Vinnan - 01.11.1985, Qupperneq 14
leysistryggingar sínar með þrennum
hætti:
* Allir greiða ákveðna grunnupp-
hæð sem ákveðin er 9.380 krónur
á mann á ári.
* Við hana bætist aukagjald
(0—8.000 kr. á ári) hjá þeim sjóð-
um sem greiða bætur sem eru yfir
landsmeðaltali.
— í núverandi kerfi jafnar ríkið út
þann mun sem er á milli einstakra sjóð-
félaga og stéttarfélaga. Nú er ljóst að
ætlunin er að láta þá hærra launuðu
greiða bætur þeirra lægra launuðu.
Með þessu ætlar stjórnin að reka fleyg
á milli einstakra starfsgreina, segir Bent
Moos. Áhrifin af þessu verða enn meiri
þegar haft er í huga að fólk með sömu
tekjur greiðir mishá iðgjöld eftir því
hvaða félagi það tilheyrir.
* í þriðja lagi leggur stjórnin til að
hver sjóður bjóði félögum sínum
að kaupa viðbótartryggingu á
frjálsum markaði.
— Tæknimenntaður maður með til-
tölulega há laun sem er í starfsgrein þar
sem atvinnuleysi er lítið hefur ef til vill
efni á að kaupa slíka tryggingu. En
varla dyraverðir og framreiðslufólk með
lág laun, margir hverjir undir 400.000
krónum i árstekjur. Tillögur stjórnar-
innar þýða að iðgjöldin þrefaldast, úr
9.380 kr. í u. þ. b. 32.000 kr. á ári. Aukist
atvinnuleysið „óvænt“ verða sjóðfélag-
ar að greiða viðbótargjald árið eftir.
Laununum haldið niðri
— Markmið stjórnarinnar með þvi að
láta sjóðfélaga standa undir kostnaðin-
um við aukið atvinnuleysi er fyrst og
fremst að draga úr launakröfum stéttar-
félaganna, segir Bent Moos. — En
stjórnin horfir enn lengra fram í tím-
ann. Hún sér fyrir þá þróun að sjóðfé-
lagarnir neyðist til að ganga úr stéttarfé-
laginu til þess að hafa efni á að greiða
iðgjöldin. Það verður einfaldlega of-
vaxið þeirra fjárhag að greiða einnig fé-
lagsgjöld. Á þann hátt grefur stjórnin
undan stéttarfélögunum.
Samtímis ætlar stjórnin stéttarfélög-
unum hlutverk varðhundsins gagnvart
sjóðfélögum.
Trygging breytist í ölmusu
Sumir þeirra sem eru í hlutavinnu missa
bótaréttinn.* Það fellur í hlut félagsins
að ganga eftir því að sjóðfélagar skili
réttum upplýsingum um vinnutíma og
tekjur. Félögin neyðast með öðrum orð-
um til að eltast við sjóðfélaga og fylgj-
ast með þvi hvort þeir uppfylla skilyrði
til bótagreiðslna sem stjórnin hefur sett.
Því óvinsælli sem stjórnin getur gert
'tengsl stéttarfélaga og sjóða, þeim mun
meiri hætta er á að félögin og sjóðirnir
verði aðskilin.
— Endanlegt takmark stjórnarinnar
er að setja atvinnuleysisbæturnar á
sama bás og framfærslueyri sveitarfé-
laganna, segir Bent Moos. — Þá er
hringnum lokað: aðild að atvinnuleysis-
sjóði telst ekki lengur til faglegra rétt-
inda. Hún tekur á sig mynd félagslegrar
ölmusu. Það hefur í för með sér að fé-
lagatal stéttarfélaganna lækkar að
sama skapi og atvinnuleysið eykst.
Lokatakmark stjórnarinnar er að skapa
þjóðfélag þar sem samningar verka-
fólks og atvinnurekenda eru einkamál
hvers og eins en ekki sameiginlegt hags-
munamál. í slíku þjóðfélagi er lítil
hætta á því að verkafólk hafi yfirtökin.
Andóflð — hvenær er lag?
Af hverju koma þessar tillögur stjórn-
* Hafi maður verið í fullri virmu en verði að
sætta sig við hlutastarf á hann rétt á bótum fyr-
ir þær vinnustundir sem hann hefur misst úr.
Aths. þýðanda.
arinnar fram einmitt núna? Ein ástæð-
an er sú að atvinnuleysisbæturnar urðu
ríkinu of dýrar þegar hagsveiflan tók
dýfu og atvinnuleysið jókst.
Önnur ástæða er að danska verka-
lýðshreyfingin hefur ekki mótmælt
nógu hart fyrri niðurskurði á bótunum
og afkomu sjóðanna.
Þegar unnið var að gerð kjarasamn-
inga í vetur setti róttækari hluti danska
alþýðusambandsins (LO) fram kröfu
um að ekki yrði gengið til samninga við
atvinnurekendur fyrr en stjórnin hefði
dregið tillögur sínar til baka.
En meirihluti LO hafnaði þessari
kröfu. Rökstuðningurinn var sá að ef
danska stjórnin félli á þessari kröfu
kæmi til valda stjórn sósíaldemókrata
sem yrði í minnihluta og þar af leiðandi
veik. „Þá er betra að bíðaþ hugsuðu
forystumenn LO, „fram yfir næstu
kosningar þegar styrk stjórn sósíal-
demókrata kemst til valda. Þá er hægt
að endurskoða lögin um atvinnuleysis-
sjóðinaí'
Hættan við þessa stefnu er sú að nið-
urstaða kosninganna eftir þrjú ár bjóði
ekki upp á sterka stjórn sósíaldemó-
krata. Vegna þess að atvinnuleysistrygg-
ingar eru of flókið mál til þess að gera
það að kosningamáli. Og líka vegna
þess að máttlaus mótmæli geta grafið
undan trausti launafólks á stéttarfélög-
unum og verkalýðshreyfingunni í heild.
r
I tilefni 50 ára afmælis verkalýðs-
félagsins Skjaldar á Flateyri gaf fé-
lagið út óvenju myndarlegt afmælis-
rit. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er
Björn Ingi Bjarnason, en hann er nú-
verandi formaður félagsins.
Hjörtur Hjálmarsson, sem lengi
hefur setið í stjórn félagsins, skráir
sögu þess. Margar góðar myndir eru
í ritinu.
Verkalýðsfélagið Skjöldur hefur
nú eignast eigið húsnæði og látið
gera merki félagsins.
Ritið er 72 lesmálssíður.
14 VINNAN