Vinnan


Vinnan - 01.11.1985, Blaðsíða 1

Vinnan - 01.11.1985, Blaðsíða 1
vmnan 6. tbl. 35. árg. 1985 3% hækkunin hlýtur að skoðast sem verðbót Vandað afmælisrit Fyrir skömmu kom út vandað afmælisrit Verkamannasam- bands íslands er varð tuttugu ára 9. maí 1984. Þórir Daníelsson, framkvæmdastjóri VMSÍ, skrifar greinargóða frásögn um starfið í 20 ár. ítarleg viðtöl eru við Guðmund J. Guðmundsson, formann VMSÍ og Karl Steinar Guðnason, vara- formann VMSÍ. Þá er rætt við Her- mann Guðmundsson, Björgvin Sig- hvatsson, Þórunni Valdimarsdóttur, Ragnar Guðleifsson, Bárð Jensson, Ágúst Sigurlaugsson, Valdísi Kristins- dóttur og Pétur Sigurðsson. Þá eru greinargóðar frásagnir af starfsemi verkalýðsfélaganna á Húsavík og Vest- mannaeyjum. Stefán Júlíusson, rithöfundur, skrif- ar um verkamannabústaði og Elísabet Þorgeirsdóttir skrifar um fjórar bækur er fjalla um verkafólk. Þá eru hringborðsumræður um stöðu VMSÍ og verkafólks almennt. Ástæða er til að hvetja fólk til að lesa þetta af- mælisrit því að ritstjórnin gerði sér far um að fá fram í dagsljósið sem fjöl- breytilegastar skoðanir félaga innan VMSÍ. Ritinu hefur verið dreift til allra að- ildarfélaga innan VMSÍ, en þau voru 54 árið 1984 og félagsmenn þeirra tæplega 27 þúsund manns. Eftir að þetta blað var búið til prent- unar hafa verið gerðir samningar um 3% almenna launahækkun. Þann 9. október samdi fjármálaráðherra við BSRB og þann 16. október, samþykktu atvinnurekendur að sama hækkun skyldi ganga til ASÍ fólksi Þrátt fyrir þessa 3% hækkun bendir allt til þess, að kaupmáttur verði í lok samningstímans lakari en gert var ráð fyrir þegar samið var í sumar. 3% hækkunin hlýtur því að skoðast sem Stjórn verkamannabústaða í Reykja- vík er nú að byggja 137 íbúðir íÁrtúns- holti og hafa þegar flutt inn 30—40 fjölskyldur, en áætlað er að verkinu verði fulllokið í ágúst 1986. Þá er verið að byggja 31 íbúð í Neðstaleiti 2—4 (sjá meðfylgjandi mynd frá Húsnæðis- stofnun ríkisins). Næsta stórátak verð- ur í Grafarvoginum þar sem þegar er verðbót, þ.e. kauphækkun uppí verð- hækkanir umfram áætlanir. í ljósi þess að ríkisstjórnin hefur ekki megnað að hamla gegn verðhækkunum hefur hún þannig samþykkt að greiða viðbótar- kauphækkun. Með 3% kauphækkun- inni er staðfest, að nauðsynlegt er að í samningum séu ákvæði sem tryggi kaupmátt, standist verðlagsforsendur ekki. Sjá ennfremur leiðara á bls. 3 og yfir- litsgrein á bls. 5. byrjað á framkvæmdum við smíði 108 íbúða, sem á að verða lokið 1987, en fyrstu íbúðirnar verða tilbúnar síðari hluta árs 1986. Stjórn verkamanna- bústaða í Reykjavík fékk loforð fyrir byggingu um 200 íbúða í Grafarvogi og var ákveðið að byggja þar í tveimur áföngum. Verkamannabústaðir: Miklar framkvæmdir

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.