Vinnan - 01.11.1985, Page 9
Fiskvinnslan í Noregi:
Ef þú stendur þig ekki í
skólanum lendirðu í fiski
Til samanburðar við það sem
sagt er hér að framan um bónus-
samningana er gaman að vitna í
grein sem birtist í norska dag-
blaðinu Aftenposten 9. október
sl. Greinin fjallar um rækju-
vinnslu á litlum stað í Norður-
Noregi, sem heitir Mehamn.
Rækjuvinnslunni stjórnar Eidun
MFA hefur gefið út bcekling fyrir
starfsfólk á vinnustöðum með helstu
upplýsingum um starf hlutverk og
skyldur trúnaðarmannsins á vinnu-
stað. Á síðasta Alþýðusambands-
þingi var samþykkt að láta vinna
þetta efni til dreifingar á vinnustöð-
um. Ennig gefur MFA út veggspjald
þar sem lögð er áhersla á mikilvægi
trúnaðarmannsins á vinnustað og
hlutverki hans. Gert er ráð fyrir
nafni viðkomandi trúnaðarmanns
og verkalýðsfélags hans á vegg-
spjaldinu. MFA hefur áður gefið út
bók um trúnaðarmanninn á vinnu-
stað.
Bæklingurinn kostar 15 kr. en
veggspjaldið er ókeypis. Hvort
tveggja geta stéttarfélögin pantað
hjá MFA.
Söderholm, 34 ára húsmóðir að
aukastarfi.
Hún segir að árið 1977 hafi verið
keyptar vélar til rækjuvinnslunnar því
þá sást varla fiskur í sjónum. Rækju-
vinnslan hefur haldið lífinu í íbúum
plássins. En nú er fiskur aftur farinn að
veiðast og hreppurinn er aðili að fiski-
rækt svo að fólk er farið að trúa á fram-
tíðina að nýju.
En þetta þýðir að það vantar vinnuafl
til að sinna rækjuvinnslunni. Það er
ekki nóg fólk til að vinna á vöktum og
það er sama hve mikið er auglýst, fólk
fæst ekki. Eidun minnist á, að það sé
leynt og Ijóst unnið að því að fæla unga
fólkið frá fiskvinnslunni, og oft sé sagt
við unglingana, að ef þeir standi sig
ekki í skólanum, þá bíði þeirra ekki
annað en fisk- og hafnarvinna. Eidun
Slysa- og
dánarbætur
Gildir frá 1. júlí 1985 til 31. desember
1985.
a) Dánarbætur Kr.
Enginn á framfæri 103.600
Börn eða foreldrar 328.000
Maki 447.900
Hvert barn 86.200
b) Varanleg örorka 783.800
Bótafjárhæð vegna
100% örorku 1.763.550
c) Tímabundin örorka
(4 vikna biðtími)
Dagpeningar á viku 1.781
Vegna hvers barns 238
finnst þetta fáránleg afstaða og það ætti
miklu fremur að vera skyldufag í grunn-
skólum að fræða unglingana um þetta
undirstöðustarf. Hún segir að margir
séu að átta sig á því að fiskvinnslan sé
undirstaða jafnvægis í byggð landsins
og því muni verða unnið að því að
hækka laun í fiskvinnslunni og gefa
starfinu hærri sess.
Blaðamaður spyr af hverju eingöngu
konur vinni í rækjuvinnslusalnum.
— Karlmenn vilja ekki ganga í það
sem kallað er kvennastörf. Á hverjum
degi fæ ég fyrirspurnir frá atvinnulaus-
um karlmönnum, en þegar ég segi þeim
að það sé bara vinnu að fá í rækju-
vinnslusalnum þá vilja þeir ekki starfið.
Þeir vilja heldur vera við uppskipun, þó
að þeir geti þénað meira í rækjuvinnsl-
unni. Kaupið er á milli 45 til 50 krónur
(norskar) á tímann. Ég verð þó vör við
hugarfarsbreytingu meðal yngri karl-
manna gagnvart svokölluðum kvenna-
störfum.
MFA-skólinn á
islandi 1986
Stefnt er að því að árlegt tveggja
vikna námskeið Norræna MFA-skólans
verði á íslandi í ágúst eða september
1986. Þetta er þó ekki endanlega ákveð-
ið og ræðst af stuðningi Norræna
menningarmálasjóðsins. Norræni
MFA-skólinn er eitt af föstum sam-
starfsverkefnum MFA á Norðurlönd-
um og á undanförnum árum hefur
MFA sent þrjá nemendur á skólann. Á
skólanum er m.a. fjallað um verkalýðs-
samtökin á Norðurlöndum, samvinnu
verkalýðhreyfingarinnar á Norðurlönd-
um, norræna samvinnu og kynningu á
stofnunum og samtökum, sem vinna að
samstarfi landanna. Hverju sinni er val-
ið eitthvert ákveðið þema og á næsta ári
verður sérstaklega fjallað um menning-
arstarf og alþýðufræðslu. Fyrirlesarar
verða væntanlega flestir íslenskir en
þátttakendur á skólanum eru 30 til 40
talsins.
VINNAN 9