Vinnan - 01.07.1962, Blaðsíða 4

Vinnan - 01.07.1962, Blaðsíða 4
uiiian ÍHiman Útgefandi: Alþýðusamband Islands. Ritnefnd: Hannibal Valdimarsson og Snorri Jónsson. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hannibal Valdimarsson. Afgreiðsla: Skrifstofu Alþýðusambands íslands, Laugavegi 18. Sími 19348. Áskriftarverð 50 krónur Arg. í lausasölu kr. 15.00 16 síðu blað. Tvöfalt blað kr. 20.00. PBENTSMIEJAN EDDA H. F. ísinn brotinn Þróun verkalýðsmála er á margan hátt athyglisverð á fyrri hluta ársins 1962. Verkalýðsmálaráðstefnan í fyrra- haust ráðlagði verkalýðsfélögunum eindregið að segja upp samningum og krefjast sama kaupmáttar launa, sem náðst hafði eftir verkföllin í fyrravor. Um þetta var enginn ágreiningur milli formanna verkalýðsfélaganna Þetta skyldi vera svar verkalýðssamtakanna við gengislækkuninni í fyrrasumar. í samræmi við þessa ákvörðun sögðu mörg þróttmestu stéttarfélögin upp samningum. Önnur létu ekkert á sér bæra. Það skauzt upp úr vissum forustumönnum, að það væri á æðri stöðum talið til þjóðhollustu, að segja ekki upp. Og þeim væri heitið því, að missa einskis í, ef þau frestuðu upp- sögn. Miðstjórn Alþýðusabandsins kaus nú nefnd til viðræðna við ríkisstjórn- ina, til þess að þrautreyna, hvort hún fengist ekki til að gera neinar ráð- stafanir til lækkaðs verðlags. — Allar slíkar leiðir reyndust lokaðar. En í lokasvari ríkisstjórnarinnar kom fram viðurkenning á því, að kaup hinna lægst launuðu þyrfti að hækka. Þetta var í sjálfu sér mikilsverð játning. Hingað til höfðu viðræður miðstjórn- ar snúizt um mál, sem var á valdsviði ríkisstjórnar einnar að framkvæma, svo sem með vaxtalækkun, lækkun söluskatts o. s. frv. — En nú taldi ^tjórnin takmarkaða kauphækkun einu færu leiðina, og var málið þá komið inn á verksvið sjálfra verka- lýðsfélaganna. Þau ein hafa samnings- Helgi Þorkelsson Frh. af 1. síðu. upp og nefnt „Skjaldborg“, eins og það heitir enn í dag. Halldór Hall- grímsson var kjörinn fyrsti formaður þess- Ég var meðal stofnenda og varð fyrsti ritari þess. í stjórninni hef ég verið frá upphafi, en við formanns- starfinu tók ég 1920 og hef gegnt því samfleytt síðan, eða í 42 ár. Yfirleitt hefur félaginu gengið vel að ná samningum við meistarana, en þó hefur nokkrum sinnum komið til verkfalla, eða félagið staðið að verk- falli ásamt öðrum félögum, eins og t. d. 1955. Aðalatriðin í kjarasamningum klæð- skera nú eru þessi: Lágmarkskaup sveina á viku er nú kr. 1389,75 Kaup stúlkna er kr. 3095,60 á mánuði fyrstu 3 mánuðina, en kaup þeirra, sem lengur hafa starfað kr. 4.197,59. Allmargbrotinn ákvæðisvinnutaxti er svo gildandi fyrir sveina og stúlkur, og er mikið unnið samkvæmt honum- Eftirvinna greiðist með 50% álagi, og næítur- og helgidagavinna með 100%. Starfsmaður heldur fullu kaupi í veikindatilfellum allt að 12 virkum dögum á ári. Vinnuvikan er 48 stund- ir. Orlofið er 6% á heildarárstekjur. Helgi hefur varið mörgum stundum fyrir félag sitt, enda verið óumdeildur forustumaður þess, lengur en algengt er. Ennþá er hann — þrátt fyrir hálfnaðan áttræðisaldur, léttur á fæti og kvikur í hreyfingum, enda hefur hann lengi iðkað íþróttir — göngu, hlaup, fimleika, sund og glímu. „Vinnan“ þakkar Helga fyrir gefnar upplýsingar og langt og mikið starf í þágu verkalýðssamtakanna. Og að skilnaði óskum við honum góðrar heilsu og langra lífdaga. aðild að lögum, eins og allir vita, en Alþýðusambandið ekki. Þetta hárrétta svar rangtúlkuðu íhaldsblöðin á þann hátt, að Alþýðusambandið teldi sér kaupgjaldsmál hinna lægst launuðu óviðkomandi. Fráleitari ósannindi var ekki hægt að hugsa sér. Ýmis verkalýðsfélög norðan lands og sunnan hófu nú samstundis samn- inga um hækkað kaup hinna lægst launuðu. En Vinnuveitendasambandið var ekki til viðtals um neitt slíkt. Gripu þá félögin á Akureyri til þess ráðs að auglýsa kauptaxta með 10% kauphækkun. Var þá engu líkara en að Vinnuveitendasambandið væri bitið af eiturnöðru. Var fljótlega samið um svipaða kauphækkun og auglýst var. Verkstjórakaup Þann 1. desember síðastliðinn var gerður nýr samningur um kaup og kjör verksíjóra — milli Verkstjóra- sambands Islands og Vinnuveitenda- sambandsins. Samkvæmt samningnum verður lágmarkskaup verkstjóra 30% yfir kaupi fullgildra verkamanna á vinnu- stað, eins og það er á hverjum tíma og hámark verkstjórakaupsins 50% hærra, nema um mjög umfangsmikla verkstjórn sé að ræða, þá getur það orðið hærra. Orlof verkstjóra er 18 virkir dagar á ári fyrstu 10 árin hjá sama vinnu- veitanda — 21 virkur dagur næstu 5 árin og 24 virkir dagar eftir 15 starfs- ár. Verkstjórar fá einnig greitt orlof af eftir-, nætur- og helgidagakaupi, þ. e. 6%, 7% og 8% af öllum útborguðum launum. Eftir eins árs starf hjá sama at- vinnurekanda á verkstjóri rétt á þriggja mánaða uppsagnarfresti. Fróðlegur samanburður Á árunum 1940—1960 — þ. e. á 20 ára tímabili — hefur verkfræðingum fjölgað í Svíþjóð frá 30 þúsundum í 90 þúsund. Þessa þreföldun verkfræð- ingatölunnar telja Svíar eitt af frum- skilyrðum þeirra framfara og tækni- legu umbóta, sem orðið hafi í Svíþjóð á þessum árum — og jafnframt telja þeir þessa þróun hafa leitt til bættra lífskj ara almennt. Nú hefur verið gerð áætlun um verk- fræðingaþörfina í Svíþjóð næstu 20 árin, frá 1960—1980, og er niðurstað- an sú, að árið 1970 muni Svíar þurfa 157.000 verkfræðinga og árið 1980 eigi færri en 226.000 verkfræðinga í stað 90.000 árið 1960. Þetta eru fróðlegar tölur. En hér á Fáum dögum síðar máði Dagsbrún líka samningum um 10—12% kauphækkun án verkfalls. Félag járniðnaðarmanna í Reykja- vík gerði samkomulag við meistara um 8—9% kauphækkun í formi aldurs- uppbóta. Þessu samkomulagi rifti rík- isstjórnin. En eftir 5 vikna verkfall var samið við járnsmiðina um meiri hækkun en þeir kröfðust í upphafi. Er slíkt sjaldgæf úrslit í kaupdeilum. En síðan hafa hinir „þjóðhollu“ fengið sams konar kauphækkanir, eins og lofað var. — Fyrst hét þessi kaup- gjaldslagfæring „árás á þjóðfélagið". En þegar ekki varð rönd við reist, heitir hún launabót til hinna lægst launuðu að tillögu ríkisstjórnarinnar.

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.