Vinnan


Vinnan - 01.11.1985, Qupperneq 11

Vinnan - 01.11.1985, Qupperneq 11
„Varð að slá lán fyrirveislu- fötum og brúðargjöf" 4.000 krónur á mánuöi — á því er hvorki hægt að lifa né deyja, segir Anne Lindberg sem er 31 árs gömui og ein af 20.000 Dönum sem verið hafa atvinnulausir lang- tímum saman. — Maður geggjast smám saman, lokaður inni á heimilinu ... Eftir 8 ára skólagöngu vann Anne á hárgreiðslustofu í 12 ár. Þá missti hún starfið. Eftir það vann hún í þrjú ár við framreiðslu á bjórstofu, en varð að hætta þegar hún gekk með Píu sem nú er tveggja ára gömul. — Það var oft slegist á kránni. Ég óttaðist að verða fyrir hnjaski og óskaði eftir að hætta. Þá var atvinnuástandið ágætt og ég átti von á að fá nýtt starf þegar Pía væri fædd. En atvinnuleysið náði einnig til kránna. Frá þvi í september 1983 hefur Anne lifað á atvinnuleysisbótum frá HRF-sjóðnum, að upphæð 34.840 ísl. kr. á mánuði. Sambýlismaður hennar, Brian, vinnur við járnbrautirnar og hef- ur svipuð laun. Að frádregnum skatti (12.800 kr.), félagsiðgjaldi og iðgjaldi til atvinnu- leysissjóðsins (samtals 1.660 kr.) og föstum útgjöldum heldur Anne eftir u. þ. b. 8.000 krónum á mánuði sem eiga að duga fyrir nauðþurftum og fötum á hana og Píu. — Það gengur nákvæmlega upp. Ég gæti hugsað mér að fá tilbreytingu frá heimilisstörfunum með því að sækja námskeið í postulínsmálun eða leikfimi en ég hef ekki ráð á því. Um daginn var okkur boðið í brúðkaup hjá vinafólki okkar og þá varð ég að slá lán fyrir veislufötum og brúðargjöf . . . Bæturnar helmingaöar Borgaraleg ríkisstjórn Schluters hyggst nú helminga atvinnuleysisbæturnar eftir fimm ára atvinnuleysi. Venjulegur Anne með tveggja ára gamla dóttur sína, Pt'u. Hún horfir með kvíða til framtíðarinnar. VINNAN 11

x

Vinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.