Vinnan - 01.11.1985, Page 6
Þaö fertvennum sögum af ágæti
bónussamningsins sem Verka-
mannasamband íslands gerði við
VSÍ og VMS og undirritaður var
16. september sl.
Bolli Thoroddsen, hagræðing-
ur hjá ASÍ, hefurverið með í öllum
undirbúningi samnin
samningafundunum. Vi«
fyrir Bolla nokkrar spurningar,
sem kynnu að varpa skýrara Ijósi
áeðli samningsinsen hægt erað
lesa út úr fréttum af samningun-
Vinnan: Þessir samningar hafa verið
túlkaðir bæði sem allgóðir og heldur lé-
legir. Hver er sannleikurinn í málinu frá
þínum bæjardyrum séð?
Bolli: Ef við lítum fyrst á sjálft bón-
uskerfið, eða vinnufyrirkomulagið, þá
er þetta að mörgu leyti góður samning-
ur. Það á sérstaklega við um breyting-
una frá meðaltalsútreikningi við
ákvörðun greiðslu fyrir nýtingu við
snyrtingu á fiski til frystingar yfir í það
að miða við fast lágmark. Hér er um
verulega einföldun að ræða og ætti að
leiða til aukins skilnings á bónuskerf-
inu. Fólkið ætti að eiga auðveldara með
að fylgjast með hvað það fær fyrir ann-
ars vegar nýtingu og hins vegar vinnu-
hraða.
Með fastanýtingarkerfinu er ein-
staklingurinn sjálfur ákvarðandi hvað
hann fær greitt, en er ekki háður því
hvernig þriðjungur þeirra hæstu nýta
eftir marknýtingarkerfinu.
Viðsemjendur okkar höfnuðu algjör-
lega bónusgjaldinu, þ. e. 30 króna
hækkuninni, en því áfram vísað til
nefndarinnar sem sett var á laggirnar
15. júní sl. Hlutverk nefndarinnar verð-
ur m. a. að skilgreina hvað er þjálfað
fiskvinnslufólk og koma á fræðslu í
faginu. í framhaldi af því skulu fasta-
launin hækkuð. Nefndin hóf starf 1.
september og á að skila niðurstöðum
fyrir 1. desember. Ég held að fólk hljóti
að binda talsverðar vonir við niðurstöð-
ur nefndarinnar. Þegar búið er að skil-
greina hugtakið „vant fiskvinnslufólk“
vonast ég til að það fái samstundis
kauphækkun, en ákvörðunin ekki
geymd til næstu heildarsamninga um
bónuskjörin.
Vinnan: Einhvern veginn finnst mér
þetta mál vera miklu stærra í sniðum en
venjulegir samningar milli verkafólks
og vinnuveitenda, því að ef fiskvinnslu-
fólkið fær ekki góð laun hlýtur fisk-
vinnslunni að hnigna sem atvinnugrein.
Telurðu þessa samninga eitthvert spor í
þá átt að hagur fiskvinnslufólksins
verði betri í framtíðinni?
Bolli: Ég vil ekki fullyrða neitt um
það. Útkoman úr þessum samningi er
því miður sú að bónushlutfall launanna
hækkar — fastakaupið verður minni
„Óvanur maður
gengur ekki inn í
frystihús til að ná í
rífandi tekjur og háan
bónus“
hluti en bónushluti stærri hluti, sem er
þveröfugt við það sem stefnt var að.
Það átti að gera fastakaupið meira,
og minnka bónushlutfallið, enda var
aðalkrafan að hækka fastahlutfallið
um 30 krónur, en láta bónusútreikn-
ingstöluna standa í stað. En útkoman er
sú að bónusgrunnkaupið hækkar úr 81
krónu í kr. 90,75, eða um 12%.
Vinnan: Má þá duglega fólkið vel við
una og eykst kannski hættan á því að
fiskvinnslufyrirtækin fái ekki nýtt og
óvant fólk til starfa?
Bolli: Ég veit það nú ekki. Auðvitað
þarf fólk talsverðan aðlögunartíma.
Óvanur maður gengur ekki inn í frysti-
hús til að ná í rífandi tekjur og háan
bónus. Þetta á sérstaklega við um snyrt-
inguna. En í sambandi við greiðslu fyrir
nýtingu þá er mat flestra að við tryggj-
um öllu þjálfuðu fólki allt að hámarks-
greiðslu fyrir nýtingu, sem þýðir veru-
lega aukinn launakostnað hjá mörgum
fyrirtækjum. Samt er erfitt að segja
nokkuð ákveðið um þetta fyrr en komin
er reynsla á fastanýtingarkerfið.
Vinnan: Nú virðist venjulegum
blaðalesanda að úti á landi sé verið að
prófa einhver önnur afbrigði bónus-
samninga. Eru fleiri en eitt afbrigði í
gangi núna?
Bolli: Fólkið á Eyjafjarðarsvæðinu
gerði hálfs mánaðar tilraun mað fasta-
nýtingu, sem ekki má skoða þannig að
samningur hafi verið gerður um hana til
frambúðar. Tilraunin var sem sé gerð án
nokkurra skuldbindinga af hendi*
verkafólks og stjórnenda fyrirtækisins.
Ég held að það hafi verið útfært á
sama hátt og á Húsavík, en þar hefur
fastanýting verið við lýði lengi. Tilraun-
in á Eyjafjarðarsvæðinu var samt gerð
með öðrum lágmörkum en gilda á
Húsavík.
Ein af kröfum Verkamannasam-
bandsins var að leggja niður premíu-
launakerfið, en það fékkst ekki fram.
Hinsvegar fékkst í gegn allveruleg
hækkun á premíu — um 40% — sem
eðlilega hækkar verulega laun þeirra
sem eftir því launakerfi vinna.
Vinnan: Kemur þá starfsmaður i
frystihúsi, sem flytur fiskinn að og frá
aðgerð mun betur út úr þessum samn-
ingum?
Bolli: Miklu betur ef hann fær áfram
6 VINNAN