri og beið eftir einhverju. Nielsen gaf dauðann í kunnáttuleysi sitt í frönsku, vék sér að stúlkunni og gerði henni skiljanlegt með látbragði að hún hefði haft mjög djúp áhrif á hina næmu snikkarasál hans. Stúlkan virtist ekki verða undrandi yfir hinni augljósu aðdáun snikkar- ans; hún greip í handlegg Nielsens og leiddi hann rakleitt inn í litla vin- stofu skammt frá. Þau settust við borð og Nielsen leit spyrjandi á stúlk- una. Hún tók í snatri upp blýant og teiknaði glas á dúkinn. Nielsen skildi strax hvað hún átti við og bað um tvö glös af víni. Kvöldið leið og alltaf fjölgaði glasateikningunum á dúknum, og Nielsen undraðist æ meir hve auðvelt var í raun og veru að halda uppi samræðum á frönsku. ,,En það sem mér þótti merkileg- ast af öllu,“ sagði Nielsen við félaga sína eftir að hann kom heim úr Par- ísarförinni, „var, að þegar átti að fara að loka vínstofunni, teiknaði stúlkan dívan á dúkinn. Og hvernig gat hún vitað, að ég var húsgagna- smiður ?“ Án ábyrgðar. Stærsta og útbreiddasta vikublað Bandaríkjanna er Saturday Evening Post. Ritstjóri þess, George Horace Lorimer, þekkir lesendahóp sinn og veit hvað má bjóða honum. Hann gætti þess alltaf vandlega, að ekkert ósiðlegt eða tvírætt orð birtist í blað- inu, en eitt sinn, árið 1931, varð hon- um á í messunni. Blaðið flutti þá framhaldssögu, sem hét „Rauðhærði einkaritarínn“. Fyrsta kaflanum lauk með því að rauðhærða blómarósin sat við kvöldverðarborð með forstjór- anum í íbúð hans. Annar kaflinn í næsta blaði á eftir byrjaði á því að einkaritarinn settist hress og ófeim- in við morgunverðarborðið á sama stað. Varla var dagurinn liðinn, þegar streyma tóku bréf frá lesendum, sem hneyksluðust á þessu athæfi stúlk- unnar. En Lorimer var ekki svara- fátt. Hann svaraði bréfriturunum í næsta blaði, vingjarnlega en ákveðið: „Saturday Evening Post getur ekki tekið ábyrgð á hegðun sögupersón- anna milli þess sem blaðið kemur út." Hið veika kyn. Stór og skrautlegur hani var að elta litla, rytjulega hænu. Hænan gargaði ofboðslega og hljóp í sífelld- um krókum til að forða sér undan hananum. Að lokum hljóp hún út á götuna og varð fyrir vörubíl, sem kom brunandi eftir veginum. Tvær rosknar piparmeyjar, sem sátu við glugga, voru sjónarvottar að þessum harmleik. „Sástu!“ sagði önnur þeirra með hátxðlegum alvörusvip, um leið og hún benti á dauða hænuna, „hún vildi heldur deyja!" Eyðslusemi. Jónsi matrós fékk tveggja daga landgönguleyfi, og þegar hann kom um borð aftur, var harm búinn að eyða allri mánaðarhýrxmni. Þegar hann var spurður, í hvað hann hefði eytt öllum peningunum, svaraði hann: „O, blessaður vertu, sumt fór í kvenfólk og sumt í áfengi, en mest af því fór í allskonar bannsettan óþarfa!" Kixrteisi á dansleik. „Fyrirgefið, ungfrú, ég steig víst ofan á yður.“ „Néi, þér stiguð alls ekki ofan á mig." „Þá var það bara af þvx, að fót- urinn á yður er svo örsmár." HEIMILISPÓSTURINN 25

x

Heimilispósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1514

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.