Vinnan


Vinnan - 01.11.1985, Blaðsíða 8

Vinnan - 01.11.1985, Blaðsíða 8
illi andstöðu og það skýrir kannski best að lokaniðurstaða samninganna varð sú, að bónushlutfallið hækkaði í stað þess að lækka. Vinnan: Nú hljóta afkomumöguleik- ar að vera mjög mismunandi hjá fólki sem vinnur í fiskvinnsluhúsunum, sér- staklega þar sem kvótakerfi kemur illa út, og þar sem menn leggja áherslu á að sigla með aflann. Bolli: Já, ef fólk á að hafa eitthvað meira en venjulegar tekjur þarf meiri stjórnun á veiðum og fiskvinnslunni. Á sumum stöðum er hún fyrir hendi — þá eru veiðiskipin kölluð inn þegar hráefni vantar og þá er fólkið alltaf að vinna nýtt hráefni í landi. Á mörgum stöðum í sumar var þjálfaða fólkið í fríi þegar togararnir voru að mokveiða. Þetta þýddi eins og svo oft áður að það varð að rusla hráefninu í gegnum fiskverk- unarhúsin og setja aflann í verðminni pakkningar og hráefnið að auki kannski meira og minna skemmt. Það eru fleiri en ég sem spyrja, hvað á svona lagað að þýða og hverjum þjónar þetta? Ofan á allt er kvótinn víða búinn í októ- ber, nóvember þegar vana fólkið er aft- ur komið til starfa. S. J. JJ UppTslík kjör getur engin þjóð boðið“ Austurland skrifar 1. ágúst: „Launakjör fiskverkunarfólks, og þá sérstaklega kvenna í hraðfrystihúsum, eru skammarlega léleg og raunar fyrir neðan allt velsæmi. Þau laun, sem samið hefur verið um, eru svo lág, að margir at- vinnurekendur skammast sín fyrir að borga svo lág laun og borga sumir hærra en þeim ber samkvæmt samningum, samt eru launin ekki mannsæmandi. Algengt tímakaup fiskvinnslukvenna er um 90 kr. og geta allir reiknað út hversu lífvænlegt þá er að stunda þessa atvinnu. „Ekkert starf veigameira1' í hinu myndarlega afmælisriti Verkamannasambands íslands, sem kom út fyrir skömmu, segir Hafdís Ingvarsdóttir eftirfarandi um starf sitt, fiskvinnsluna: „Ég starfa í fiskiðnaði og mér finnst starfið veigamikið. Ég hef unnið margt um ævina en ekkert starf veigameira. En ég tel að um 90% af þeim sem starfa í fiski hér á Reykjavíkursvæðinu læðist með veggjum og skammist sín fyrir starfið. Þetta er ekki svona úti á lands- byggðinni, því að þar er litið upp til fólks í þessu starfi, a. m. k. þar sem ég var alin upp — í Vestmannaeyjum. Ég fór úr apóteki í fiskvinnu og það held ég að enginn hafi skilið — að sleppa svo góðu starfi! En ég verð að undirstrika að ég hef aldrei unnið eins nákvæma vinnu og í fiski“ Akkúrat ekki neitt! „Það vantar námskeið, það vantar fræðslu. Hvað er ekki gert hjá verslun- arfólki, því er boðið upp á margs konar námskeið. Það er námskeið hjá banka- fólki, meira að segja Bankamannaskóli. BSRB-fólkið er sífellt á námskeiðum sem að ríkið kostar að miklu leyti. Hvað er svo gert fyrir okkur sem vinnum í fiski — akkúrat ekki neitt. Þú kemur inn af götunni, ræður þig í vinnu, þér er vísað að borði og sagt að þetta sé þorsk- ur fyrir framan þig. Þú átt að gera svona, svona og svona og svo er við- komandi farinn. Þetta er auðvitað fyrir neðan allar hellur. Það þarf að sérhæfa fólk í þessari grein eins og í öllum öðr- Að vísu er hægt að hækka launin nokkuð með bónusgreiðslum, en til þess að fá einhvern bónus þarf mikla þjálfun, langan vinnutíma og heilsuspillandi vinnuþrælkun. Upp á slík kjör getur engin þjóð boðið og það í einni þýðing- armestu átvinnugrein landsins. Það er í senn þjóðarnauðsyn og óum- deilanlegt réttlætismál að laun fisk- vinnslufólks verði stórbætt nú þegar, fast kaup hækkað en bónusgreiðslur verði lægra hlutfall launa. Þá fyrst er von til þess, að fólk vilji vinna við fiskvinnslu og sæmand^M^sé að ráða fólk í þau þýðing- armiklu störf.“ um greinum atvinnulífsins og þá munu kjörin batna. Af hverju haldið þið að fólk haldist ekki í þessu starfi. Mann- eskjan sem er að byrja í þessu starfi byrjar á lægra kaupi en unglingur í unglingavinnu, og það er sama hvað manneskjan er dugleg, hún nær ekki þokkalegum bónus fyrr en eftir þrjá til fjóra mánuði. Og kaupið í dag er rúmar 80 krónur á tímann. Svo eru réttinda- málin kapítuli út af fyrir sigí' 8 VINNAN

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.