Heimilispósturinn - 16.02.1951, Page 31
Ég vaknaði snemma næsta
morgun. Ég ákvað að virða fyrir
mér verksummerkin í dagsbirt-
unni, og áður en konan, sem
gætti hússins, kæmi. Þegar ég
kom út, sá ég að það hlaut að
hafa snjóað mikið um nóttina,
því að hvorki sáust bílför né
spor. Ég furðaði mig líka á því,
að ég hafði skilið lykilinn eftir
í bílskúrhurðinni. Ég opnaði
hurðina og fór inn. Skúrinn var
tómur. Engin bifreið, enginn
dauður maður, ekkert. Það var
.svolítið vax á gólfinu, þar sem
ég hafði misst kertið; það var
eini votturinn um það, að ég
hefði komið þarna áður. Eitt af
tvennu hlaut að hafa gerzt:
annaðhvort hafði bifreiðin ver-
ið sótt um nóttina eða ég hafði
sofnað hjá arninum og mig
dreymt allt saman.
Þá mundi ég eftir viskíglös-
unum.
Þau áttu að vera í dagstof-
unni. Og þau voru þar, öll þrjú.
Þetta hafði þá ekki verið draum-
ur, bifreiðin hafði verið sótt, en
þeir sem sóttu hana hafa hlot-
ið að fara ákaflega hljóðlega.
Stúlkan hafði skilið glasið sitt
eftir á arinhyllunni og það sá-
ust á því nokkur greinileg
fingraför. Sum förin voru eftir
mig, því að ég hafði sótt glös-
in fram í eldhúsið. En hennar
fingraför voru hrein og mín fit-
ug úr vélinni, og það var auðvelt
að þekkja þau í sundur. Þetta
glas hlaut að vera mikilvægt
sönnunargagn. Það var augljóst
mál, að morð hafði verið fram-
ið, og stúlkan hlaut að vita
eitthvað um það, enda þótt hún
hefði ekki framið það sjálf.
Þessvegna hlaut ég að fá lög-
reglunni glasið í hendur, og ég
bjó því vandlega um það í göml-
um kexkassa, sem ég fann í
búrinu.
Konan kom, og ég borgaði
henni það, sem ég skuldaði fyrir
kvöidverðinn og gistinguna. Síð-
an hélt ég til borgarinnar og
hitti eiganda sumarhússins og'
sagðist láta hann vita, ef ég
hyggðist taka það á leigu. Því
næst hélt ég til London og fór
rakleitt á fund vinar míns, sem
starfaði í Scotland Yard. Ég
sýndi honum glasið og spurði,
hvort hann gæti komizt að því,
eftir hvaða manneskju þessi
fingraför væru. Hann taldi það
ólíklegt, en sendi þó eftir fingra-
farasérfræðing leynilögreglunn-
ar.
Eftir stundarkom kom sér-
fræðingurinn aftur inn til okkar
með skjalabunka. Lögreglan
kannaðist við stúlkuna. Mér var
sagt nafn hennar og sýnd mynd
af henni. Hún hafði verið tals-
vert laus í rásinni, að því er
virtist. Hún hafði í fyrstu gerzt
sek um smáþjófnað úr verzlun-
um, en síðar orðið meðlimur í
bófaflokki.
Vinur minn sagði mér, að
tveim bófaflokkum hefði lent
saman og einn maður verið
drepinn. Hún hafði komið hon-
um burt í bifreið, en bifreiðin
hafði bilað einhversstaðar í
Norfolk. Þá hafði hún skilið
bifreiðina og dauða manninn
eftir í einhverjum bílskúr og
haldið áfram til Norwich með
vörubíl. En hún hafði aldrei
komizt þangað. Bíllinn hafði
runnið til á veginum, og bæði
hún og bílstjórinn — Willi^ms
að nafni — höfðu kastazt út
og lent með höfuðið á grjót-
:heimilispösturinn
29