Heimilispósturinn - 16.02.1951, Blaðsíða 29

Heimilispósturinn - 16.02.1951, Blaðsíða 29
Ég afréð að fara út og athuga, hvað gerzt hefði. Um tuttugu metra frá hliðinu stóð fólksflutningsbifreið á miðjum veginum. Stúlka stóð yfir opnu vélarhúsinu og var að athuga vélina. Hún var ung og lagleg, að því er mér virtist, en þó var erfitt að gera sér grein fyrir útliti hennar, því að hún var dúðuð í loðkápu. Ég bauð gott kvöld og spurði, hvort ég gæti veitt nokkra að- stoð. Hún kvaðst ekki vita, hvað væri að vélinni — hún hefði stanzað allt í einu og vildi ekki fara aftur í gang. Ég sneri sveifinni fyrir hana, en allt kom fyrir ekki. Ég gerði ýmsar til- raunir með vélina, en það fór á sömu leið. Loks hugkvæmdist mér að athuga vatnskassann. Hann var tómur. Ég fór heim og sótti fulla fötu af vatni. En þetta bjarg- ráð dugði ekki heldur. Vatnið streymdi jafnóðum gegnum vél- ina og niður á veginn. Bifreið- inni hafði verið ekið án kæli- vatns, og vélin var stórskemmd. Ég sagði stúlkunni, hvernig komið var. „Verð ég þá að vera hérna í alla nótt?“ sagði hún. Ég bauð henni að koma heim í bústaðinn og dvelja þar yfir nóttina. En hún mátti ekki þeyra það nefnt. Hún kvaðst ætla að skilja bifreiðina eftir og halda áfram fótgangandi. Ég sagði henni, að það næði engri átt, því að margar mílur væru til næsta bæjar. I sama bili heyrðum við í bif- reið, sem kom úr sömu átt og hún hafði komið. Við sáum ljósin í fjarska. „Þarna voruð þér heppin,“ sagði ég. „Þessi bíll dregur bif- reið yðar til næstu viðgerðar- stöðvar eða ekur yður minnsta kosti til næsta gistihúss.“ Ég hafði búizt við, að það glaðnaði yfir henni við þetta, en svo var ekki. Ég fór að velta því fyrir mér, hvað vekti í raun- inni fyrir henni. Hún vildi hvorki þiggja gistingu hjá mér né hjálp annarra til þess að komast í burtu. Skyndilega þreif hún í hand- legg minn og sagði: „Hvaða bifreið haldið þér að sé að koma?“ „Ég er að vísu ókunnugur hér,“ sagði ég, „en mér heyrist þetta vera bíll hlaðinn mjólkur- brúsum.“ Og þetta reyndist rétt. Það var mjólkurbíll, og hann varð að nema staðar, af því að hann komst ekki framhjá. Bifreiðarstjórinn sté út og bauð aðstoð sína. Hann kvaðst vera á leiðinni til Norwichborg- ar og bauðst til að draga biluðu bifreiðina þangað. En stúlkan vildi heldur, að bifreiðin væri dregin inn í bílskúrinn minn og geymd þar til morguns. Sjálf ætlaði hún að fara með mjólk- urbílnum til Norwich og, láta sækja bifreiðina daginn eftir. Mér tókst að finna lykilinn að bílskúrnum, og bifreiðarstjór- inn á mjólkurbílnum — Willi- ams hét hann — og ég ýttum síðan bilaða vagninum inn í skúrinn og ég læsti dyrunum. Þegar ég var búinn að læsa bíl- skúrnum, bauð ég þeim inn, því að kalt var í veðri. Ég blandaði HEIMILISPÓSTURINN 27

x

Heimilispósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1514

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.