Vinnan


Vinnan - 01.11.1985, Blaðsíða 13

Vinnan - 01.11.1985, Blaðsíða 13
Danska ríkisstjórnin hyggst flytja kostnaöinn viö út- gjöld atvinnuleysissjóðanna frá ríkinu yfir á herðar sjóðfélaganna. — Tilgangurinn eraðdragaúrlaunakröfum, kljúfa verkalýðinn og brjóta á bak aftur faglegt vald okkar, segir Bent Moos, formaður Sambands starfsfólks í veitinga- og gistihúsum, HRF. lient Moos Markmiðiðið er að draga úr launakröfum stéttarfélaganna, og að samningar verði einkamál hvers og eins. að borga? Hverá Á 19. öld var stofnun atvinnuleysis- sjóðanna ein áhrifamesta aðferðin við að fjölga félögum í stéttarféiögunum. Þegar fram liðu stundir axlaði ríkið æ stærri hluta af útgjöldum sjóðanna, en félögin héldu þó eftir stjórninni á bóta- greiðslunum. Leiðarljós þeirra var að sérhver fullvaxinn maður ætti rétt á framfærslu og að byrðar atvinnuleysis- ins skyldu deilast jafnt á alla. Ein- staklingurinn fær nefnilega Iitlu ráðið um heildaratvinnuástandið í landinu. Ríkisstyrkurinn og sú regla að bóta- rettur helst í ótakmarkaðan tíma hefur valdið því að félagatalan í dönsku stétí- arfélögunum hefur aukist þrátt fyrir vaxandi atvinnuleysi. Réttur verður að tryggingu „Eigi félögin að ráða áfiam yfir sjóðun- um veiður hvert félag og hver sjóðfélagi að greiða atvinnuleysistryggingaraar fullu verði“ Þannig hugsa Schlúter og ráðherrar hans. Fram til þessa hafa sjóðfélagar greitt fast iðgjald sem er óháð fjölda atvinnu- leysingja. Ríkið hefur reitt fram það sem upp á hefur vantað. Nú ætlar stjóm Schlúters að breyta þessu. Ár hvert á danska þingið að ákveða fasta upphæð sem rikið greiðir og sömuleiðis það hlutfall af launum sem atvinnurekandinn á að greiða. Þessi hlutföll ráðast af áætluðu atvinnuleysi. Afganginn eiga sjóðfélagar að greiða. — Þetta hefur í for með sér tilflutn- ing frá sjóðfélögunum í hvert skipti sem bætumar era frystar, atvinnuleysið eykst og dýrtíðin magnast, segir Bent Moos. Klofningstilraun Samkvæmt tillögum ríkisstjórnarinnar eiga launamenn að greiða fyrir atvinnu- VINNAN 13

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.